Vikan


Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 9

Vikan - 09.07.1942, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 23, 1942 9 Kndalok japansks flugmanns. Þessi mynd, sem komin er frá brezku upp- lýsingaþjónustunni, sýnir endalok japansks flugrnanns, sem flaug flugvél sinni of nálægt loftvamabyssum Breta og varð þeim að bráð. Amerískur hermaður á Irlandi. Á myndinni sést hermaður, sem er að fara í land á Norður-lrlandi, með gítar sinn. Hann er úr fylkingarliði því, sem Roosevelt lofaði Bretum. Hann ætlar að spila fyrir félaga sína á gítarinn. Þau giftu sig á gamals aldri. Á myndinni sést John J. Geiger, 70 ára, og Elizabeth Hoffem, 74 ára. Þau höfðu verið trúlofuð í fjögur ár. Þau hittust fyrst á elliheimili í New York og urðu ástfangin hvort af öðru. Á myndtnni er brúðurin að skera niður brúðkaupskökuna, en hann horfir á. Frænka Mc Arthurs, hetjunnar frá Filippseyjum, frú John L. Reybum, starfar nú sem sjálfboðaliði við hjúkrun á barnasjúkrahúsi í Washington. Hún sést hér vera að annast lítið, hrokkinhært bam. Rauða hersveitirnar hylla leiðtoga sinn. Þessi mynd var tekin af Josef Stalin, er hann var að halda ræðu í Moskva í tilefni af tuttugu og fjögurra ára afmæli kommúnistabyltingarinnar. Neðri myndin sýnir syngjandi her- menn, sem gengu fylktu liði fram fyrir Stalin við þetta tækifæri. Lítil stúlka, sem lenti i sjávarháska. Janet Johnson frá London var um borð í kanadiska skipinu „Lady Hawkins", sem varð fyrir sprengju og sökk. Hún sést hér sofandi um borð í skipinu ,,Coamo“, sem bjargaði nokkrum af farþegunum. Janet litla og sjötiu aðrir komust lifs af.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.