Vikan


Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 1, 1943 5 Ný framhaldssaga: Líkið í ferðakistunni. Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous 1 i. Höt'undur talar um sjálftm sig. Er ég í dag sezt niður til þess að skrifa frá- aögn um þá atburði, er lögreglan og blaðamenn kannast við undir nafninu „Líkið í ferðakistunni“, er það vegna þess, að ég hefi við vandlega íhug- un komizt að raun um, að enginn hefir betri að- stöðu til þess en ég. Er ég segi þetta, hugsa ég ekki um hina bókmenntalegu hlið þessa viðfangs- efnis, því að ég hefi aldrei verið skáldlegum gáf- um gæddur og mun aldrei krefjast þess að vera talinn rithöfundur. Pað líf, sem ég hefi lifað und- anfarin þrjátíu ár, hefir ekki haft neitt það í för með sér, sem gætt gæti mig skáldlegum gáfum. Það væri þá helzt þannig, að ég hefði til að bera dálítið af öllum hæfileikum, en ekki nóg af nein- um þeirra, og því finnst mér það viðeigandi, að ég tilkynnti lesandanum strax á fyrstu síðunni, að hann megi ekki búast við neinni skáldlegri fegurð í frásögn um þurrar staðreyndir. Bók þessi mun aldrei verða neitt listaverk, og ætlast ég heldur ekki til þess; þetta er frásögn um glæþ, sem var gáfuiega og sniðuglega drýgður, að áliti margra manna á þeim timum. Ég hefi sagt mikinn sannleika um sjálfan mig i þessum orðum „dálítið af öllu, en ekki nóg af neinu", og allt einungis í stuttan tíma — það hefir verið einkennið á öllu lífi minu og er það heldur slæmt einkenni. Ég hefi stungið hendi minni í marga peningapoka, en alltaf kippt henni að mér, áður en mér hafði tekizt að ná í duðinn, og margur prúðbúinn og orðhvatur náunginn hefir verið svo vanþakklátur að gleyma því, að hann á það mér að þakka, að hann slapp allt of snemma úr vistlegum og notalegum verustað, þar sem hann hefði getað dvalið lengi, ef ég hefði hvergi verið nálægur. Fyrir um það bil tíu árum síðan starfaði ég í átján mánuði við einka-upplýsingaskrifstofu. Hvemig ég fékk þann starfa, kemur ekki málinu við, ég hefi bæði fyrr og síðar starfað við ýmis konar fyrirtæki, en að þessu sinni var ég sem sagt einka-leynilögregluþjónn. Ég var þá um fer- tugt og hafði vegna erfiðrar aðstöðu gripið til þessa starfs, sem að minnsta kosti gerði mér það kleift að vinna fyrir daglegu brauði. Þótt pening- ar þessir kæmu úr mörgum ólíkum stöðum, þá var alltaf heiðarlega unnið fyrir þeim, en venjulega voru þeir af mjög skomum skammti. Mér geðjast vel að starfinu sem einka-leynilög- segluþjónn, og ég held, að ég hafi verið hæfileik- um gæddur í þá átt. Það var því þeim mun óheppilegra að ég varð að láta af starfinu, áð'ur en ég var orðinn leiður á því, en á meðan á þess- ari stuttu dvöl minni í skrifstofunni stóð, náði ég í — eða öllu heldur hrasaði um — mikið mál, sem ég var svo heppinn að ráða og leiða til lykta. Mig langar til þess að segja frá þessu máli, því að engum er betur kunnugt um það en mér. Það hefir aldrei komizt fyrir dómstól og það var aðeins lauslega drepið á það í blöðunum, því að fréttariturunum var ekki skýrt frá öllum einstök- um atriðum, eins og eflaust hefði verið gert, ef lögreglan hefði haft málið til meðferðar. Ég ætla því að segja frá því, sem ég veit um „líkið í ferðakistunni". Ár eru liðin síðan það morð var framið, og það fólk, sem var við þetta mál riðið, er nú annað hvort dáið eða horfið á einn eða annan hátt, svo að mér þykir óhætt að segja frá þessu núna. Ég er sjálfur veikur maður, Leynilögreglumaðurinn, sem vann að lausn þessa leyndardómsfulla saka- máls, segir sögima. Hún er ákaflega dularfull og spennandi og líkleg til að verða mjög vinsæl, eigi síður en aðr- ar sakamálasögur, er Vikan hefir birt. maður, sem orðið hefir fyrir sárum vonbrigðum, varð að hætta starfi mínu löngu áður en tími var til þess kominn, maður, sem örlögin hafa leikið grátt. Það vekur nú hjá mér gleði að tala um atburð þennan, það gleður mig alltaf, að tala um liðna tíma og þá sérstaklega þennan tíma. Enn eitt — það kemur sögunni ekkert við, en ef til vill frásagnarstíl mínum. Fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum, bæði á námstíma mínum og siðar, tilheyrði ég menntamannastéttinni; ég veit ekki nema ennþá loði dálítið af þeirri menntun við mig, þó að allt hafi gengið niður á við með mig og frakki minn sé orðinn tötralegur. II. Ferðakistan. Það var á norður-jámbrautarstöðinni í' París. London—Calais lestin var nýkomin — klukkan var hálf sjö, að þvi er mig minnir — og ferða- fólkið flýtti sér að koma farangri sínum inn í stóra herbergið, þar sem tollþjónarnir gegndu embætti sínu. Ég var einnig nýkominn frá Eng- landi, en þar sem