Vikan


Vikan - 03.09.1942, Page 4

Vikan - 03.09.1942, Page 4
4 VIKAN, nr. 31, 1942 Iæikariwii. Heitasta ósk hans hafdi alltaf verid ad leika „Hamlet'* en hann var ordinn hrœddur um ad sú ósk mundi bregdast. Ad siðustu rœttist hún samt, þótt ■ annarri mynd en hann hafdi búizt viö. HARRY LEWIS sat í hinni viðkunn- anlegu skrifstofu sinni og taldi doll- , araseðla fram á borðið. Hann var í alvarlegum hugleiðingum. Allt í einu var barið að dyrum. „Kom inn,“ sagði hann. Hafði honum misheyrzt? Því að enginn kom inn. Aftur var barið. „Kom inn!“ kallaði leikhússtjórinn. Loks opnuðust dyrnar. Inn kom ungur, horaður maður. Hann var í dökkum, snjáð- um fötum, með hvítan, háan flibba og mikið, svart hár. Andlit hans var langt, kinnfiskasogið og alvarlegt. Nefið fram- mjótt og frekar illa lagað, augun lítil, dökk og gáfuleg og augabrýrnar yfir þeim voru helzt til of hátt uppi á enninu. Það var eins og hann fyndi alltaf einhverja vonda lykt, eftir svipnum að dæma. „Þér óskið?“ sagði leikhússtjórinn, án þess að líta upp. „Eg heiti William Brown og hefi verið að læra meðferð sorgarleikja. Ég er hér með bréf til yðar frá hr. Ralph Connor .. .“ Forstjórinn tók við bréfinu og las það fljótlega yfir. „Nú, þér viljið komast í atvinnu við leik- hús mitt? Hvað kunnið þér?“ „Ég hefi staðizt próf frá leikskóla, með góðri einkunn. Hér eru meðmæli mín .. „Þarf ekki, ungi maður, þarf ekki, að- eins að raunhæfnin tali sínu máli.“ „Skiljanlega, en ég hefi heyrt, að þér hafið í hyggju að senda leikflokk, sem leika k „Hamlet“ til smáþorpanna. „Hamlet“ er mitt uppáhalds hlutverk." Forstjórinn hló. „Þér eruð stórhuga. Nei, við skulum byrja á byrjuninni, komið aftur á morgun, og ég skal sjá hvort ég hefi nokkuð handa yður, sælir.“ Forstjórinn fór aftur að telja pening- ana. Ungi maðurinn þakkaði fyrir hinar vin- gjarnlegu móttökur og flýtti sér heim. Heima beið kærasta hans — lítil, lagleg stúlka með blá ljómandi augu — hún hét Elsie, lifði nægjusömu lífi og bjó með móður sinni í fátækrahverfi New York- borgar. „Elsie,“ sagði William, „ég hefi von um atvinnu hjá Harry Lewis!“ „Sem Hamlet?“ spurði hún. „Nei, í einhverju öðru hlutverki, það er ekki ákveðið, hvað það verður. Ég á að koma aftur á morgun.“ Næsta dag, fyrir hádegi, kom hann aft- ur til Elsie, daufur í dálkinn. „Færðu ekki atvinnuna?“ „Jú, en ég á ekki að leika í sorgarhlut- verki, heldur nýtízku skopleik, sem heitir „Reiði Wright“. Ég á að leika hotelþjón, sem steinþegir allt kvöldið og hleypur og snýst kringum gestina, og er að síðustu sparkað niður stiga. Það er ódrengilegt, reglulega fólskulegt!“ „Og hvað færðu svo mikið fyrir þetta?“ spurði Elsie. „Tíu dollara á viku!“ andvarpaði Wil- liam. „Aðeins tíu dollara,“ sagði Elsie von- svikin. „Það er ekki mikið.“ „Þegar manni er sparkað niður stiga, á maður ekki skilið að fá meira, varla nokk- uð,“ skaut móðir Elsie glettnislega inn í. „Og hvað skyldu svo vinir mínir segja, þegar þeir sjá mig í slíku hlutverki? Mig, sem þeir vænta svo mikils af. Þeir voru allir vissir um að ég mundi verða afbragðs „Hamlet“-leikari. “ „Það liggur við, að ég geti grátið,“ sagði Elsie vonlaus. „Ég var farin að láta mig dreyma dagdrauma í sambandi við Ieiklist þína. Ég var farin að hugsa mér lofið til þín. Og ég heyrði lófaklappið, þegar þú varst kallaður fram á leiksviðið aftur. Ég sá í huganum stóra blómavendi, sem kost- að var til þín . . .