Vikan - 25.11.1943, Síða 10
10
VIKAN, nr. 47, 1943
Gœtið unglinganna.
--Eftir Garry Cleveland Mayers. . _
II i sr i m III 1 I i n,
nbi í III1 E. 1 U
Matseðillinn.
Sítrónusúpa.
1% 1. vatn, 2 litlar sxtrónur,
2 egg, 140 gr. sykur, 40 gr.
smjör, 40 gr. hveiti.
Eggin eni hrœrð með svo miklu
af sykrinum, sem nauðsynlegt er til
þess að þau verði hvít. Sítrónusafinn
er látinn í vatnið og sítrónubörkur-
inn er soðinn í 10 mínútur. Þá er
súpan siuð. Hveitið er hrært út með
litlu af saftinni kaldri og siðan hellt
yfir eggin, suðan látin aðeins koma
UPP °g stöðugt hrært í. Smjörið
er látið i rétt áður en súpan er fram-
reidd. Borin á borð með litlum tvi-
bökum.
írskur jafningur.
1 kg. lambakjöt, % kg. kart-
öflur, 2 gulrófur, 4 næpur, salt,
pipar, 75 gr. smjör.
Kjötið er skorið í sneiðar. Kartöfl-
umar, gulrófurnar og næpurnar eni
lika skomar i sneiðar. Feitin er bædd
í potti yfir eldi. Ofurlitlu vatni er
bætt í pottinn, síðan er grænmetið
lagt niður í hann í lögum, og kjöt
og krydd lagt á milli laganna. Þetta
er soðið saman við hægan eld, þar til
kjötið og grænmetið er orðið meyrt.
Gæta verður þe3s, að ávallt sé vatn
í pottinum meðan síður. Áður en jafn-
ingurinn er framreiddur, er gott að
láta lítið eitt af köldu smjöri út í.
Húsráð.
Til þess að hita upp grænmeti, svo
að það fari ekki í mauk, er ágætt að
setja grænmetið í síu, en hana aftur
yfir pott með sjóðandi vatni. Lyfta
svo grænmetinu varlega tll með
gaffli, svo að'gufan geti leikið um
það.
Benzín ætti ekki að vera notað í
heimahúsum til neinna hluta. Upp-
gufun þess myndar eldfimt gas, sem
ekki þarf nema lítinn neista til þess
að valda sprengingu eða eldhafi. Þær
húsmæður, sem notað hafa benzín til
þess að hreinsa bletti úr fötum, ættu
í stað þess að nota blettavatn (Tetra-
kiorkulstof), sem fæst í lyfjabúðum
og er ekki eldfimt.
Þessi snotra ,,dragt“ er úr brúnu-
ullarefni. Kraginn er úr „beige" ull-
arefni. Framan á pilsinu er djúp fell-
ing. Undir jakkanum er jafnsnoturt
að nota peysu eins og blússu.
(Grein þessi er eftir ameriskan
lækni, sem stöðugt skrifar í blöð
vestan hafs ýmsar leiðbeiningar fyr-
ir foreldra. Mætti hér ef til vill eitt-
hvað af henni læra).
1 mörgum bæjum, einkum þeim,
þar sem mikið er um hemaðariðnað
og herbúðir, er það orðið mjög al-
gengt, að unglingar, einkum stúlku-
böm á aldrinum 10—18 ára sæki
,,næturklúbba“ og veitingahús; og
sjást þær þar oft undir áhrifum víns
og í fylgd ókunnugra manna.
Margir þessara imglinga fá næst-
um ótakmarkaða peninga hjá for-
eldrum sínum,' og þúsundir unglinga
vinna fyrir óhemju miklu kaupi, jafn-
vel á meðan þeir eru í skóla.
1 flestum rikjum em til lög, sem
banna sölu áfengra drykkja til ungl-
inga, en hvar er slikurn lögum fram-
.fylgt? Þegar ásakanir eru bornar á
veitingamannirm, getur hann sagt,
að hann kunni ekkert ráð til að
dæma aldur unglinga eftir útliti
þeirra. Ef lögreglan tekur pilt eða
stúlku er hún oft í miklum vanda
stödd með að sanna að hann eða hún
sé undir aldurstakmarkinu. Og sumir
foreldrar, einkum hinir svonefndu
góðu foreldrar, em reiðubúnir að bera
ljúgvitni vegna afbrota bama sinna.
