Vikan


Vikan - 03.09.1942, Qupperneq 6

Vikan - 03.09.1942, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 31, 1942 þekkti Mark, vissi hann, að þetta og hitt hlyti að hafa komið fyrir, og hann brosti með sjálfum sér. Bill var alveg ágætur — betri en hundrað Watsonar. Er hann nálgaðist seinna hornið, hægði hann á sér, og skreið það, sem eftir var, á hönd- um og fótum. Síðan gægðist hann varlega fyrir hornið. Skýlið var tvo til þrjá metra fiá honum á vinstri hönd, hinum megin við skurðinn. Þar, sem hann lá, gat hann séð alveg inn í það. Allt virt- ist vera eins og þegar þeir yfirgáfu það. Kúlu- kassarnir, sláttuvélin, valtarinn, opni kroket- áhaldakassinn, og — „Hver þremillinn,“ sagði Antony við sjálfan sig, „þetta er sniðugt." Hinn áhaldakassinn var lika opinn. Bill snéri sér nú við, það varð erfiðara að greina rödd hans. „Þú skilur, við hvað ég á,“ sagði hann. „Ef Cayley -—.“ Og upp úr öðrum kassanum gægðist höfuð Cayleys. Antony langaði til þess að hrópa af fögnuði. Eitt augnablik starði hann sem heillaður á þessa nýju tegund króketkúlna, sem komið hafði upp úr kassanum, en fór svo að skríða til baka. Það var ekkert með því fengið að vera þarna lengur, og nú leit líka út fyrir að Bill væri að gefast upp á því að tala við sjálfan sig. Antony skundaði eftir skurðinum eins hratt og hann gat og settist fyrir aftan bekkinn. Svo stóð hann á fætur, geispaði og teygði úr sér og sagði kæru- leysislega: „Jæja, vertu nú ekki aö hafa áhyggj- ur út af þessu, Bill. Ég býst við að þú hafir á réttu að standa. Þú þekkir Mark, en ég ekki, og sá er munurinn. Eigum við að leika einn leik, eða eigum við að fara að hátta?“ Bill leit á hann til þess að sjá, hverju hann ætti að svara og sagði svo: „Við skulum leika einn leik, eigum við það ekki?“ „Jú, við skulum gera það,“ sagði Antony. En Bill var alltof æstur til þess að taka leik- inn hátíðlega. Antony virtist aftur á móti ekki hugsa um annað en kúlurnar. Hann lék með mikilli gætni í tíu mínútur, en sagði svo, að nú færi hann að sofa. Bill horfði kvíðafullur á hann. „Nú er allt í lagi,“ sagði Antony hlæjandi. „Þú mátt tala, ef þú vilt. En við skulum bara láta kúlurnar inn fyrst.“ Þeir gengu að skýlinu, og á meðan Bill var að láta kúlurnar á sinn stað, reyndi Antony að opna lokaða áhaldakassann. En hann var lokaður, eins og hann hafði búizt við. „Jæja þá,“ sagði Bill, er þeir gengu í áttina til hússins. „Ég er alveg að springa af forvitni. Hver var þetta?“ „Cayley.“ „Hvert í logandi —! Hvar?" „1 öðrum kroket-áhaldakassanum." „Vertu ekki að þessari vitleysu." „Það er alveg satt, Bill.“ Hann sagði honum, hvað hann hefði séð. „En eigum við þá ekki að fara og athuga það?“ spurði Bill vonsvikinn. „Ég vil endilega rannsaka þetta, en þú?“ „Við gerum það á morgun. Við verðum að sjá Cayley koma þessa leið. Auk þess vil ég komast inn um hinn endann, ef ég get. Ég efast um, að við komumst inn þessa leið, án þess að það komist upp um okkur. —Sérðu, þarna kemur Cayley." Þeir sáu hann koma eftir veginum í áttina til þeirra. Er þeir voru komnir nær honum, veifuðu þeir til hans og hann veifaði á móti. „Ég var sízt að skilja í því, hvar þið væruð," sagði hann, er hann kom til þeirra. „Mér datt helzt í hug, að þið væruð hérna. Eruð þið nú að fara að sofa?“ „Já,“ sagði Antony. „Við vorum að leika á vellinum," bætti Bill við, „leika og tala saman. Þetta er dásamlegt kvöld.