Vikan


Vikan - 09.07.1942, Qupperneq 11

Vikan - 09.07.1942, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 23, 1942 11 12 FRAM HAUDSSAGA ■ NnMMIMIMWtlM Leyndardómur hringsins ,,Já," hélt frú Farquhar áfram hlæjandi. ,,Það er svo eðlilegt, að maður álíti að ung stúlka, sem á von á miklum arfi, sé stolt og búist við hylli allra, svo ég forðaðist það að kynnast yður. En það getur komið fyrir bezta fólk, að því skjátlist, og ég er viss um, að þér fyrirgefið, þótt mér hafi orðið það á.“ ,,Þ>að er ekki vist, að yður hafi ekki skjátlazt," sagði Elsie brosandi og roðnaði um leið. ,,Frú Elliot getur sagt yður, að ég er ekki alltaf jafn elskuleg." „Ef til vill dálítið stolt eins og í gær. Ég gat séð, að þér voruð mér gramar, sennilega vegna þess, að sonur minn sagði, að ég myndi koma og heimsækja yður og ég kom ekki. Eg vil þó held- ur láta yður halda, að ég hafi verið ókurteis en að ég hafi verið alltof áköf í að kynnast yður.“ „Ég skil ýður ekki.“ „Ef til vill var það vegna þess, að sonur minn hrósaði yður mjög, ef til vill óttaðist móðir hans í fyrsta skipti, að hann kynni að taka aðra fram- yfir hana." „Hvers vegna segið þér þetta?“ spurði Elsie og var hálft í hvoru hreykin og móðguð. „Ef til vill til þess að reyna yður, barnið mitt, ef til vill til þess að sannfæra mig um, að þér séuð eins yfiriætislaus og Maud Hamilton segir. Hvað Harald viðvíkur, þá er hann ekki að hugsa um að kvænast, en ber kurteisa virðingu fyrir kyni okkar, og hann er sá bezti bróðir og sonur, sem hægt er að hugsa sér.“ Elsie brosti og svaraði: „Þér megið ekki gleyma þvi, að ég hefi aðeins séð son yðar i nokkrar mínútur.“ „Og þér gátuð því ekki komizt að því, hvort hann er verður virðingar yðar eða ekki,“ sagði frú Farquhar glaðlega. „Það gleður mig, að þér skulið vera svona hreinskilnar, þvi það get ég líka verið. — En það var líka önnur ástæða fyrir mig til þess að forðast yður. Ég — við .... erum fátæk .... það er að segja eftir láta manns míns, minnkuðu tekjur okkar svo, að við neyð- umst til þess að spara. En við erum ekki ein- ungis fátæk, heldur erum við lika stolt. Þegar Harald fullvissaði yður ákaft um, að ég myndi heimsækja yður, gleymdi hann því, að dómur heimsins er harður, en móðir hans gleymdi þvi ekki, og vegna sónarins vildi hún vera varkár. Nú vitið þér ástæðuna fyrir því, að ég kom ekki." „Hélduð þér, að ég myndi álíta nokkuð annað en kurteisi ástæðuna fyrir því, að þér kæmuð til mín?“ spurði Elsie fjörlega. „En það er ekki einungis kurteisi. Við höfum öll heyrt mikið um yður getið, og okkur geðjast vel að yður, svo við verðum annað hvort að vera alveg ókunnug eða þá vinir." „Mér þætti leiðinlegt, ef við sæjumst ekki aftur," sagði Elsie, sem var glöð yfir þvi, hve frú Farquhar var innileg. „Það er gott. Þá skiljum við hvor aðra.