ég hafði ekki mikinn farangur meðferðis og búið var að skoða í handtösku mina, þegar ég sté á land úr skipinu, hefði ég vel getað farið í burtu. En ég reikaði samt um i stóru, háværu tollskrifstofunni, því að ég varð að hafa gætur á þvi fólki, sem skrifstofa min hafði falið mér að líta eftir. Þvert á móti vilja mínum var ég nú að njósna um unga stúlku og mann, sem farið höfðu að heiman frá foreldrum sínum. Þau voru mjög ástfangin og hamingjusöm, og ég sá vel, með hve miklum ákafa þau Ieystu ólarn- ar á ferðakistum sínum og stungu lyklunum í lásinn. Þessir elskendur gerðu starf mitt mjög auðvelt, og ég hafði nóg næði og nógan tima til þess að litast um í allar áttir. Ég reikaði milli alls þessa önnum kafna, ákafa og æsta fólks og leitaði að einhverju, sem vakið gæti eftirtekt mína. Og það leið heldur ekki á löngu áður en athygli mín beindist að tveim konum, sem augsýnilega voi-u mæðgur. Þær stóðu fyrir framan hrúgu af farangri, sem enn var ekki búið að opna. En hve ég sé þær greini- lega fyrir mér, enn þann dag í dag — en þessi setning er áreiðanlega úr einhverri skáldsögu, sem ég hefi einhverntíma lesið, og ég er búinn að heita sjálfum mér því, að forðast allan skáld- sagnastíl, þvi mér ber ekki að færast meira í fang, en ég get ráðið við. En konur þessar eiga mikinn þátt, ef ekki aðal- þáttinn i þeim sorgarleik, sem hér hóf göngu sína, í það minnsta að því, er mig snertir. Eins og áður er sagt, var önnur þeirra full- orðin, um fimmtíu ára, ef ekki eldri, frekar feitlagin, Ijóshærð, með fjörlegar hreyfingar. Það féll henni augsýnilega illa að þurfa að láta toll- þjónana skoða farangur sinn, og í stað þess að sætta sig rólega við hið óhjákvæmilega, var hún alltaf að stynja og andvarpa, skammast við þjónustustúlkuna og snéri sér alltaf aftur á bros- legan hátt að tollþjóninum, sem stóð rólegur og horfði á. Dótturinni, sem var há, gáfuleg stúlka, geðj- aðist augsýnilega ekki að látunum í móður sinni. „Vertu nú róleg, mamma!“ heyrði ég hana oft hvísla að móður sinni. „Nú kemur röðin bráð- um að okkur, og þú mátt vera viss um, að allt gengur vel.“ „En þeir leita vonandi ekki í stóru ferðakist- unni þinni, Edith!" svaraði -móðirin æst. „Þú veizt, hve erfitt það yrði.“ „Ef þeir spyrja, hvað sé i henni,“ svaraði dótt- irin rólega, „þá segi ég bara, að í henni sé ljós- myndavél." Á meðan hún talaði, snéri tollþjónninn, sem staðið hafði aðgerðarlaus og með þóttasvip hlust- að á bænirnar úr öllum áttum, sér allt í einu að ensku konunni, og sendisveinninn í bláu blúss- unni, sem annazt hafði farangur kvennanna, kall- aði strax á hann. „Eruð,, þér með nokkuð, sem er tollskylt?" spurði tollþjónninn á frönsku. „Nei,“ sagði gamla konan áköf, um leið og hún dreifði innihaldi ferðatösku sinnar á borðið, „eða réttara sagt já! Hér er glas með Kölnar- vatni, sem rétt er búið að opna, og í handtösk- unni er dálítið Whisky, og svo hefi ég hálft ann- að pund af tei meðferðis." Tollþjónninn, sem var Frakki, öruggur á svip- inn, með gulleitan hörundslit og rautt yfirvarar- skegg, hlustaði með athygli á hana, leit svo á hið mikla samsafn af töskum og ferðakistum. „Opnið þessa,“ sagði hann og benti á stóra ferðakistu með látúnslás, „og þessa,“ bætti hann við og lagði höndina á langa ferðakistu. „Ó, nei — bara ekki þessa kistu!“ hrópaði gamla konan áköf. „Það er svo erfitt að leysa kaðalinn og við verðum að binda hana aftur, þvi lásinn er bilaður." Tollþjónninn svaraði ekki og einn hinna litlu burðardrengja í bláu blússunum fór strax að leysa hnútinn á þykka kaðlinum, sem bundinn var yfir þvert og endilangt lokið. Af tilviljun varð mér litið á þennan hnút, er hann var að toga i hann og reyndi að leysa hann. Unga stúlkan hallaði sér að borðinu. „Við mundum vera yður mjög þakklátar, ef þér vilduð láta opna einhverja aðra tösku í stað þessarar ferðakistu," sagði hún á góðri, en þó ekki mjög glæsilegri frönsku, „það er svo erfitt að loka henni aftur.“ Tollþjónninn hneigði sig. „Mér þykir það leitt, ungfrú," sagði hann, „en ég er nú búinn að bertda á þessa svörtu ferðakistu og þessu verður ekki breytt!" Síðan snéri hann sér að öðru fólki. Stúlkan dró sig til baka gröm og móðguð, og með mikillætissvip, sem mér fannst óþarfur, sagði hún við móður sína: „Það var eins og ég sagði þér. Það varst þú, sem lézt binda þennan kaðal um kistuna í London, þótt það væri einmitt bezta ráðið til þess að vekja grun.“ „Þú veizt vel, hver ráðlagði okkur það,“ sagði móðirin aumlega. 1 Annars virtist hún ekki lengur geta túlkað gremju sína og reiði og gerði aSeins állt, sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.