Vikan


Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 9, 1943 ft.*S=í=5=!í* SANDY BAR I Eftir Guttorm J. Guttormsson. Guttormur, sem tvímælalaust má telja eitt bezta skáld, sem Islendingar eiga, er fæddur 5. des. 1878, að Víðivöllum i Nýja-lslandi. Skáldskapur hans er ekki nærri nógu vel kunnur hér heima. Guðm. Finnbogason segir í „Vest- ur um haf,“ að hann gangi næstur K. N. „að fyndni og á gnótt af hnyttinni hugkvæmni, hvort sem hann bregður á leik í stöku eða smákvæði, eða í langri útleggingu á biblíusögunni, svo sem í kvæðinu „Bölvun lögmálsins." Get ég ekki stillt mig um að benda á hið frumlega kvæði hans ,;Býflugna- ræktin". Það er í senn mynd af einum þætti í búskap Kanadamanna, er geyma býflugnabú sín á vetrum niðri í kjöllurum, og djúpsæ lýsing á undir- heimum sálarlífsins, löngunum vorum og hugsjónum, er oft verður að bæla niður, vegna óblíðra lífskjara, í von um betri tíma, en verða svo að lokum „hart nær hungurmorða" og stinga sem vond samvizka. —“ Eftirfarandi snilldarkvæði er minnisvarði yfir landnema vestan hafs: Pósturinn | B 1. febrúar 1944. Vikublaðið Vikan, Reykjavík. Geturðu svarað fyrir mig eftirtöld- um spurningum í „Póstinum“ í næsta blaði: 1. Hvað er vélstjóranámið langt. 2. Hvaða skilriki þarf maður að hafa til að fá inntöku í vélstjóra- skólann. Vinsamlegast. Kaupandi Vikunnar. Svar: Það er 4 ár í smiðju og 3 vetur i Vélstjóraskólanum og við vitum ekki um önnur skilyrði en smiðjuveruna. Eftirfarandi kvæði er oft búið að biðja okkur um að birta og höfum við nú loks getað orðið við þeim bónum: Hið deyjandi barn. (Eftir H. C. Andersen). Móðir, ég vil halla höfði þreyttu og höfga værumhvílamæddar brár; harmaðu ei.' Þá hinnstu ósk mér veittu; hlýrum mínum á þin brenna tár. Inni er kalt og úti stormar hvína; allt á landi draums erfagurskreytt; æskufagrir englar fyrir skina auganu, sem lokast hefir þreytt. Sérðu, móðir, landið fagurljósa, Ijúft, sem brosir augum mínum við ? Heyri ég svífa af svæði himinrósa sætan engilgígju strengjanið. Þar hinn bliði lausnari’ heimsins lýða, er lagði blessun yfir börnin smá, mér á móti breiðir faðminn bliða, brautum jarðar þegar hverf ég frá. Minni hönd að þínu hjarta þýðu þrýstirðu, sem ótt ég bærast finn; ástartár af augum þínum blíðu ofan falla logavarma kinn. Gleðstu, móðir, heims er þrotinn harmur; nær hjarta brestur, endar sérhvert stríð; nú það svæfir engillegur armur, — önnur, byrjar sælli' og betri tíð. (Þýðing Kristjáns Jónssonar). Snæfellsnesi, 16/2 ’44. Mín kæra margfróða Vika! Af því að þú ,prt svo dugleg að leysa úr vandræðum fólks ætla ég að biðja þig um að hjálpa mér. Við erum hér tvær vinstúlkur og veðjum um aldur John Payne kvikmynda- leikara. Getur þú leyst úr vandræð- um mínum og sagt mér hvað hann er gamall. Ég væri þér innilega þakk- lát ef þú gætir svarað fljótt. Virðingarfyllst. Heidý. Svar: Vegna þess að við höfum fengið fjölda mörg bréf þar sem beð- ið er um einhverjar upplýsingar um kvikmyndaleikarann John Payne, ætlum við nú að birta nokkuð meira en beðið er um