Vikan


Vikan - 09.07.1942, Side 6

Vikan - 09.07.1942, Side 6
6 VIKAN, nr. 23, 1942 brauð. Hann borðaði aldrei mikið um morguninn. Hitt fólkið ræddi saman á meðan hann las bréf sín. ,,Guð minn góður!“ sagði Mark allt í einu. Allir litu ósjálfrátt á hann. „Fyrirgefið, ungfrú Norris. Fyrirgefðu, Betty." Ungfrú Norris brosti til samþykkis. Hana lang- aði oft sjálfa til þess að segja þetta, sérstak- lega á leikæfingum. „Heyrðu Cay!“ Hann hnyklaði brýrnar, gremju- legur á svipinn. Hann hélt á bréfi og veifaði þvi. „Frá hverjum heldurðu, að þetta sé?“ Cayley, sem sat hinum megin við borðið, ypti öxlum. Hvernig átti hann að vita það? „Robert," sagði Mark. „Robert?" Það var erfitt að gera Cayley undr- andi. „Einmitt það.“ „Finnst þér þetta nokkuð til þess að segja „Einmitt það“ við,“ sagði Mark önuglega. „Hann kemur núna í eftirmiðdag." „Ég hélt, að hann væri einhvers staðar í Ástralíu." „Auðvitað. Það hélt ég líka.“ Hann leit á Rumbold. „Eigið þér nokkra bræður, majór?" „Nei.“ „Jæja, farið þá eftir mínum ráðum og eignis engann." „Það er nú ekki mikil hætta á því héðan af,“ sagði majórinn. Bill hló. Ungfrú Norris sagði kurteislega: „En eigið þér nokkra bræður, Mark?“ ,,Einn,“ sagði Mark gremjulega. „Ef þið komið til baka timanlega, munuð þið sjá hann í dag. Hann biður yður sennilega að lána sér fimm pund. En þér skuluð ekki gera það.“ Öllum var frekar órótt. „Ég á einn bróðir,“ sagði Bill vingjamlega, ,,en ég fæ alltaf iánað hjá honum.“ „Eins og Robert," sagði Mark. „Hvenær var hann siðast í Englandi?" spurði Cayley. „Fyrir fimmtán árum, var það ekki? Þú hefir auðvitað verið smástrákur þá.“ „Já, ég man eftir því að hafa séð hann þá, en ég vissi ekki, hvort hann hefði komið hingað síðan.“ „Nei. Ekki svo ég veit.“ Mark, sem enn var æstur, sneri sér aftur að bréfinu. „Ég álit,“ sagði Bill, að ættingjar séu hrein- ustu vandræði." „Samt sem áður,“ sagði Betty dálítið ófyrir- leitin, „hlýtur það að vera gaman að hafa beina- grind í matarskápnum." Mark leit upp með hnyklaðar brýrnar. „Ef þú heldur, að það sé gaman að þessu, skal ég afhenda þér hann, Betty. Ef hann er eitt- hvað líkur því, sem hann var og bréf hans hafa verið — þá, ja — Cay veit um það.“ Cayley fussaði. „Ég veit bara það, að sjaldan var um hann spurt.“ Þetta getur hafa verið bending til gestanna um það að spyrja ekki fleiri spurninga, og eins til þess að minna húsbóndann á það, að vera ekki of opinskár við gestina, þótt hann hafi látið líta svo út, að þetta væri aðeins gömul staðreynd. En umræðum um þetta var hætt, og fólkið fór að ræða um golfleikinn, sem átti að eiga sér stað þennan eftirmiðdag. Frú Calladine ætlaði að aka með golfspilurunum og borða hádegisverð hjá kunningjakonu sinni, sem bjó nálægt íþrótta- svæðinu, og Mark og Cayley ætluðu að vera heima — vegna starfa sinna. Augsýnilega virt- ist bróðirinn nú verða eitt af „störfum" þeirra. En það þurfti ekki að eyðileggja ánægju golf- leiksins. Um sama leyti og Majórinn var að leika golf, og Mark og frændi hans voru við vinnu sína i Rauða húsinu, rétti snyrtilegur maður fram far- miða sinn á brautarstöðinni í Woodham og spurði um leið til þorpsins. Er hann hafði fengið leið- beiningu, skildi hann tösku sína eftir hjá braut- arverðinum og gekk rólega af stað. Hann kemur mikið við þessa sögu, svo það er bezt, að við kynnumst honum betur, áður en hann byrjar feril sinn. Við skulum fá hann til þess að nema staðar uppi á hæðinni og virða hann vel fyrir okkur. Það, sem við rekum augun fyrst í, er það, að hann er athugulli en við. 1 skarpleitu, nauð- rökuðu andlitinu voru grá augu, sem virtust taka vel eftir öllum, sem fyrir bar. Ókunn- ugum er þetta augnatillit oft óviðkunnanlegt í fyrstu, þar til þeir uppgötva, að hann er oft við- utan, að hann hefir, ef svo mætti að orði komast, augun á verði, á meðan hugsanir hans reikuðu í allt aðrar áttir. Það gera þetta margir, til dæmis, þegar þeir eru að tala við eina manneskju og reyna að hlusta á aðra, en augu þeirra koma alltaf upp um þá. Það gerðu augu Antonys aldrei. Hann hefir séð mikinn hluta heimsins með þess- um augum, þó aldrei sem sjómaður. Þegar hann, tuttugu og eins árs gamall, fekk yfirráð yfir arfi eftir móður sína, 400 pundum á ári, leit Gill- ingham gamli upp frá „Stockbruder’s Gazette" til þess að spyrja hann, hvað hann ætlaði að gera. „Sjá heiminn," sagði Antony. „Jæja, þú sendir mér þá línu frá Ameríku eða öðrum stöðum, sem þú verður staddur á.