Vikan


Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 47, 1943 „Hver eruð þér eig-inlega? Og hvaðan komið þér?“ lrÉg er fulltrúi fyrir jámbrautarfélagið,“ Poirot stoppaði og þætti við „ég er leynilögreglumaður. Nafn mitt er Hercule Poirot." Ef hann átti von á einhverjum áhrifum, þá brást honum það. Mac Queen sagði bara „Ó, já?“ og beið eftir því að hann talaði áfram. „Þér kannist ef til vill við nafnið?“ „Jú, mér finnst það kunnuglegt. Ég hefi bara alltaf haldið, að það væri nafn einhverrar kjóla- saumastofu." Hercule Poirot horfði á hann með ýmigust. — „Það er ótrúlegt!“ sagði hann. „Hvað er ótrúlegt?“ „Ekkert, við skulum halda áfram. Ég vil að þér, Mac Queen segið mér allt, sem þér vitið um þann dána. Voruð þér skyldir honum?“ „Nei, ég er — var — einkaritari hans.“ „Hvað hafið þér verið í þeirri stöðu lengi?“ „I rúmlega eitt ár.“ „ Viljið þér gjöra svo vel að láta mig hafa allar þær upplýsingar, sem þér getið.“ „Jæja, ég hitti Ratchett fyrir rúmlega ári síðan í París —.“ Poirot greip framí. „Hvað voruð þér að gera þar?“ „Ég kom frá New York til þess að athuga um olíueinkaleyfi. Ég býst ekki við að þér kærið yður um að heyra um það allt. En það gekk heldur illa fyrir mér og vinum mínum. Ratchett var é sama gistihúsi. Það hafði einmitt slezt upp á vinskapinn hjá honum og einkaritara hans. — Hann bauð mér starfið og ég tók það. Ég var kominn í vandræði og var þess vegna feginn að finna vellaunað starf.“ „Og síðan?“ „Við höfum ferðast. Ratchett langaði til að sjá heiminn. En hann kunni engin tungumál. Ég var fremur túlkur en einkaritari. Það var skemmtilegt líf.“ „Segið mér eins mikið og þér getið um vinnu- veitanda yðar.“ Ungi maðurinn yppti öxlum. Hann varð vand- ræðalegur á svipinn. „Það er ekki auðvelt.“ „Hvað hét hann fullu nafni?" „Samuel Edward Ratchett." „Var hann amerískur borgari ?“ „Já..“ „Frá hvaða hluta Ameríku kom hann?“ „Ég veit það ekki.“ „Sannleikurinn er sá, að ég veit í rauninni ekkert! Rátchett talaði aldrei um sjálfan sig eöa líf sitt í Ameríku." „Af hverju haldið þér, að hann hafi ekki gert það?“ „Ég veit það ekkí. Mér datt i hug, að hann skammaðist sín fyrir ætt sína. Það gera surnir." „Finnst yður það vera fullnægjandi lausn?" „Nei, satt að segja ekki.“ „Á hann nokkuð skyldfólk?" „Það hefir hann aldrei nefnt." „Hafið þér ekki myndað yður skoðun um þetta mál, Mac Queen?" sagði Poirot. „Jú. 1 fyrsta lagi; ég trúi því ekki að Ratchett sé rétta nafn hans. Ég held að hann hafi farið frá Ameriku beinlínis til þess að flýja einhvem eða eitthvað. Og honum heppnaðist það, þangað til fyrir nokkrum vikum." „Og þá?“ „Þá byrjaði hann að fá bréf, hótunarbréf." „Sáuð þér þau?“ „Já, það var starf mitt að sjá um bréfasam- bönd hans. Fyrsta bréfið kom fyrir hálfum mánuði. • „Voru þessi bréf eyðilögð?" „Nei, ég býst við, að ég hafi enn nokkur i skjalamöppu minni; eitt reif Ratchett í sundur I bræði sinni. Á ég að ná i þau handa yður?“ „E^ þér viljið gjöra svo vel.“ Mac Queen gekk út úr klefanum. Hann kom aftur eftir fáar minútur og setti tvær fremur óhreinar pappírsarkir fyrir framan Poirot. Fyrsta bréfið var svona: „Hélstu að þú hefðir sloppið frá okkur? Nel, það er nú langt frá því. Við ætlum að ná þér Ratchett, og við skulum ná þér. Skllurðu það?“ Það var engin undirskrift. Poirot tók upp hitt bréfið án þess að gera nokkra athugasemd. Við hittum þig þráðlega, Ratchett. Við skulum líka ná þér! Skilurðu það? Poirot lagði bréfið niður. „Stíllinn er tilbreytingarlaus!" sagði hann. „Það er meira en hægt er að segja um skriftina." Mac Queen glápti á hann. „Þér munduð ekki taka eftir þvi,“ sagði Poirot. „Það krefst æfingar. Einn maður hefir ekki skrifað þetta bréf, Mac Queen. Tveir eða þrír menn haf skrifað það, hver hefir skrifað einn staf í einu. Svo eru stafirnar líka prentletraðir. Það gerir verkið líka enn þá erfiðara." Hann þagnaði um stund og sagði því næst: „Vissuð þér, að Ratchett hafði snúið sér til mín um hjálp?