Vikan


Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 8

Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 31, 1942 Gissur lætur byggja hús. Rasmína: Plýttu þér nú að komast inn í bílinn. Aldrei hefi ég verið eins fegin að losna úr neinu húsi og þessu. Það er eins og versta martröð. Bílstjórinn: Yður hefir aldrei geðjast að því, er það, frú? Gissur: Ég vil aldrei sjá það aftur. Þjónninn: Húsið er allt vitlaust byggt. Gissur: Við getum ekki alltaf búið á þessu gistihúsi. Hvert eigum við að flytja næst. Ég býst við, að þú viljir helzt flytja í þitt eigið hús. Rasmína: Já, þess vegna er ég nú að skoða þessar húsateikningar. Við skulum láta byggja hús á lóðinni, sem við eigum í Sæludal. Ég ætla að ná i fræga húsameistarann, herra Moldkofa. Hann teiknar svo dásam- lega hús. Rasmína: Jæja, herra Moldkofi, ég ætla alveg að láta yður um að byggja húsið. Ég vil láta það koma mér á óvænt. Gissur: Eins og konan mín segir, þá ætlum við ekki einu sinni að koma og líta á það, fyrr en það er alveg tilbúið. Herra Moldkofi: Látið mig um það. Ég er viss um, að ég get byggt hús, sem yður mun líka vel. Ég sé alveg á yður, £rú, hvemig það á að vera. Teiknarinn: Ég er að teikna hundahús, sem frú FjaUaköttur er að láta smíða hana manni sínum' Herra Moldkofi: Leggðu það til hliðar og athugaðu hvaða teikningar við eigum af sveitabústað. Húsameistarinn: Við eigum heilmargar teikningar, sem enginn vill lita rið. Herra Moldkofi: Þetta eru einmitt teikningar, sem við eiga. Hvar fannstu þær? Húsameistari: Þetta eru gamlar teikningar að húsi einhversstaðar uppi í sveit; ég veit ekkert hver byggði það. Húsateiknari: Ég er viss um að Rasmínu líkar þetta vel. Yfirsmiðurinn: Við byrjum strax að byggja, kallið í mennina. Verkstjórinn: Við verðum ekki lengi að klambra þessu saman. Hr. Moldkofi: Já, frú Rasmína, við erum búnir að byggja húsið á landareign yðar. Það er dásam- legt. Þér getið flutt inn strax, það er alveg tilbúið. Þér ættuð svo að hringja til mín og segja mér hvemig yður líkar það. Rasmína: Jæja, ertu nú að koma til þess að sjá nýja húsið okkar. Ég er svo full eftirvæntingar. Hugsaðu þér bara. Þeir luku við það á sex vikum. Gissur: Ég vona, að okkur Iíki það vel. • Rasmína: Guð minn góður! Það er alveg eins og húsið, sem við fluttum úr. Gissur: Ef þetta væri ekki nýtt, þá myndi ég sverja, að þetta væri sama húsið. Þetta er laglegt ástand. Bílstjórinn: Það eins, sem er öðruvísi hér, er grasflöturinn og tréð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.