Vikan - 09.07.1942, Qupperneq 4
4
VIKAN, nr. 23, 1942
Og þau
FÓLKIÐ þyrptist út af íþróttavellin-
um eftir knattspyrnuleikinn. Bert
Wooton flýtti sér eins og hann gat,
en hann varð að bíða næstum því tuttugu
mínútur, áður en hann gat náð í sporvagn
til þess að komast í bæinn. Þegar spor-
vagninn kom, varð hann að olnboga sig
áfram til þess að komast að honum. Hann
fór upp og tókst að ná sér þar í sæti. Þótt
öll sætin væru nú upptekin, hélt fólkið
samt áfram að streyma upp stigana og
ýta hvert við öðru. Þegar vagninn fór af
stað, stóðu í það minnsta tólf manns. Einn
maður stóð alveg þétt upp að Bert. Eftir
örfá augnablik var loftið orðið mettað af
tóbaksreyk. Allir gluggar og báðar dyr
voru vandlega lokaðar.
Allir, eða næstum því allir, karlmenn-
irnir höfðu verið að horfa á knattspyrnu-
leikinn. Þeir ræddu leikinn ákaft. Að því
er þeir sögðu, kunni hvorugt liðið knatt-
spyrnu.
,,Hver fjandinn var að Ryland í seinni
hálfleik ?“
„Það var ósköp að sjá til hans. Hann
var alveg liðónýtur!“
„Eg hefði getað varið bolta Smarts með
aðra höndina bundna aftur fyrir bakið.“
„En guð má vita, hvað Gordon er að
gera á fyrsta flokks móti!“
„Knattspyrnumenn! Já, drepið mig nú
ekki alveg! Ég hefi séð strákana á göt-
unum leika betur knattspyrnu en þetta.“
Lið borgarinnar hafði tapað.
Bert fór úr við Water Street. Fyrsta
gatan til vinstri var Moon Street. Hann
beygði upp Moon Street og gekk hana
næstum á enda, fram hjá reiðhjólaverk-
stæðinu, þá gekk hann inn gang, yfir garð
og opnaði dyrnar á húsi, sem stóð í horn-
inu lengst til hægri. Þarna bjó stúlkan
hans, Alice Wittle, ásamt föður sínum og
móður.
Þau hjónin voru í eldhúsinu. Frú Wittle
var að leggja á teborðið. Hún var mjög
grönn með fölleitt andlit og tvær fram-
standandi tennur. Hún hafði vörtu öðrum
megin við nefið. Maður hennar sat á brún-
inni á ruggustól, alveg hjá eldinum og hall-
aði sér áfram. Hann þoldi illa kuldann.
Hann var smiður hjá málmverksmiðju
og svitinn bogaði af honum allan tímann,
sem hann var við vinnu. Þess vegna skalf
hann strax, er hann fór úr þessum geysi-
hita, jafnvel þótt heitt væri í veðri. Hann
var alltaf uppgefinn, þegar hann kom heim
og hreyfði sig sjaldan úr stól sínum. Hann
var lítill og grannur eins og kona hans,
og er hann sat þarna samanhnipraður í
stólnum, virtist hann ekki stærri en lítill
skóladrengur. Hann hafði langt, strítt,
brúnt skegg, en var alveg sköllóttur.
„Hvernig var leikurinn?“ spurði hann
undir eins og Bert kom inn úr dyrunum.
œtla að
verda hjón.
„Lélegur,“ sagði Bert. „Þeir töpuðu með
þremur gegn einu.“
„Töpuðu! Gegn .svona liði! Hver skoll-
inn var að þeim?“
„Það hefði ég gaman af að vita,“ sagði
Smásaga
{ eftir
Leslie Halward.
Bert. „Ryland mistókst vítisspyrna og
Gordon brenndi af, þegar hann var í
dauðafæri. Ég hefi aldrei á ævinni séð ann-
an eins leik.“
„Þetta er hreinasta burst,“ sagði Wittle.
„Tapa með þremur gegn einu móti svona
liði!“ Hann gat ekki sætt sig við það.
„Hvernig var Morgan?“
„Hann var borinn út af vellinum snemma
í seinni hálfleik. Menn halda, að hann hafi
fótbrotnað."
