Vikan


Vikan - 03.09.1942, Qupperneq 10

Vikan - 03.09.1942, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 31, 1942 rimii in, b IIIII L I U iursift bei'ja og tómafa. Niðursoðinn bláber. 750 gr. bláber, 400 gr. sykur, % teskeið atmonduft. Berin eru hreinsuð og sett yfir eld ásamt sykrinum, suðan látin koma upp, en froðan veidd af. Er þetta hefir soðið í kortér, eru berin tekin upp úr og látin í krukkur, en safinn soðinn áfram í 10—15 mínútur. Pott- urinn tekinn af eldinum, atamonið leyst upp og látið út í, síðan er saf- anum hellt yfir berin. Niðursoðin ribsber. 500 gr. ribsber, 375 gr. sykur, IVí 1. vatn, % teskeið atamon. Sykur og vatn er soðið saman, froðan, er myndast ofan á, er tekin af, potturinn tekinn af eldinum. Ribs- berin, sem búið er að hreinsa og skola vandlega, eru látin út í og látið standa í 15 mínútur, síðan soðið í 10 mínútur. Þegar búið er að taka pott- inn af eldinum, er atamonið, sem búið er að hræra, sett út í. Bundið er yfir krukkumar með glærum „cello- phan“-pappír. Grænir tómatar með kanil og negul. 500 gr. grænir tómatar, 500 gr, sykur, % dl. edik, % teskeið atamonduft, % stöng kanil, 3 negulnaglar. Tómatamir em soðnir meyrir í edikvatni (edik og vatni blandað til helminga), síðan er húðin tekin af þeim. Soðinn er lögur úr sykri, ediki og kryddinu, og tómatamir látnir út í, froðan veidd ofan af. Tómatarnir soðnir í 3—4 mínútur, síðan látnir í skál og geymdir yfir nótt; svo er öllu hellt í pott og soðið að nýju. Tómatarnir látnir í krukkur, sem bú- ið er að skola úr atamonvatni, en safinn soðinn þar til hann er jafn. Potturinn tekinn af eldinum, upp- leyst atamon hrært út í og safanum hellt yfir tómatana. Þegar þér kaupið yður skó, hanzka, veski og hatt til þess að hafa við kápu yðar og dragt, þá skuluð þér gæta þess að hafa það í samræmi hvort við annað. iiiimiiiiiiiiiMimiiimiiimiMiiiiiimiiiir Safnið forða — sjooio niour. Höfum allt sem þér þurfið til niðursuðunnar, svo sem: Niðursuðuglös, Sultuglös, Vanilletöflur, Púðursykur, Kandís, Betamon, Benzosúrt natron, Korktappa, allar stærðir, Cellophan pappír, Flöskulakk, Vínsýru, Pectinal. Er barn yðar Eftir EDITH M. „Jæja, sonur sæll, hvað hefir vú verið að gera í dag?“ spurði faðir fjögurra ára gamlan son sinn. „Ég var að skjóta tígrisdýr,“ svaraði litli snáðinn, sem kom þjótandi inn í stof- una, rjóður í kinnum og með ljóm- andi augu. Faðirinn leggur frá sér blað sitt og lítur reiðilega á son sinn. „Þama segir þú aftur ósatt. Þú hefir aldrei séð tígrisdýr og veizt það . ... “ Er hann talaði, varð drengurinn stúrinn á svipinn. Hann var'ð enn ákveðnari en áður í því, að hann hefði verið -að skjóta tígrisdýr. Að lokum varð hann grátandi að játa, að hann hefði bara verið að leika það, að hann væri að skjóta tígrisdýr. Ég get heyrt sum ykkar segja: „Þetta er hreinasta fjarstæða. Auð- vitað var drengurinn ekki að segja ósatt." Aðrir kunna að segja: „Drengurinn minn segir samskonar sögur, og ég get ekki fengið hann til þess að segja frá hlutunum eins og þeir eru í raun og veru." Eða: „Ég vildi, að sonur minn hefði svona mik- ið hugmyndaflug." Eða: „Ég skil ekki, hvers vegna börn segja þess háttar sögur." Það er erfitt fyrir lítil börn að greina á milli þess, sem er raunvera- legt, og hins, sem er óraunyerulegt. Hvort bamið heldur áfram að segja þessar sögur, þegar það eldist, eða ekki, er undir þvi fólki komið, sem armast það. Það er skylda þess, að segja barninu, hvenær það á að beita ímyndunaraflinu og hvenær ekki. Við gerum margt til þess að hvetja börnin til að beita .