“ ...og við sjálf hefðum borgað,“ skaut William inn í. „Ég yrði svo upp með mér af þér, þar sem ég sæti í rauðu silkidragtinni minni, MmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiniiiiiiittiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiuiMiiiiiiiimiiiiiMafiiMiin I Vitið þér það? = 1. Hvaða frægur flautuleikari og tón- 1 skáld var viS hirð Friðriks mikla ? = 2. Hvenær var Njálsbrenna? | 3. Hver er „Polyhymnia" ? í 4. Hver var fyrsta germanska bibilían, = og með hvaða letri var hún skráð ? § 5. Hvenær taka karlmennimir ofan í leik- = húsum í Frakklandi? = 6. Hve há er Hekla? | 7. Hvað er „Pantschatantra" ? = = 8. Hvar eru frægustu tenniskappleikirnir i háðir ? | 9. Hvaða stjama var áður álitin vera i tvær stjömur? | 10. Hvað heita rauðu húfurnar, sem em I notaðar í Austurlöndum í staðinn fyrir i túrbána. | Sjá svör á bls. 14. rmmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimimmimiiiiimimimmiiii í einni stúkunni — og þér mundi Iíka það svo vel, hve ánægð ég væri. Svo mundi ég Iíta í kringum mig, óumræðilega hamingju- söm, eins og hver manneskja í salnum gæti séð að ég væri unnusta þín. Og svo ætlaði ég að kasta litlum, óbrotn- um f jóluvendi niður á sviðið til þín og þú tækir hann og kysstir hann og hneigðir þig fyrir mér — og allir áhorfendurnir mundu líta til mín og hugsa: „Þetta hlýt- ur að vera kærasta hans — en hvað hún á gott.“ En í hlutverki því, sem þú nú tekur að þér, verður þér sparkað niður stiga — guð minn góður, hvílík vonbrigði. Um.allt þetta hefi ég látið mig dreyma — en á einu andartaki hrynja allar þær skýjaborgir — aldrei fá sumra draumar að rætast.“ Veshngs Elsie gat ekki varist gráti, en William stóð álengdar og klóraði sér bak við eyrað eins og Iítill óþekkur strákur. „Ef það væru ekki þessi laun, sem hækka með tímanum, þá mundi ég henda þessu leiðindahlutverki í hausinn á Harry Lew- is,“ sagði veslings William sorgbitinn. „Ef ég tek ekki þetta hlutverk að mér, kem- ur ekki til mála að ég fái nokkurn tíma atvinnu hjá honum. Þetta er þess vegna eina tækifærið.“ William fór á hverjum degi til æfinga — og virtist mjög áhugasamur — loks kom hinn stóri dagur. Stuttu eftir hádegi kom hann til Elsie og fékk henni aðgöngumiða að stúku, og þótt einkennilegt megi virðast, var hann alveg rólegur fyrir því, sem koma átti. „Ertu ekkert taugaóstyrkur ?“ spurði Elsie. „Ég er sjálf svo hræðilega óróleg.“ „Hvers vegna ætti ég að vera það, ekki er hlutverkið þannig, að maður þurfi að vera með æsing út af því,“ sagði William rólega. „Þú hefir rétt fyrir þér, ég mundi líka vera róleg, ef ég væri ekki svona ástfang- inn af þér — ég vildi helzt ekki þurfa að fara og ég skammast mín fyrir að þurfa að viðurkenna það. En þrátt fyrir það skal ég fara á leiksýninguna." Móðir Elsie vildi alls ekki fara til leik- hússins, hún sagðist vera of gömul — hún lifði fábrotnu lífi og hugsaði um lítið ann- að en það hversdagslega. Þegar leiksýningin byrjaði, var Elsie sezt í stúkuna, með leikskrána í skauti sér. Hún var í rauðri silkidragt, með hvíta hanzka. I hugaræsingnum handlék hún ljósan ullartauklút, og hún var ofurlítið rjóðari en hún átti að sér. Hvað eftir annað fór hún yfir leikenda- skrána — síðasta hlutverkið var: „Þjónn — leikinn af William Brown.“ Hljómsveitin byrjaði að leika, klukkan hringdi, tjaldið var dregið frá og ljósin slökkt. * „Góði guð, láttu hamingjuna leika við William,” bað Elsie. Leikurinn hófst. Hann virtist mjög barnalegur og ekkert sérstakt við hann. Framhalci 4 bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.