“ „Sjálfsagt,” sagði Antony. Gillingham gamli fór aftur að lesa blaðið sitt. Antony var yngsti sonurinn og föður sinurn ekki eins kær og yngsti sonur annara fjölskyldna; Ch&mpion Birket til dæmis. En þá var Champion Berket bezti Herford, bezta nautið, sem hann hafði nokkurn tíma alið upp. Antony hafði nú samt ekki ætlað sér að fara lengra en til London. Hugmynd hans um að sjá heiminn var ekki sú, að sjá lönd, heldur fólk; og sjá það frá eins mörgum hliðum og hægt var. Það er til allskonar fólk í London, ef maður kann að virða það fyrir sér, frá hinum ýmsu hliðum — frá sjónamiði einkaþjóns, fréttaritara dag- blaðs, veitingaþjóns og afgreiðslumanns i búð. Hann naut þessa, þar sem arfur hans gerði hann fjárhagslega sjálfstæðan. Hann gegndi aldrei lengi í einu sama starfinu, og sleit venjulega sam- bandinu með því að segja húsbónda sínum (þrátt fyrir allar hegðunarvenjur hjá þjónum og vinnu- veitendum) álit sitt á honum. Hann var aldrei í vandræðum með að finna nýja atvinnu. I stað meðmæla og reynslu, bauð hann persónuleika sinn og lipurð. Hann tók engin laun fyrsta mán- uðinn, en ef vinnuveitandinn var ánægður með hann — tvöföld laun næsta mánuð. Hann fékk alltaf tvöföld laun. Hann var nú þrjátíu ára. Hann kom til Wood- ham til þess að taka sér frí þar, vegna þess, að honum geðjaðist vel að stöðunni. Farmiði hans hljóðaði upp á lengra ferðalag, en hann hafði allt- af látið eftir sér það, sem honum datt i hug. Honum leizt vel á Woodham, hann hafði tösku sína hjá sér og peninga í vasa sínum. Hvers vegna ætti hann þá ekki að fara út. Veitingakonan í „The George“ varð mjög ánægð yfir því að fá hann og lofaði því, að maður sinn skyldi aka eftir farangri hans snemma um daginn. „Viljið þér ekki fá hádegisverð, herra?“ „Jú, en gerið yður ekki mikið ónæði út af því. Bara eitthvað kalt, ef þér eigið það.“ „Hvað segið þér um að fá nautakjöt?” sagði hún, eins og hún hefði margar kjöttegundir að velja úr og byði honum nú það bezta, sem hún ætti. „Það er ágætt. Og eina mörk af bjór með.“ Þegar hann var að ljúka máltíðinni, kom veit- ingamaðurinn inn til þess að spyrja um farangur- inn. Antony bað um aðra mörk af bjór og þeir voru brátt komnir í ákafar samræður. „Það hlýtur að vera gaman' að reka veitinga- hús svona uppi í sveit,” sagði hann og fannst tími til þess kominn, að hann færi að breyta um starf. „Ég veit nú ekki, hvort það er gaman. En við öflum okkur lifsviðurværis með þvi og heldur betur.“ „Þér ættuð að taka yður frí,“ sagði Antony og leit á hann hugsi. „Það er skrítið, að þér skuluð segja þetta,“ sagði veitingamaðurinn brosandi. „Það sagði þetta annar maður, frá Rauða húsinu, við mig í gær. Hann bauðst til þess að taka við af mér.“ Hann hló glaðlega. „Rauða húsinu ? Þó ekki Rauða húsinu í Stanton ?“ „Jú, það er rétt. Stanton er næsta stöð við Woodham. Rauða húsið, sem er í eign Mark Abletts, er um milu héðan.“ Antony tók bréf upp úr vasanum. Það var sent frá Rauða húsinu og undirskriftin var „Bill“. „Góði, gamli Bill,“ sagði hann við sjálfan sig. „Hann kemur sér áfram.“ Eiginkona Douglas Mac Arthurs. Frú Mac Arthur tók þátt i Gay Nepa hátíðahöldunum á Filipps- eyjum, nokkrum dögum áður en Japanir gerðu árásir sínar á þær. Hún fylgir manni sinum hvert sem hann fer. Æfingasprengikúlur eiga að ger-- ast raunveruiegar. Þessi stóra hrúga af æfingasprengikúlum hefir verið notuð til þess að þjálfa flugmenn Bandaríkjanna. Nú á að bræða þær upp, og smíða úr þeim virkilegar sprengi- kúlur, sem kastað verður niður í árásum á óvinina.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.