ímyndunarafli sínu. Það eru skrifaðar sögur eins og „Litli, svarti Sambo" og „Bimimir þrír". Þær era svo eðlilegar, að böm- in skjálfa af hræðslu, þegar þau sjá bjöminn nálgast Sambo litla. Og þau heyra bjarnarpabba rymja: „Hver hefir borðað grautinn minn?" Við gefum bömunum einnig leik- föng, sem hvetja þau til að látast vera þetta og hitt. Bílar, tréklossar og brúður gera sitt til þess að láta Húsráð. Munið að fara vel með mat þann, er þér kaupið. Rófur, næpur, gulræt- ur og kartöflur skal geyma í góðum kössum á loftgóðum, köldum og þurram stað. Þér skulið ekki kaupa mat ein- ungis vegna þess, að yður lízt vel á hann í búðinni. Áætlið vandlega hvað þér þurfið að kaupa og kaupið ekki meira en nota þarf. SUNDERLIN. bömin trúa því, að þau séu raun- verulega að gera eitthvað, sem þau eru ekki að gera. 1 skóla einum fórum við meS fjögurra ára gömul börn að skoða kolanámu, þar sáu þau kolin látin á bíla, vegin og tekin af bílum. Þetta vakti forvitni þeirra. „Hvaðan koma kolin?" „Hvemig er hægt að ná þeim upp úr jörðinni?“ Brátt urðu skóflur aðal leikfangið. Skóflur fullar af mold, sem átti að vera kol, voru bomar upp stiga og rennt niður bretti. Denny, sem var fjögurra ára, fór að ganga með ull- arhúfu, sem líktist húfum námu- verkamanna. Dag nokkurn var næst- um því orðið uppþot í „námunni". Er ég fór út, frétti ég það, að Denny hafði sagt við Bobby: „Ekki rekast á mig, piltur, þú getur slökkt á ljós- inu rnínu." En Bobby hafði svarað: „Þú ert ekki með neitt ljós.“ Og frið- ur komst ekki á fyrr en ég var búin að koma Bobby í skilning um það, að Denny væri bara að leika að hann væri með ljós. Við tökum þannig þátt í leikjum barnanna vegna þess, að við vitum, að fólk með hugmyndaflug er fram- takssamara og skemmtilegra en fólk, sem ekki á til ímyndunarafl. En við megum ekki láta ímyndunaraflið aukast í sífellu, þar til bamið er ekki fært um að mæta lífinu sem raun- veruleika. Stundum stafar „ósannsögli" bams- ins af misskilningi. Joan litla kom úr ferðalagi ofan úr sveit með Dick frænda sínum, og Joan sagði við mömmu sína: „Við sáum dráttarvél.“ „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Dick frændi. En ekki var hægt að sann- færa Joan. Nokkrum dögum seinna fór Joan með mömmu sinni upp í sveit, og þá komst mamma hennar að því, að hún kallaði alla hesta dráttarvél. Hún hafði því sagt sann- leika. Ótti við refsingu fær barnið oft til að segja ósatt. Hafið ekki refs- inguna of harða fyrir það. Ef þér gerið það, verður lýgin eins konar vörn. • Þið, sem hafið heyrt lítið bam yðar segja við kunningjakonu yðar: „Þetta Framhald á bls. 15. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.