Vikan


Vikan - 20.11.1941, Síða 13

Vikan - 20.11.1941, Síða 13
VIKAN, nr. 47, 1941 13 Stóryrðin um almenning. Framhald af bls. 4. minn, skáldið, hvað það væri, sem ég sæi við „sljótt millistéttar fólk eins og þessa fjölskyldu“. Þetta eru orðin, sem við heyrum — „múgurinn“, ,,millistéttin“, „auðkýfingarn- ir“. Þúsundir manna vinna í verksmiðjum; eitt einasta orð, „múgurinn“, gerir þá alla að því sama. Fólkið, sem notar þessi orð, sér ekki drættina í andlitum þess. Það hefir ekki hugmynd um heilabrotin, vanda- málin og geðshræringarnar, sem gera þess- ar þúsundir andlita, þessi þúsund lífa ólík hvert öðru. Sérhver hefir sitt mark að keppa að, sinn metnað, sína gleði og sína sorg. „Múgurinn er heimskur.“ En það er eng- inn ,,múgur“ til. I stað hans er einstakl- ingurinn. Það er hægt að skipa honum í þessa „stétt“ eða hina ,,stéttina“, en hann veit það ekki. Persónan heldur áfram að vera sú sama, maður eða kona, sem skapar sitt eigið líf, lifir ævintýri, leitar að ham- ingju og velsæmi. Hann veit, að hverju hann er að keppa. Hann veit það svo vel, að hann er reiðubúinn að deyja fyrir það, ef þörf krefur. Baráttan fyrir hinu góða hefir aldrei verið háð og borin til sigurs af þeim, sem nota innantóm stóryrði og álíta, að „múgurinn" sé sljór. Ég talaði oft við konu, sem vann í véla- verksmiðju. Maðurinn hennar var dáinn. Hún átti tvö börn, sem hún þurfti að sjá fyrir. Hún var ekki vél, sem gætti annarrar vélar. Börnin hennar gengu í skóla; hún las skólabækur þeirra og lærði af börnun- um. Hún talaði um vélina, sem hún vann við. „Það er dásamlegur hlutur,“ sagði hún. „Sonur minn veit, hvernig hún er búin til og hann kenndi mér það. Einhvern tíma ætlar hann að búa til betri vél. Ég held að þetta sé rétta hugmyndin um Ameríku. Hún segir: „Hérna! Hér er verk að vinna og hlutir, sem þarf að bæta. Enginn af trar ykkur. Farið út, öll, sem ung eruð, lærið og vinnið og gerið umbætur“.“ Hún var hluti af „múgnum“. Líf hennar var ekki sljótt. Líf hennar var gleði og æfintýri. Ég talaði um bóndann á'bæ mínum. Ár- um saman hefir hann stritað til þess að bæta hálfeyðilagðan jarðveginn. Hann ávinnur ofurlítið á hverju ári. Þessi hrjóstugi jarðvegur er honum sem lifandi vera, sjúklingur, sem hann hjúkrar og hjálpar til að komast aftur á legg. Hann talar ekki mikið, en venjulega talar hann um það, sem hann er að hugsa um. Stundum, þegar ég hefi hlustað of lengi á hina miklu heilabrotamenn, fer ég til hans, þar sem hann er ef til vill að mjólka kú. Ég tala við hann, og hugur minn hreinsast af öllum stóryrðunum, kvörtun- unum og spurningunum, sem ég hefi heyrt. „Þetta er ,,múgurinn“,“ hugsa ég, þegar ég hlusta á hann. „Þetta er það, sem er svo venjulegt og hversdagslegt." Og ég óska, að vinir mínir væru með mér, svo að þeir gætu heyrt þetta líka. Bóndinn talar við mig um líf sitt, jarðveginn, sem hann elur önn fyrir, eða eitthvað, er hon- um kom í hug úti á akrinum um daginn. Síðan talar hann um fólkið í nágrenninu. Sonurinn í fjölskyldunni niður með veg- inum er nýkominn heim frá landbúnaðar- háskóla og hann er fullur nýrra hugmynda. Faðir hans læzt vera tortrygginn, og þeir þræta, en að baki sonar síns segir hann við hina bændurna: „Þið ættuð að koma og heyra til hans sonar míns.