“ Og hún hallaöi sér áfram og kyssti ungu stúlkuna á ennið. Nú fór hún að tala við Elsie um stöðu hennar og komst að því, að hún var mjög einmana með frú Elliot og hinni tryggu Margaret og að Sey- mour höfuðsmaður hefði látið hana hafa fjárráða- mann, sem hún var ekki mjög hrifin af. Loks fór hún svo, er hún hafði boðið Elsie að vera gestur á heimili sínu í nokkrar vikur ásamt Maud Forsaea Z Kona kemur til Grahams ® ' Mortimer læknis og stel- ur eiturflösku og kemst undan. Dýrmætur hringur, sem konan hefir á hendi sér, vekur grun læknisins um, að þrátt fyrir fátæklegan klæðnað, hafi þetta verið hefð- arkvendi, sem ætlaði að láta illt af sér leiða. Læknirinn er mjög áhyggjufullur út af hvarfi eiturflöskunnar. Hann hittir Sey- mour höfuðsmann, stjúpföður Elsie Drum- mond, bemskuvinkonu Grahams. Seymour trúir honum fyrir áhyggjum sínum. Stuttu seinna fær Graham bréf frá Seymour, sem segir, að dóttur sína langi til að sjá hann. Hann verður við beiðni hennar og hittir þar Margaret Strickley, hjúkrunarkonu Elsie. Hjá Elsie sér hann samskonar hring og hin dularfulla kona hafði verið með. Næst er hann kemur í heimsókn til Elsie, kemst hann yfir glas, sem hefir að geyma nokkra dropa af samskonar eitri og þvi, sem stolið hafði verið frá honum. Ung leikkona biður Harald Farquhar að koma sér á framfæri við Fielding leikhússtjóra. Systir Farquhar fær bréf frá vinlconu sinni, er segir henni að Elsie Drummond liggi fyrir dauðanum. Er Ellen Stewart, herbergisþerna systranna, heyrir það, fellur hún í yfirlið. Seymour höfuðsmaður er á förum til Indlands, ag Graham er órólegur mjög út af uppgötvun sinni. Elsie giftist Graham til þess að bjarga mannorði stjúpföður síns. Graham skiptir á laun um lyf hjá Elsie. Henni smá- batnar. Margaret kemur að honum, er hann er að hafa skipti á meðalaglösunum, og heldur hún, að hann sé að gefa Elisie eitur. Hann verður að segja henni eins og er og við það sefast hún. Er Elsie tekur að batna, verður hún hugsjúk út af þvi að hafa gifzt Graham, en hann fullvissar hana um það, að hjónaband þeirra sé aðeins til mála-' mynda og að sjálfsagt sé að slíta því, þegar hún verði myndug. Farquhar heimsækir skjólstæðing sinn, Marie leikkonu; hann vill að hún verði ástmey sín, en hún vill ekki heyra það nefnt. Hann spyr hana um Elsie Drummond, sem hún hefir kynnzt af til- viljun. Margaret, sem er vel við Graham, fer að heimsækja hann, og ber síðan blak af honum við Elsie, en hún reiðist Margaret. Marie leikkona vinnur mikinn sigur og Farquhar vill fá hana til að fara út að skemmta sér með Hartfield greifa, en hún neitar. Farquhar kynnist Elsie af tilviljun og biður móður sína um að heimsækja hana. Hamilton og fullvissað hana um, að hún myndi gera Beatrice mikinn greiða með því að koma. Að lokum sagði hún, að það myndi nú ekki vera mjög skemmtilegt hjá þeim á meðan Harald væri í burtu, en þær myndu allar gera sitt bezta til þess, að hún kynni vel við sig. Þegar hún fór, hafði Elsie lofað þvi að koma og vera í það minnsta nokkra daga hjá þeim. Þegar hún nú fór að hugsa um hina skemmtilegu sambúð móðurinnar og dætranna, gat hún ekki lengur leynt þvi fyrir sjálfri sér, að hún var ein- mana og að jafnvel fullt frelsi gat haft sinar skuggahliðar. Það var eins og frú Farquhar grunaði, að Elsie fór að þrá æskugleði og félagsskap jafnaldra sinna, og henni leiddist í þessu stóra húsi, þar sem hún hafði engan til þess að skemmta sér með. Frú Elliot varð mjög ánægð með það frí, sem hún fékk og ákvað að nota það til þess að heim- sækja nokkra kunningja sína, en Margaret varð mjög hneyksluð, er Elsie talaði um að fara í heimsókn til frú Farquhar. „Þessi kunningsskapur hefir komizt skyndi- lega á laggirnar. Ég hefi aldrei heyrt þessa frú Farquhar nefnda." „Það getur verið, en ég hefi þekkt dætur henn- ar lengi gegnum eina skólasystur mína.