“ „Til yðar?“ Undrun Mac Queen sagði Poirot áreiðanlega að ungi maðurinn hafði ekki vitað neitt um það. Leynilögreglumaðurinn kinkaði kolli. „Já. Hann var hræddur. Segið mér, hvemíg varð honum við, þegar hann fékk fyrsta bréfið?“ Mac Queen hikaði. „Það er erfitt að segja. Hann — hann hló að þvl rólega eins og hann var vanur. En einhvem veginn er —,“ hann skalf svolítið — ,,þá fann ég að það gerðist mikið undir þessu rólega yfir- borði." Poirot kinkaði kolli. Svo kom hann með óvænta spumingu. „Mac Queen, viljið þér segja mér alveg hrein- skilnislega, hvemig leizt yður á húsbónda yðar?" Hector Mac Queen þagði litla stund áður en hann svaraði. „Nei,“ sagði hann að siðustu, „mér leizt ekki vel á hann.“ „Hvers vegna?" „Ég get ekki nákvæmlega sagt það. Hann var alltaf mjög þægilegur í viðmóti." Hann þagnaði, siðan hélt hann áfram: „Ég vil segja yður sann- leikann. Mér líkaði ekki við hann, ég vantreysti honum. Ég er viss um að hann var grimmur og hættulegur maður. Ég verð samt að viðurkenna, að ég hefi enga ástæðu til að staðhæfa þetta. „Þakka yður fyrir Mac Queen. En hvenær sáuð þér Ratchett seinast á lífi ? “ „1 gærkvöldi —,“ hann hugsaði sig um — „um klukkan tíu, held ég. Ég fór inn í klefa hans, til þess að skrifa niður nokkrar athuga- semdir fyrir hann." „Um hvað?" „Um ýmsa gamla muni, sem hann hafði keypt i Persíu. Það sem hann hafði fengið, var ekki það, sem hann hafði keypt. Og ég hafði þurft að skrifa mörg bréf út af því.“ „Og þetta var í síðasta skiptið, sem Ratchett sást á lífi?“ „Já, ég býst við því.“ „Vitið þér, hvenær Ratchett fékk síðasta hót- unarbréfið?" „Um morguninn daginn, sem við fórum frá Konstantínopel." „Ég þarf að spyrja yður að einni spurningu til, Mac Queen. Kom ykkur vel saman?" Augu unga mannsins ljómuðu allt í einu. „Já, okkur Ratchett kom prýðilega vel saman." „Viljið þér láta mig hafa fullt nafn yðar og heimilisfang í Ameríku?" Mac Queen gaf upp nafn sitt — Hector Will- ard Mac Queen — og heimilisfangið i New York. Poirot hallaði sér aftur í stólnum. „Þá er það ekki meira núna, Mac Queen," sagði hann. „Ég mundi vera yður þakklátur, ef þér vilduð ekki segja neinum frá dauða Ratchett í nokkum tíma — „Þjónn hans, Mastermann, mun þui’fa að vita það.“ „Hann veit það kannske þegar," sagði Poirot þurrlega. „Ef hann veit það, reynið þá að fá hann til að þegja." „Það ætti ekki að vera neitt erfitt. Hann er brezkur og „er með sjálfum sér," eins og hann lcallar það. Hann hefir litið álit á Ameríkumönn- um og alls ekkert álit á öðrum þjóðum." „Þakka yður fyrir Mac Queen." Ameríkumaðurinn fór úr vagninum. „Jæja," sagði Bouc. „Þú trúir því, sem þessi ungi maður segir?" „Hann virðist vera heíðarlegur og hreinskilinn. Hann var ekkert að láta sem honum hefði þótt vænt um húsbónda sinn, eins og hann hefði að öllum líkindum gert, ef hann hefði verið flæktur inn í þetta mál á nokkurn hátt. Það er satt, að Ratchett sagði honum ekki frá því, að hann hefði reynt að fá hjálp mína, en það hafði brugð- izt, en ég held ekki, að það sé neitt grunsamlegt við það. Ég hygg, að Ratchett hafi verið maður, sem þagði yfir „fyrirætlunum sínum, þegar hann mögulega gat.“ MAGGI OG RAGGI. 1. Eva: Nú er ég búin að æfa mig nóg I dag í handbolta. Ég er dauðþreytt i handleggnum. Maggi: Þú þarft að æfa þig miklu meir, þú ert ekki orðin nærri nógu leikin. 2. Maggi: Þú getur ekki verið svo þreytt, að þér sé ómögulegt að leika lengur. Eva: Jú, ég gæti það, en ég á eftir að vinna svolitið verk heima. 3. Eva: Ég var að spara kraft- ana, af því að ég átti eftir að skera kökuna. Maggi: Þetta er fín kaka, Eva! 4. Maggi: Þú hafðir alveg á réttu að standa, Eva, það var sjálfsagt fyrir þig að ofreyna þig ekki, fyrst þú áttir eftir að eiga við þessa inndælu köku!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.