Vikan


Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 12

Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 12
12 gjamlegar, af ótta við að vekja gagnlausar vonir hjá honum.; hún reif þess vegna bréfið og ákvað að fara hinn gullna meðalveg og senda Margaret til hans með þau skilaboð, að þyrfti hann að tala við hana næstu viku, gæti hann ,hitt hana hjá frú Farquhar. Þegar Elsie hafði sagt Margaret nákvæmlega fyrir, hvað hún ætti að segja, spurði hún, hvort hún héldi, að hún myndi rata til hans. Margaret var næstum því búin að segja, að hún gæti ratað þá leið með bundið fyrir augun, því að hún hefði komið þar svo oft, að allir þar í nágrenninu þekktu hana. En hún sagði það ekki og lofaði að gera sitt bezta. Margaret kom til baka með þau skilaboð, að Mortimer læknir myndi heimsækja hana heima hjá frú Farquhar. Þótt Elsie væri of stolt til þess að spyrja, hvað hann hefði sagt frekar, þá fann hún með sjálfri sér, að henni gramdist hin stuttu skilaboð hans. Hefði hann verið sá Graham, sem hún hafði þekkt, þegar hún var litil stúlka, og hafði verið svo góður og indæll, sem alltaf hafði hlustað á kvartanir hennar og verið reiðubúinn að aðstoða hana í raunum hennar, þá hefði hún fúslega leitað til hans til þess að þiggja ráð af honum. En þessi ómögulega gifting hafði eyði- lagt allt. XII. KAFLI. Frú Farquhar hafði ekki reynzt auðvelt að gleyrna og í hvert skipti, sem Ellen aðstoðaði hana, horfði hún á hana í leyni og reyndi að lesa hugsanir hennar. En úr andliti stúlkunnar var nú ekkert hægt að lesa og frúin var í sömu óvissu og áður. Hún ákvað að reyna stúlkuna og sagði, að hún ætti von á gesti. „Viltu láta upp hrein gluggatjöld í bezta gesta- herberginu, Ellen,“ sagði hún. „Ég á von á gestum i næstu viku. Það er vinkona dætra minna, sem kemur hingað og verður hjá okkur nokkra daga, hún heitir ungfrú Drummond." „Það skal ég gera, frú,“ svaraði Ellen, „ung- frú Beatrice sagði mér það i gærkvöldi, er ég greiddi hár hennar, að hún ætti von á vinkonu sinni.“ „Þú þekkir þessa stúlku, ef ég man rétt," sagði frú Farquhar og sneri sér við til þess að sjá, hvaða áhrif þetta hefði á hana. „Nei, ég hefi aldrei séð hana; ég held, að ég hafi sagt frúnni það áður, er hún spurði mig þessa." „En þú þekkir eitthvað til hennar eða ástæðna hennar," hélt frú Farquhar áfram. „Það hefir þú sýnt svo greinilega, að þú getur ekki neitað því.“ „Það fær enginn mig til þess að segja, hvað ég veit eða hugsa með tilliti til þessa," sagði Ellen ákveðin. „Mig langar ekki til þess að gera ungfrú Drum- mond neitt illt, og ég vil ekki heldur að neinn annar geri það, ef ég má ráða. Það eina, sem getur fengið mig til þess að ræða þetta, er, að ég sjái, að hún sé í hættu stödd." „Hvaða hætta ætti það að vera?“ spurði frú Farquhar. „Ó, ég vildi, að þér hættuð að spyrja mig! ÉJg vil heldur deyja en að svara." Ellen leit á hana biðjandi augnaráði. Frú Farquhar tók greiðuna af henni og sagði: „Það er bezt að þú farir, Ellen. Ég get ekki haft hjá mér herbergisþemu, sem hræðir mig með þessháttar leyndardómsfullu tali.“ Stúlkan lauk starfi sínu, augsýnilega mjög taugaóstyrk, og er hún fékk bendingu um að fara, virtist hún hlýða með ánægju. En þegar hún var komin fram að dyrunum, nam hún staðar og stóð þar, þangað til frú Farquhar leit á hana og sagði: „Jæja?“ „Ó, sendið mig ekki burtu, frú,“ sagði hún í bænarróm. „Mér hefir liðið svo vel hér. Þegar ég kom hingað móðurlaus ung stúlka, voru allir svo undur góðir við mig, en ég hefi líka reynt að vera dygg þjónustustúlka. Og það skal ég vera áfram, ef ég má vera hér lengur." „Mér þykir leitt að skilja við þig, Ellen, en . .." ' „En ég hefi gefið yður fulla ástæðu til þess að vantreysta mér. Ég veit það og iðrast þess. En ég lofa því, að það skal ekki koma fyrir framar." Frú Farquhar leit í augu hennar og rétti henni svo höndina. „Þú hefir á réttu að standa, Ellen, þú hefir verið mér trygg, og ég ætla að reyna að gleyma hinni einkennilegu hegðun þinni með því skilyrði, að þetta endurtaki sig ekki.