“ Hann lét Antony um samræðurnar, það sem eftir var leiðarinnar heim að húsinu. Hann þurfti að hugsa. Það virtist ekki leika neinn vafi á því, að Cayley var þorpari. Bill hafði aldrei kynnzt þorpara áður. Þetta virtist ódrengilegt af Cayley, hann notaði sér vini sína á svívirði- legan hátt. En hve það var mikið af einkenni- legu fólki í heiminum — einkennilegu fólki með leyndarmál. Tökum Tony til dæmis, hann hafði fyrst hitt hann í tóbaksverzlun. Allir mundu hafa haldið, að hann væri aðstoðarmaður tóbakssala. Og Cayley. Allir mundu hafa haldið, að Cayley væri bara venjulegur maður. Og Mark. Nei, maður gat aldrei verið viss um neinn mann. En það var allt öðru máli að gegna með Robert. Það höfðu allir sagt, að Robert væri skuggalegur náungi .... En hvað kom ungfrú Norris þessu máli við? Hvað kom ungfrú Norris þessu við ? Það var einmitt sú spurning, sem Antony hafði lagt fyrir sjálfan sig þennan eftirmiðdag, og nú þottist hann hafa fundið lausnina. Þegar hann lá í rúmi sínu um kvöldið, hugsaði hann um þetta út frá þeim atburðum, er skeð höfðu þá um kvöldið. Auðvitað var það skiljanlegt, að Cayley vildi losna við gesti sína -sem allra fyrst, er morðið vildi til. Hánn vildi það bæði þeirra vegna og svo vegna sjálfs síns. En hann hafði verið of fljótur til að stinga upp á því og sjá um að þeirri uppastungu væri komið í framkvæmd. Hann hefði getað látið þau sjálf um það, hvort þau vildu fara eða vera kyrr. En þau höfðu ekki fengið neitt tækifæri til þess, og ungfrú Norris, sem hafði stungið upp á því, að hún tæki lest seinna um daginn, til þess að hún mætti fá að vera viðstödd yfirheyrsluna, hafið vinsamlega, en ákveðið, verði beðin um að fara með sömu lest og hitt fólkið. Antony hafði fund- izt, að Cayley ætti að vera alveg sama um það, þótt hún væri þar dálítið lengur, þótt þetta at- vik hefði komið fyrir. En honum var það ekki; svo Antony komst á þá skoðun, að það skipti Cayley miklu máli, að hún færi. Hvers vegna? Það var ekki gott að svara þeirri spurningu. En sú staðreynd, að þetta væri svo, hafði vakið áhuga Antony á ungfrú Norris, og þess vegna hafði hann hlustað svo ákafur á frásögn Bill ura dulklæðnað hennar. Hann langaði til þess að fá að vita meir um ungfrú Norris og afstöðu hennar til hins fólksins. Og nú hafði hann af einskærri tilviljun fengið svar við þessari spurn- ingu sinnl. Ungfrú Norris varð að fara vegna þess, að hún vissi um leynigöngin. Leynigöngin stóðu þá einhvernveginn í sam-, bandi við dauða Roberts. Ungfrú Norris hafði notað þau, til þess að geta komið fólkinu á óvænt, er hún lék drauginn. Ef til vill hafði hún sjálf uppgötvað þau, ef til vill hafði Mark einhvern timá sagt henni frá þeim, og hefir honum þá ekki dottið í hug, að hún mundi nota sér þau síðar; einnig gat það verið, að Cayley hafi vís- að henni á það, hvernig hún gæti gert komu sina á flötina dularfulla og yfirnáttúrlega. Hvernig sem það nú var, þá vissi hún um leynigöngin, og varð því að fara í skyndi. , Hvers vegna? Vegna þess, að ef hún dveldi þarna lengur, gat verið, að hún nefndi þau í ógáti. Og Cayley vildi ekki láta minnast á þau. En hvers vegna ekki? Greinilega vegna þess að leynigöngin gætu gefið einhvern lykil að ráð- gátunni. „Skyldi Mark felast þarna," hugsaði Antony, og fór svo að sofa. X. KAFLI. Gillingham fer með fjarstæðu. Antony kom í mjög góðu skapi niður til morg- unverðar daginn eftir, og var þá Cayley kominn á undan honum. Cayley leit upp úr bréfum sín- um og kinkaði kolli til hans. „Hafið þér heyrt nokkuð um herra Ablett — um Mark?“ spurði Antony um leið og hann helti kaffi í bolla sinn. „Nei. Birch ætlar að slæða í vatninu í dag." „Nú. Er vatn hérna?" Það brá fyrir brosi á andliti Cayley, en það hvarf samstundis. „Það er eiginlega smápollur," sagði hann, „en við köllum það alltaf „vatnið“.“ „Mark gerir það,“ hugsaði Antony. Upphátt sagði hann: „Hvað búast þeir við að finna þar?“ Arás Þjóðverja á Bath. Mynd þessi sýnir sjálfboðaliða leita að slösuðu fólki í rústum byggingar einnar í Bath í Englandi. Borgin varð fyrir grimmilegum árásum Þjóðverja í hefndarskyni fyrir árás- ir Breta á þeirra borgir. Bath var bækistöð flóttamanna úr öðrum héruðum landsins.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.