“ Og svo er það ungi maðurinn, er kvæntist ungu stúlkunni, sem menn höfðu ekki mikla trú á, af því að hún var úr kaupstað. En hann fótbrotnaði og gat ekki gengið til vinnu og stúlkan fór út og vann öll verkin og hjúkraði honum líka. Hún virðist vera bezta stúlka — þrátt fyrir allt. Allt þetta segir bóndinn mér. Hann gerir mér ljóst, ef mér hefir ekki verið það ljóst áður, að líf hvers einstaklings er heimur út af fyrir sig. Það getur verið lítill heim- ur, samansettur af svo smávægilegum at- vikum, að alls staðar annars staðar væru þau talin ómerkileg. En þau eru merkileg fyrir hvern einstakling og hafa sinn sér- staka blæ og æfintýraljóma. Þetta er svar til þeirra, sem tala um ,,múginn“ og „stéttirnar" og nota orð, er ekkert liggur á bak við. Þeir geta ekki grillt í gegnum þessi stóru, innantómu orð og séð það, sem er næst þéim og allt í kringum þá. Þeir sjá ekki einstaklingana, sem. eru ,,múgurinn“, sjá ekki æfintýri þeirra, síbreytileika lífs þeirra, drauma þeirra og vonir, sem þeir breyta hægt og hægt í veruleika. Orðin eru innantóm, dauð og bitur; „múgurinn“ veit ekki af þeim, því að fólkið er lifandi. Það er alveg áreiðaiilegt. I kirkju einni í París er klukka, sem vegur 45000 pund. Nú er henni hringt með rafmagni, en áður þurfti fimm menn til að vinna þetta verk. * Einu sinni var söngleikurinn „Rigoletto" leikinn í bænum Oviédo. Hljómsveitin sam- anstóð af 25 blindum hljóðfæraleikurum og stjórnandinn var einhent kona. * Svölur geta borðað, eftir því sem álitið er, 6000 skordýr á dag. Svarið fáið þér með því að kaupabókina „Stjömuspána“, eða „Hverju spá stjömumar um fraintíð yðar?“ — Fæst hjá bóksölum. ^llllllllltllllllllimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllltllllllir^- | Dægrastytting | *Viiiiimi iiimi i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiniiiiu* Orðaþraut. ÁRI Ý S A LÍN KIÐ ÆL A F AR Æ F A Ó S A LIN Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Ef þeir stafir eru lesnir að ofan og; niður eftir, myndast nýtt orð. Það orð er nafn á frægri drottningu í fornöld. Hver getur lesið Jietta? 1. Ko tun gin nogk onu ngu rin ntö luð ustal dre ivið. 2. Ei gisk alh alt urg ang aáme ðanb áði rfæ tu rer ujaf nlan gir. 3. Hú ns éru mul logh öro gvin nurf úsle gam eðhö ndu msín um. 4. Strá kurv arko tros kin nogk ump ánal egur. 5. Ko mþ úei giág ötuó guðl egr aogg akke igiáv egiv ond ram anna. Reikniiigsþraut. 1. Tveir bílar óku í kringum vatn. Þeir óku báðir með 40 mílna hraða á kl.st. Sá, sem fór sunnan með vatninu, var eina klukkustund og tuttugu minútur að fara hringinn, en hinn var áttatiu mínútur. Hvernig stóð á því? Svör á bls. 14. Lingerður náungi. Framhald af bls. 5. „Er það sem mér sýnist, að þetta sé „herra Heigull“,“ sagði hann. „Yfirmaður- inn sjálfur, eða hvað?“ Dave kreppti hnefann. Hann varð enn fölari. Varir hans herptust saman. Hann lét eins og hann sæi Butch ekki. En Butch stóð beint fyrir þeim. Þau urðu að nema staðar og smeygja sér fram hjá honum. Butch sneri sér við á eftir þeim, þegar þau fóru fram hjá. Þá rétti hann fram klunnalega hendina og tók um handlegg hennar. „Komdu, góða,“ sagði hann. „Það, sem þig vantar, er karlmaður með loðna bringu.“ Jennie æpti ofurlítið. Síðan rak hún. Butch löðrung ... * Þegar allt var um garð gengið, fór hún að gera sér ljóst, hvað við hafði borið. Hún mundi, hvemig Dave hafði snúið sér við og gripið með vinstri hendinni í háls- mál Butch, og hvað varir hans vom hvítar, þegar hann gaf Butch mikið högg með hægri hendinni beint í andlitið. Butch datt og stóð ekki upp aftur. Hann sat á gangstéttinni og hristi höfuðið og hélt annarri hendinni fyrir augað. Hún var viss um, að nú mundi allt lag- ast. Hún var fegin, að hún skildi hafa munað eftir sögunni með hundinn. Hún bjóst ekki við, að Dave þyrfti nokk- urn tíma að komast að því, að hún hafði deplað augunum til Butch Meenan.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.