“ Ellen þakkaði húsmóður sinni og fór. Síðar var ekki minnst á þetta. Iðrun stúlkunnar vegna leiðindanna, sem hún olli húsmóður sinni, var svo greinileg, að það blíðkaði skap frú Farquhar og eftir nokkurn tíma var hún aftur í eins mikl- um metum hjá henni og áður. XIII. KAFLI. Elsie Drummond, sem ekki vissi, hve mikið hafði verið um hana rætt, kom til frú Farquhar á tilteknum tíma. Maud Mamilton, bezta vinkona hennar frá skólaárunum, Beatrice Farquhar og systur hennar fögnuðu mjög komu hennar. Þegar stúlkurnar gengu til hvilu um kvöldið, sagði frú Farquhar við Ellen, að hún ætti að að- stoða ungfrú Drummond og horfði rannsakandi á hana til þess að sjá, hvort það fengi ekki á hana að þurfa að umgangast þessa stúlku svo mjög. En Ellen var alveg jafn róleg og venju- lega. Hún var ekki einu sinni skjálfhent, er hún greiddi hár ungfrú Drummond, og frú Farquhar fór út úr herberginu og var miklu rórri. Það var mjög heitt þessa nött, og þótt Maud Hamilton væri steinsofnuð, lá Elsie og bylti sér í rúminu og gat alls ekki sofnað, fyrr en allt var komið í kyrrð í húsinu. Hún var að festa svefninn, er hún varð allt í einu skelfingu lostin, því að henni fannst einhver vera kominn inn í herbergið og standa við rúmið og horfa á hana. Elsie Drummond, sem enn var veikluð og tauga- óstyrk eftir sjúkdóm sinn, þorði ekki að hreyfa sig á meðan þessi óboðni gestur var svona nærri. VIKAN, nr. 23, 1942 Hún hefði kallað á hjálp, ef hún hefði ekki verið hrædd um, að sterkar hendur myndu leggjast um kverkar henni. Hún heyrði greinilega andardrátt manneskj- unnar, þótt hún reyndi að halda andanum niðri 5 sér, en hún vissi ekki, hvort það var eitthvað af heimilisfólkinu eða innbrotsþjófur, sem stóð fyrir framan hana. Ótti hennar óx með með hverju augnabliki, sem leið, en að lokum leið veran næstum hljóðlaust frá rúminu. Elsie opnaði augun svo mikið, að hún gat séð komumann i síðri, fráflakandi treyju standa við snyrtiborðið, augsýnilega að fást við skrautgripa- skrín hennar. Elsie heyrði lykli snúið í lásnum og hverju hólfinu á fætur öðru vera lyft upp og athugað í hinni daufu birtu sumarnæturinnar. En það var ekki að sjá, að konan ætlaði að tileinka sér neitt •af innihaldinu. Á meðan Elsie lá þama titrandi af hræðslu, tautaði Maud eitthvað í svefninum, og er konan heyrði þetta, flýtti hún sér burt. Það leið á löngu, áður en Elsie þorði að hreyfa sig, en loks tók hún í sig kjark, fór fram úr rúm- inu og læsti dyrunum. Skrautgripaskrínið var opið og innihald þess lá dreift um borðið, svo að Elsie sá, að henni hafði ekki skjátlast. En ekki- hafði neinn af skrautgripunum horfið. Hræðsla hennar var augsýnilega alveg óþörf. Það var aðeins venjuleg forvitni, sem hafði knúð kvenmanninn inn í herbergi hennar; en endur- minningin um þessa næturheimsókn hafði óþægi- leg áhrif á Elsie, og hún ákvað að vera ekki lengi í þvi húsi, þar sem hún mætti eiga von á slíkum heimsóknum. En gremja hennar hvarf strax næsta morgun. Frú Farquhar gat ábyrgst forvitni þjónustufólks síns. Er Elsie hafði fengið Margaret skrautgripa- skrínið til geymslu, ætlaði hún sér að hafa ekki frekari áhyggjur út af því, sem skeð hafði. Hún. ákvað einnig að segja ekki neinum frá þessu, en lét sér nægja að spyrja Margaret, hvernig henni geðjaðist að þjónustufólki frú Farquhar og fékk það svar, að hún væri mjög ánægð með það. Það var fyrirmyndar þjónustufólk, góðar og elskulegar rosknar konur, nei, það var rétt, her- bergisþeman var ung, en hún var vel uppalin og gerði sér ekki í hugarlund, að hún væri betri en hinar, og það var meira en hægt var að búast við af manneskju í hennar stöðu. Kirkjan aðstoðar í hemaðinum. Prestur við rómversk-katólsku kirkjuna St. Anthony of Padua í Brooklyn, New York, og tvær konur úr varnarliðinu horfa á verkamann byrja á því að brjóta niður stórt steypujárnsker, sem kirkjan gefur til hergagnaframleiðslu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.