Vikan - 09.07.1942, Side 7
VIKAN, nr. 23, 1942
Lúðrasveit Reykjavíkur 20 ára
Viggó H. V. Jónsson
form. Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Auk þess, sem Lúðrasveitin hefir leikið í
Reykjavík og- nágrenni hefir hún farið þrjár
stórar hljómleikaferðir út um land, árin 1925,
1927 og 1939 og sþilaði þá víðsvegar. Um það
munu allir sammála, að Lúðrasveitin er ómiss-
andi í bæjarlífinu og því betra sem vegur henn-
ar og gengi er meira.
Talið frá vinstri. Fremri röð: Sigurður Þorgeirsson (Es-klarinett), Viggó H. V.^Jónsson (1. klari-
nett), Magnús Jósefsson (2. klarinett), Októ Þorgrímsson (1. klarinett), Árni Björnsson (2. flauta),
Oddgeir Hjartarson (1. flauta), Eggert Jóhannesson (1. cornet), Óskar Þorkelsson (1. tromba),
Albert Klahn (stjórnandi, baryton), Guðjón Þórðarson (2. tenorhorn), Bjarni Þóroddsson (1. tenor-
hom), Sveinbjörn Kr. Stefánsson (3. tenorhorn), Pétur Einarsson (3. tromba), Jón Bergsveinsson
(2. cornet). Aftari röð: Einar Jónsson (2. trombone, básúna), Jóhannes Eggertsson (1. básúna),
Eirikur Magnússon (1. fogott og bai-yton), Magnús Sigurjónsson (1. túba), Sigurður Hjörleifsson (2.
túba), Óskar Jónsson (1. waldhorn), Magnús Magnússon (2. waldhorn), Stefán Guðnason (stóra-
tromma), Lárus Jónsson (litla-tromma), Guðlaugur Magnússon (1. cornet), Björn Björnsson (1.
tromba), Hans Jónsson (2. tromba).
Reykvíkingum er verulega hlýtt til Lúðrasveit-
arinnar. Hún hefir svo oft skemmt þeim,
og raunar miklu fleiri iandsmönnum, með prýði-
legum leik — og látlausri framkomu, þvi þótt
hún geti haft hátt, þá er það á sviði listarinnar,
en ekki tilgerðar!
Tvær starfandi lúðrasveitir, Harpa og Gígja,
runnu saman 7. júlí 1922 í eina sveit, sem hlaut
heitið Lúðrasveit Reykjavíkur, en aðalhvatamað-
ur að stofnun beggja eldri sveitanna var Hall-
grímur Þorsteinsson söngkennai'i, góður og
gamalkunnur hljómlistarmaður. Fyrstu stjórnina
skipuðu: Gísli Guðmundsson bókbindari og söngv-
ari, formaður, Björn Jónsson kaupm., Karl O.
Runólfsson tónskáld, Óskar Jónsson prentari og
Pétur Helgason verzlunarmaður.
Fyrsti kennari sveitarinnar var Otto Böttscher,
þýzkur hornleikari, en Páll ísólfsson tónskáld tók
við 1. apríl 1924 og annaðist kennsluna í rúm
tólf ár, að undanskildum nokkrum tíma 1930, er
dr. Franz Mixa leysti Pál af hólmi. Albert Klahn,
þýzkur hornleikari tók við stjórninni 3. ágúst 1936
og hafði hana á hendi þangað til síðastliðið haust,
að hann lét af starfi sínu sökum heilsubrests, en
við tók Karl O. Runólfsson tónskáld. Ljúka for-
ustumenn sveitarinnar miklu lofsorði á Albert
Klahn, að öðrum stjórnendum ólöstuðum. —
Lúðrasveitin hefir ekki einungis sýnt atorku í
æfingum og íeik fyrir almenning. Meðlimir henn-
ar hafa verið dugmiklir á fleiri sviðum í sam-
bandi við starfsemina. Þeir komu upp hljóm-
skálanum við Tjörnina og studdu mjög að stofn-
un Tónlistarskólans, hins þarfasta fyrirtækis og
nú hafa þeir i hyggju að koma upp hljómleika-
palli (Pavillon), sem líklega verður í Hljómskála-
garðinum. Á síðastliðnu ári safnaði einn félag-
inn, Kjartan Guðmundsson inheimtumaður, nægi-
legum peningum, hjá útgerðarmönnum og félög-
um, til kaupa á nýrri hljóðfærasamstæðu, mjög
vandaðri.
Núverandi stjórn skipa: Viggó Jónsson, for-
maður, Oddgeir Hjartarson gjaldkeri, Magnús
Sigurjónsson ritari, Guðlaugur Magnússon og
Magnús Jósefsson meðstjórnendur.
Litlu bílarnir eru til margra
hluta nytsamlegir
Þau óteljandi hernaðartæki, sem framleidd
eru í Bandaríkjunum verða ekki til einskis eftir
ófriðinn, því að það er þegar farið að reyna,
að hvaða gagni þau megi koma, er friður kemst
á. Hér sjást nemendur við fjöllistaskóla í Ala-
bama vera að nota lítinn bíl — sem framleidd-
ir hafa verið í hernaðarlegum tilgangi — til
þess að draga sláttuvél, sem notuð er til þess
að slá rúg á tilraunabýli stjórnarinnar. Á bak-
sviðinu sést nútíma mjólkurbúshlaða, þar sem
stöðugt eru gerðar tilraunir til þess að bæta
landbúnaðaraðferðimar.
Það er álitið, að þessi litla bílategund eigi eftir
að verða almenningseign að stríðinu loknu.
i>au áttu að rífast.
Samkvæmt gamalli venju i Hollywood voru rithöf-
undurinn Louis Browne og fyrri kona hans saman í
samkvæmi og hlustuðu á tilkynninguna um skilnað
sinn, í útvarpinu. Daginn eftir hringdi Leopold Stokow-
sky, hljómsveitarstjóri, sem einnig var í samkvæminu,
til Louis til þess að striða honum.
„Mér finnst það hreint og beint ósæmandi af ykkur
að skemmta ykkur svona vel saman," skammaðist
Stokowsky. ,,Að minnsta kosti rifumst við, ég og konan
mín, þegar við skildum."