“ „Hvað skyldi Mortimer læknir segja við þess- ari sögu,“ sagði Margaret. „Hvaða sögu?“ sagði Elsie áköf. Elsie blóðroðnaði af reiði. Hvers vegna þurfti Margaret alltaf að benda henni á það, að hún átti að fara að óskum Mortimers læknis? „Er það skoðun þín,“ spurði Elsie gremjulega, „að ég geti ekki þegið heimboð, án þess að biðja Mortimer lækni leyfis?“ „Þér megið ekki reiðast mér vegna þessarar spurningar, ungfrú Elsie. Ég hefi sjálf aldrei verið gift og þakka guði fyrir það. Það getur ekki verið gaman að vera gift manni, sem vill skipa fyrir og ráða öllu, og ’móðir grenjandi barna- hóps, en þegar maður hefir einu sinni lofað því, „að elska manninn sinn og vera honum hlýðin", þá á maður í það minnsta að halda seinni partinn, þó maður geti ekki haldið þann fyrri.“ „Mortimer læknir er búinn að lofa þvi, að við skulum skilja, hvers vegna ertu þá alltaf að kvelja mig með þvi að minna mig á hann? Finnst þér kannske gaman að ergja mig?“ Og stúlkan gekk út að glugganum og grét sáran yfir oki því, er hún hafði sjálf lagt á herðar sér. Hvað Margaret snertir, þá hefði hún sennilega iðrast orða sinna, er hún sá, hvaða áhrif þau höfðu á Elsie, ef hún hefði ekki enn kvalizt af óttanum um það, að líf Elsie væri í hættu. Margaret vissi, að hún gat haft auga með henni á meðan hún væri heima, en ef hún færi til ókunnugra, var öðru máli að gegna. „Það er ekki ætlun mín að gera yður neitt illt,“ sagði hún og fór á eftir Elsie, „en þér eruð ekki hraustar og læknarnir sögðu greinilega, að þér ættuð að fara varlega og hafa sérstakt mataræði. Og ef eldhússtúlka móðgast af því, að ég gæti í pottana, hvemig á ég þá að hjálpa yður?“ „Ef ekkert annað er að,“ sagði Elsie, sem gat ekki annað en brosað gegnum tárin, ,,þá lofa ég þér því, að ég skal segja frú Farquhar, að þú álítir mig ennþá veika og verðir þess vegna að fá að fylgjast með þvi, sem ég et og drekk." „Þakka yður fyrir, ungfrú Elsie,“ sagði Mar- garet. Henni létti meir við þetta loforð en Elsie grun- aði. „En Mortimer læknir?" spurði hann. „Læknirinn aftur!" sagði Elsie, „þú færð mig til þess að hata þetta nafn.“ „Ég minnist aðeins á læknirinn vegna þess, að höfuðsmaðurinn gerði hann ábyrgan fyrir öllu því, er snerti yður. Að því er ég veit bezt, eru fjár- ráðamenn alltaf spurðir ráða.“ „Jæja, Margaret, þú skalt fá vilja þínum fram- fylgt í þetta skipti," sagði Elsie, sem komst við vegna umhyggju Margaretar. „Ég skal láta Mor- timer læknir vita, að ég ætli að fara til frú Farqu- har, en þótt hann hafi eitthvað á móti því, þá ætla ég ekki að lofa að fara eftir því, sem hann segir.“ Hún settist strax við skrifborðið og skrifaði honum á smámiða og sagði honum fyrirætlanir sínar. Þegar hún var búinn að skrifa miðann, fannst henni hann vera ef til vill dálítið of hátiðlegur, en það var ekki henni að kenna, að henni þótti ekki nógu vænt um hann til þess að verða eigin- kona hans áfram, en þrátt'fyrir allt hafði hann komið svo heiðarlega fram, að hann verðskuldaði þakklæti hennar. Hún vildi samt ekki skrifa vin-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.