Vikan - 25.11.1943, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 47, 1943
5
..t:t':Ný framhaldssaga: ..
Vegir ástarinnar-
" =.= ......Eflir E. A. ROWLANDS |i
__________!
2. KAFLI.
Óþægileg spuniing.
Sergia hafði aldrei verið vön að sjá föður sinn
fyrr en við hádegisverðinn, því að það hafði aJlt-
af verið siður Stanchester lávarðar að haía onda-
skipti á timanum. Jafnvel á meðan þau voru fá-
tæk og ferðuðust um meginlandið, var hann van-
ur að hátta á þeim tíma, þegar aðrir fóru á fætur,
og dagur hans rann, þegar dagur Sergiu var
liðinn.
En daginn eftir ballið hjá lafði Hylyard brá
faðir hennar út af þessum vana sínum. Lafði
Sergia var einmitt uppi í herbergi sínu og var að
segja herbergisþernu sinni fyrir um þann farang-
ur, sem hún ætlaði að hafa með sér til Stanley
Towers, þegar hún fékk skilaboð frá föður sín-
um, um að hann óskaði eftir að fá að tala við
hana niðri í bókasafninu.
Laföi Sergia hugsaði strax, að faðir hennar
mundi halda áfram samtalinu frá því í gærkvöldi,
og hún sagði því aftur við herbergisþernuna að
farangurinn ætti að vera til í tíma, síðan gekk
hún út úr herberginu og andvarpaði þreytulega.
Hún haföi þegar átt i stríði í hálftíma við frænku
sína, lafði Marion Couyers, sem var óttaslegin yfir
því, að Sergia skyldi fara úr bænum á þessum
tima árs. Hún var þannig sett, að hún var neydd
til að haga sér samkvæmt óskum Sergiu, en kom
með ailar þær mótbárur, sem hún gat fundið upp,
til þess að fá Sergiu til þess að hætta við þetta
áform, sem hún áleit, að væri eintómir dutl-
ungar. En Sergia lét ekki undan fortölum eða
ávítunum, hún lýsti þvi hreinlega yfir, að þó að
henni þætti það mjög leitt, að þurfa að ónáða
lafði Marion, þá mýndi hún fara til Stanley
Towers, því að hún þyrfti á breytingu og hvíld
að halda.
En það hafði þreytt hana að deila við lafði
Marion og henni gramdist, að hún ætti nú eftir
að deila við föður sinn aftur.
Hún var miklu nærgætnari i eðli sínu, en mað-
i ur skyldi gera ráð fyrir, og hún tók það nærri
sér, þegar hún gat ekki orðið við óskum annarra.
Þó að svipur hennar væri kuldalegur og hörku-
legur, þráði hjarta hennar ást og skilning.
Þegar Sergia kom niður til föður sins, sat hann
við morgunkaffið klæddur í skrautlegan morgun-
slopp. Hann var áhyggjufullur á svipinn, og frá
því í gærkvöldi hafði hann líka raunverulega ver-
ið ókátur. Hann gat ekki hætt að hugsa um, hvað
Sergia væri stirð við biðla sína, sem voru þó
ágætir og háttsettir menn. Þvi meira sem hann
hugsaði um það, því áhyggjufyllri varð hann yfir
þvi að þessi stirðleiki stúlkunnar við biðlana staf-
aði af því, að hún væri ef til vill hrifin af ein-
hverjum manni, sem hún hafði hitt á megin-
landinu.
Stanchester lávarður var nú ekki vanur því að
láta óþægilegar hugsanir angra sig mjög lengi i
einu, en nú hafði hann ákveðið að fá að vita,
hvort nokkur fótur væri fyrir þessum grun, og
þess vegna hafði hann ákveðið að tala við Sergiu
og spyrja hana spjörunum úr.
„Þú vilt tala við mig, pabbi?“ spurði lafði
Sergia, hún nam staðar rétt fyrir innan hurðina.
„Fáðu þér sæti, Sergia," sagði Stanchester
lávarður „og lokaðu hurðinni," hélt hann áfram.