Nú á þessum tímum ættu öll börn
á aldrinum 10—18 ára að vera skyld-
uð til að bera á sér spjald, sem sann-
aði aldur þeirra. Þessi spjöld ættu
að vera gefin út af því opinbera
og skólamir ættu að hafa yfirumsjón
með því. Þessi spjöld væru mjög
.æskileg til þess að framfylgja þeim
lögum, sem banna unglingum að
sækja knæpur.
Að því er virðist eru það aðallega
böm frá hinum svonefndu betri heim-
ilum, sem eru í meiri hluta í knæp-
um, næturklúbbum og við miðnæt-
ursýningar. En ef nú þeir foreldrar,
sem eru menntaðir og eru virtir af
samborgurum stnum, hefðu einhverja
ábyrgðartilfinningu gagnvart böm-
um sinum og héldu þeim heima,
þegar þau eiga að vera heima og létu
þau ekki sækja næturklúbba, knæpur
og miðnætursýningar, myndu aðrir
foreldrar, sem síður eru þessum
kostum búnir, brátt taka þetta upp
eftir þeim, og afbrot og glæpir ungl-
inga minnka í staðinn fyrir að halda
áfram núverandi vexti.
Ef þér emð í skólastjóm, stjóm
einhvers borgaralegs- eða kristilegs
félags; eða langar bara til þess að
þekkja æskuna, sem byggir sömu
borg og þér, og vita, hvað hún hefir
fyrir stafni á síðkvöldum, þá ráðlegg
ég yður (og eiginkonu eða manni)
að eyða nokkrum kvöldum I að heim-
sækja knæpurnar, næturklúbbana og
miðnætursýningarnar, og taka eftir
unglingafjöldanum, sem þar er.
Ég hefi oft sagt það í þessum dálki,
að ef ,,góðu“ foreldi'amir í bæjum og
borgum, litu betur eftir bömum sín-
um og héldu þeim af götunni á
kvöldin, myndum við ekki missa svo
marga unglinga í hóp iðjuleysingja,
vandræða- og afbrotamanna.
Fólk, sem stundar
útivinnu.
Fólk, sem stundar útivimiu, starf-
ar tíðast í mun hollara umlxverfi en
fólk, sem vinnur inni. Útivinnan
stælir og herðir, gerir fólk djarft,
áræðið og þolmikið til ýmsra fram-
kvæmda. Liggja til þess margar
ástæður. En þeir, sem úti starfa,
hafa samt ekki eins alhliða hreyfingu
og ýmsir halda. Margir vinna líka
vafalaust meira en þeir hafa þol og
krafta til, einkum til sveita.
Það er efalítið, að erfiðismenn
mundu endast lengur en mun er á,
ef þeir hirtu betur líkama sinn en
þeir gera yfirleitt. Fyrst og fremst
þyrftu þeir að baða sig oftar en
nú gerist eða helzt þvo allan líkam-
ann daglega, en iðka að auki ávallt
nokkrar leikfimiæfingar að loknu
dagsverki.
Erfiðismenn þuifa að visu yfirleitt
ekki að æfa sig til þess að auka afl
sitt, heldur miklu fremur til að liðka
liðamótin, mýkja og teygja vöðvana
eftir erfiði dagsins. Á þann hátt gætu
þeir stuðlað að því, að viðhalda
vinnuþoli sínu og öðlast frjálsmann-
legan og eðlilegan limaburð.
(Vaxtarrækt).
MILO
imflluitlNit: áam iIiuoil iiduiii •
besta handþvottaefnið.
öruggasta og
Minnstu ávallt
NOTIÐ eingöngu
UNÍT
PERFECT LAUNORY STARCH
iffill-lMli-Jlt IMfflj IMJMJM:
> Cpnptt LOOKÍ&IiOi FEfl UKf’lJN
STÍFELSI
i Heildflölubirgðir;
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON ft CO.
Auflturstræti 14. — Siml 5604.