Vikan - 25.11.1943, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 47, 1943
13
James Gagney og Brenda
Marshall í Myndinni „Flug-
kappar“.
Joan Blondell og Roland Young
í kvikmyndinni „Slæðingur".
Ray Milland, John Wayne og
Paulette Goddard í myndinni
„Storm skulu þeir uppskera."
Claudette Colbert ög Joel Mc
Crea í kvikmyndinni „Á
Pálmaströnd.“
Vmsir lcvikmyndaleikarar.
Einkaritarastaðan
Framhald af blaðsíöu 4
Að lokum fór maðurinn með hann heim
til sín, og hin vingjarnlega eiginkona hans
bjó um þægilegt rúm fyrir þennan litla
gest, sem hafði verið bjargað frá glötun
á þennan merkilega hátt.
Næsta dag skrifaði hann meðmælabréf
til mikils fyrirtækis, sem svo tók drenginn
í þjónustu sína.
Það var ekki auðvelt fyrir svona lítinn
dreng að sýna fyllilega þakklæti sitt. Hann
þekkti ekki heldur nafn velgjörðarmanns
síns. En hann gleymdi aldrei andliti hans.
Hann mundi vel eftir því.
Drengurinn stóð sig vel í hinni nýju
stöðu sinni og hækkaði brátt í tigninni.
En þar sem hann var metorðagjarn fór
hann til Ameríku til þess að freista gæf-
unnar þar, og honum heppnaðist líka að
safna sér nokkrum auð.
Nú situr drengurinn hér fyrir framan
yður, Frewen. Nafn hans er William P.
Murgatroyd, og hið góða minni hans hefir
heldur ekki brugðist honum núna. — „Má
ég þrýsta hönd yðar?“
Hann þrýsti hönd Frewens.
„Nú skiljið þér ef til vill, af hverju
þér fenguð stöðuna — er það ekki?“
Frewen vissi varla, hvernig hann komst
heim. Hann mundi aðeins, að hinn borgin-
mannlegi þjónn, sem nú var orðinn kurt-
eisin sjálf, hafði pantað bíl, og að hann
sjálfur hafði grátið eins og barn, þegar
hann kom akandi heim.
Hvern hefði getað grunað, að góðverk,
sem hafði verið unnið fyrir svona mörg-
um árum skyldi hafa svona hamingjusama
af leiðingu ?
Nú er Lydia hraust og glöð, og maður
hennar, miljónamæringurinn William P.
Mugatroyd, óskar sér oft til hamingju með,
að hann skyldi hitta John Frewen í annað
sinn.
a>OMIMMMMMMMHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI<r^
I Dægrastytting |
IMIMMMMMlÍlllMMIMI.IIIMII UIMIIMIIIIIIMMMMI..
Orðaþraut.
und'i
UNG A
NAÐS
ARFI
E R T I
S P A R
TÆD A
ORFI
LIN A
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja
einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan
frá og niður eftir, myndast nýtt orð sem notað
er um verknað, er sker úr um vafamáli.
Svar á bls. 14.
Öfugmælavísur.
Aldrei reynist saltur sjór,
sízt er frost á heiði,
oft er bál í blossa kór,
en blíðmælin í reiði.
Fiskurinn hefir fögur hljóð,
finnst hann oft á heiðum.
Ærnar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Að þræða nál á flösku.
Venjuleg sívöl flaska er lögð á gólf á hliðina.
Listamaðurinn á að setjast á flöskuna og þræða
þar saumnál, en ekki mega fæturnir á honum
koma við gólfið, meðan á því stendur.
Að hræra flautir.
Nú vill einhver gjöra kunningja sínum glennu,
með því að hræra honum flautir. Þá tekur hann
annaðhvort aðra hendina eða báðar hendurnar
á honum, með lófimum saman, á milli handanna
á sér og hrærir fingurna á honum saman, svo að
þeir víxlleggjast. Fingumir komast allmikið við,
þegar fast er snúið, og láta þeir því oft hræra sér
flautir, sem kalt er á höndum.
Að flétta reipi úr punti.
E? náunginn kann ekki að flétta reipi úr punti,
þá er vel gert að kenna honum það. Kennarinn
tekur tvo puntvendi og lætur þá upp i lærisvein-
inn í kross, þannig að öxin eru uppi í honum, en
leggimir standa út úr báðum munnvikunum.
Síðan tekur kennarinn í leggina og kippir vönd-
unum snöggt út úr hinum; sitja þá Öll öxin eftir
uppi í honum og á milli tannanna.
Hermaður, sem ekki á eftir að berjast framar. Hann liggur dauður ofan á skriðdreka, sem var tekinn