„Þú veizt það vel, að ég þoli ekki súg.“
Lafði Sergia lokaði hurðinni og settist og beið
^ . Lafði Sergia Wieme, dóttir
hins rika Stanchester lá-
varðar, er orðin þreytt og leið á skemmt-
analífinu i London og ætlar að fara burt
úr borginni.
svo tómlát eftir þvi, að faðir hennar tæki til
máls aftur.
„Ég skildi ekki vel, við hvað þú áttir í gær-
kvöldi,“ sagði Stanchester lávarður loks; „þú tal-
aðir um að fara til Stanley Towers I dag? Ég
vona, að þú hafir hætt við þá heimskulegu hugs-
un þína?“
„Nei, það hefi ég ekki,“ svaraði Sergia rólega;
„ég fer til Stanley Towers í eftirmiðdag. Eins og
ég sagði þér í gær, þá þarft þú ekki að truflast
neitt af því, því að lafði Marion fer með mér.
Ég hefi sent ráðskonunni skeyti, svo að allt geti
verið í lagi, þegar við komum þangað.“
Faðir hennar ætlaði að mótmæla henni, en
hugsaði sig um, og eftir augnabliks þögn sagði
hann rólega:
„Veiztu, að það er mjög einmanalegt og eyði-
legt niðurfrá í Stanley Towers núna? Á þessum
tíma árs er ekkert fólk, sem fer upp í sveit —
þér mun leiðast."
„Að þar sé einmanalegt, hræðir mig ekki svo
mikið,“ svaraði Sergia nokkuð biturlega, „ég hefi
fyrr þekkt einveruna."
Stanchester lávarður leit af dóttur sinni, hann
mundi vel, að hann hafði alltaf látið hana
eiga sig, en það var fjarri honum að vera með
neitt samvizkubit.
„Samkvæmt því, sem þú segir þarna," sagði
hann hæðnislega, „skyldi maður einmitt halda,
að þú myndir nú vera þakklát þvi, að þú þarft
ekki lengur að vera einmana. Þú ættir einmitt
að njóta tilverunnar, þar sem þú viðurkennir, að
þér finnst nýjabragð að skemmtanalífinu.“
, „Tilbreytni er alltaf góð,“ sagði Sergia þurr-
lega. „Þess vegna vil ég hafa ró núna, af því ég
er þreytt af að skemmta mér. Ég fer upp í sveit,
einmitt af þvi að allir eru í bænum."
„Og hvað heldurðu að fólk segi um að þú far-
ir?“ spurði Stanchester lávarður ergilegur.
„Ég skil þig ekki,“ svaraði Sergia, „hvað kem-
ur mönnum það við, hvar ég er, eða hvað ég
hefst að?“
„Þú verður að minnast þess, að ungar stúlkur
á þinum aldri eru ekki vanar að vilja heldur
vera uppi í sveit en i London, þegar skemmtana-
lífið stendur sem hæst. Ef þú ferð i burtu núna
heldur fólk, að það sé einhver sérstök ástæða
fyrir brottför þinni. Flestir munu halda, að það
sé vegna ástamála."
Meðan Stanchester lávarður sagði þetta horfði
hann alltaf á dóttur sína, og honum var það mikil
ánægja, að aðdóttanir hans virtust ekki hafa nein
áhrif á hana. Hæðnisbrosið, sem lék um varir
hennar sannaði þvert á móti, að grunur hans
var á engum rökum byggður.
„Ég hefi vist aldrei gefið þér neina ástæðu
til að halda, að ég þjáðist af óhamingjusamri
ást," sagði Sergia. „Viðkvæmni og ást hafa ekki
leikið stórt hlutverk í lífi minu."
„Það getur mjög vel verið," sagði Stanchester
lávarður óþolinmóður, „en þá skil ég þig enn
síður."
„Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af mér,
pabbi," sagði Sergia rólega; „mér líður ágætlega.