„Það var nú óheppni.“
„Hann gerði ekki mikið gagn á meðan
hann var á vellinum.“
„Jæja, þetta var meira burstið. Svo að
þeir töpuðu með þremur gegn einu, ha?“
Bert kinkaði kolli. „Þeir hefðu átt að
vinna auðveldlega.“
„Komið og fáið te,“ sagði frú Wittle.
„Hvar er Alice?“ spurði Bert.
„Ég held, að hún sé uppi að búa sig,“
sagði frú Wittle. „Ég skil ékki, hvað hún
HiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii
| Vitið þér það? |
E 1. Hver var fyrsti biskup í Reykjavík?
1 2. Hvað heitir sendiherra Breta í Wash- |
| ington ?
| 3. Hvaða konungur í Evrópu varð 84 ára |
16. júní síðastliðinn ?
= 4. Hver flutti fyrstur orgel til íslands?
E 5. Hvað er Snæfellsjökull hár?
| 6. Hvað varð til þess að gefa James Watt =
f hugmyndina að gufuvélinni?
| 7. Milli hvaða háskóla í Englandi er á 1
hverju ári háður kappróður? É
i 8. Hvenær var stjómarráðshúsið í Reykja- E
É vík byggt ?
E 9. Hver var ,,Apis“? |
É 10. Hvað er Múlatti ? É
É Svör á bls. 14.
er að gera allan þennan tíma. Alice!“ kalí-
aði hún, með hárri, hvellri röddu. Bert
hrökk við og saug að sér loft á milli tann-
anna. „Alice! Bert er kominn!“
„I guðanna bænum, öskraðu ekki
svona!“ sagði maður hennar.
Frú Wittle andvarpaði, en svaraði ekki.
Bert heyrði Alice ganga um í svefnher-
berginu.
„Ætlarðu að færa þig að borðinu?“
spurði frú Wittle mann sinn, „eða ætlarðu
að sitja kyrr þarna?“
„Ég ætla að sitja hérna,“ sagði hann.
„Hvað ætlarðu að borða? Dálítið af
laxi?“
„Nei, ég ætla ekki að borða neitt.“
„Ég keypti hann aðeins fyrir þig. Það
er þó hann, sem þú vilt helzt.“
„Nei,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að
borða neitt.“
Frú Wittle andvarpaði aftur. Hún snéri
sér að Bert. „Hann borðar ekki einu sinni
nóg til þess að halda lífinu í rottu,“ sagði
hún. „Ég veit sannarlega ekki, hvað ég á
að gera við hann. Hann veldur mér drep-
andi áhyggjum."
Bert sagði ekki neitt.
„Ég vil einn tebolla," sagði Wittle. „Það
er allt og sumt.“
„Fáðu þér örlítinn laxbita. Bara til þess
að fá bragðið.“
„Nei!“ hrópaði Wittle. „Ég vil engan
bannsettan lax, ég er búinn að segja þér
það. Ég vil einn tebolla.“
Hún hellti te í bolla og rétti honum, og
hann setti bollann á stólinn.
„Viltu fá dálitla brauðsneið með
smjöri?“ spurði hún. „Ég skal skera hana
mjög þunna.“
Hann hallaði sér afturábak í stólnum og
lokaði augunum eins og hann væri orðinn
þreyttur á því að svara henni.
„Ég veit sannarlega ekki, hvað ég á að
gera við þig,“ sagði hún.
„Láttu mig vera,“ sagði hann og var
enn með lokuð augun. „Það er það, sem
þú átt að gera. I guðanna bænum láttu
mig vera í friði.“
Bert heyrði, að Alice var að koma niður
stigann. Stuttu síðar kom hún inn í her-
bergið. Hún var ári yngri en Bert. Hún
var snotur stúlka, en fremur subbuleg.
Hún myndi hafa verið kölluð ólagleg, en
samt hefði hún getað verið aðlaðandi; ef
hún nenti að gera eitthvað til þess. En
hún nennti því alls ekki.
„Sæll vertu,“ sagði hún við Bert. „Varstu
að horfa á knattspyrnuna?“
„Já,“ sagði Bert.
Framhald á bls. 13.