Þú veizt, hvaða menn ég hitti, þegar við vorum
á ferðalagi saman. Heldurðu, að ég hafi getað
orðið hrifin af þeim?“ Og án þess að bíða eftir
svari föður sins, bætti hún við; „Það borgar sig
ekki að tala meira um þetta. Vertu sæll, pabbi!“
Stanchester lávarður þrýsti höndina, sem hún
rétti honum, og Sergia gekk út úr herberginu án
þess að mæla fleira. En hún var rétt búin að
loka á eftir sér hurðinni, þegar hún kreppti hnef-
ana eins og í örvæntingarfullri og hjálparvana
sorg. Andlit hennar var náfölt, og í augum henn-
ar var sá sami þjakaði og þjáði svipur og kvöld-
ið áður, þegar hún hélt, að enginn tæki eftir
henni. En þessi óstyrkleiki varði stutt, svo herti
hún sig og gekk rólega upp stigann til þess að
ljúka við að ganga frá farangrinum.
Fyrir kvöld hafði fregnin um brottför hennar
borizt um borgina, og Stanchester lávarður
hafði nóg að gera við að útskýra fyrir mönnum,
af hverju dóttir hans hefði allt í einu farið úr
bænum. Hann sagði við Carrillion lávarð og aðra,
sem spurðu, að Sergi væri ekki vel sterk, og hún
þyrfti að hvíla sig, eftir alla dansleikina. Hann
var nú sjálfur orðinn rólegur með tilliti til þessa
ferðalags, en hann óskaði þó ekki að hin skyndi-
lega brottför dóttur sinnar gæfi ástæðu til
söguburðar.
1 þessu flökkulífi, sem hann og Sergia höfðu
lifað, áður en hann varð Stanchester lávarður,
höfðu þau reyndar ekki sézt mikið daglega, en
þau höfðu ekki verið aðskilin meira en eitt skiptí,
þegar hann hafði verið neyddur til að skilja hana
eftir í Róm, meðan hann var á verzlunarferða-
lagi, og hann vissi vel, að þeir menn, sem hann
— hinn gjálfi Harold Wieme — hafði kynnt henni
fyrir, gátu ekki hrifið hina vel menntuðu og
vandlátu dóttur sína.
III. KAFLI.
Stanley Towers.
„Mér þykir leitt að heyra það, Marion, að þér
hafi ekki liðið vel í nótt,“ sagði Sergia daginn
eftir. „Pearson segir, að þú hafir ekki sofið dúr?
Nú er ég búin að tala við frú Griffiths og biðja
hana um að laga til í þernu-herberginu fyrir þig,
þar sem ég veit, að þú verður ekki ónáðuð."
Lafði Marion Conyers var svolitið visin kona,
en þó ennþá lagleg, um þrjátíu og fimm ára að
aldri. Hún var frænka Stanchesters lávarðar; og
þar sem fjárhagur hjónabands hennar hafði ekki
verið fullnægjandi, og hún hafði þar að auki ver-
ið vön því bezta, neyddist hún nú til að vera
lagskona lafði Sergiu, annars yrði hún að lifa
mjög fátæklega. Hún var því reiðubúin að láta
undan öllum duttlungum Sergiu, til þess að fá
að taka þátt í þeim skemmtunum, sem hún gat
ekki án verið; en að þurfa að fara til Stanley
Towers, þegar skemmtanalífið stóð sem hæst,
það fór hræðilega í taugar hennar.
„Kæra Sergia, það er alls ekkert að herbergj-
um mínum," sagði hún eins vingjarnlega og hún
gat „en þú veizt, að ég sef alltaf illa á ókunn-
ugum stöðum. Og svo finnst mér Stanley Towers
vera á óþægilegum stað, rétt hjá þessari borg
méð öllum þessum verksmiðjureykháfum; hér eru
eilíf læti, og það getur ekki verið holt. Ég skil
ekki, hvemig mexm finna upp á að reisa herra-
garð á svona stað.“
„Stanley Towers var til, löngu áður en borgin
Stanchester var grundvölluð," sagði Sergia rólega,
um leið og hún hugsaði um, hve dásamlega fall-
eg þessi gamla höll hafði verið í gærkvöldi, þegar