í þéssu bréfi. John Payne er fæddur 28. maí 1912 í Roanoke, Virginia. Hann er 6 fet og 2% þumlungur á hæð og 185 pund að þyngd. Árið 1937 giftist hann kvikmyndaleikkonunni Anne Shirlley. Þau eignuðust dóttur í maí 1941, hún var skírð Julie Anne Payne. Sama ár skildu þau Anne og John. Siðan hefir John ekki kvænzt. Verðlaunagetraunin. Eins og lesendurblaðsins vita, birt- ist lausnin á myndagetrauninni í síð- asta blaði. En okkur finnst ástæða til að skýra frá því, að bréf með lausnum hafa borizt eftir að frest- urinn var útrunninn og þau komu auðvitað ekki til greina í keppninni. Erlendar vísur og kvæði. Okkur berast alltaf við og við bréf, þar sem farið er fram á að blaðið birti í „Póstinum” ýmsar vísur og kvæði á erlendum málum, einkum ensku. Eins og við höfum áður tekið fram, oftar en einu sinni, sjáum við okkur yfirleitt ekki fært að birta slíkt og tilgangslaust að senda slík bréf. Reykjavík, 20/2 1944. Um leið og ég sendi þér, kæra Vika, mínar beztu þakkir fyrir ánægjuleg- ar samverustundir, vil ég biðja þig að koma mér í bréfasamband við stúlku, á aldrinum 18—20 ára, ein- hvers staðar á landinu. Með fyrir- fram þökk. Ingimar Jörgensson, Hringbraut 213. Það var seint á sumarkveldi, sundrað loft af gný og eldi, regn í steyi>:straumum feldi, stöðuvatn varð hvert mitt far. Gekk ég hægt í hlé við jaðar hvítrar espitrjáarraðar, kom ég loks að lágum tjaldstað landnemanna’ á Sandy Bar, tjaldstað hinna löngu liðnu landnámsmanna á Sandy Bar. Þögnin felur þeirra heiti. Þeir voru lagðir hér í bleyti. Flæddi þá um laut og leiti lands, vlð norðan skýjafar. Andi dauðans yfir straumi elfar sveif í hverjum draumi, var þá sem hans vængjaskuggi vofði yfir Sandy Bar, skuggabik hans fálkafjaðra félli yfir Sandy Bar. Það er hraustum heilsubrestur: hugboð um að verði gestur kallið handan, höndum frestur hlotnist ei, að smíða far, þá til ferðar’yfir álinn ei er reiðubúin sálin, — og á nálaroddum voru iljar manna’ á Sandy Bar, voru á nálum óljóss’ ótta allir menn á Sandy Bar. Að mér sóttu þeirra þrautir, þar sem espihól og Iautir, fann ég enda brenndar brautir, beðið hafði dauðinn þar. Þegar elding loftið Iýsti, leiði margt ég sá, er hýsti landnámsmanns og landnámskonu lík — i jörð á Sandy Bar, menn, sem lífið, launað engu, létu fyrr á Sandy Bar. Heimanfarar fyrri tíða fluttust hingað til að líða, sigurlaust að lifa, stríða, leggja í sölur heilsufar, falla, en þrá að því að stefna, þetta heit að fullu efna: meginbraut að marki ryðja merkta út frá Sandy Bar, braut til sigurs raldeitt, rétta ryðja út frá Sandy Bar. Ég var eins og álft í sárum, og mér þótti verða’ að tárum regn af algeims augnahárum — ofan þa.ðan grátið var, reiðarslögin Iundinn lustu, lauftrén öll hin hæstu brustu, sem þar væru vonir dauðra veg að ryðja’ á Sandy Bar, ryöja Ieiðir lífi og heiðri Iandnemanna á Sandy Bar. Vonir dána mikilmagnans mega færa áfram vagn hans, verða’ að liði, vera gagn hans, vísa mörgum í hans far. Rætast þær í heilum huga hvers eins manns, er vildi duga, og nú kenndur er við landnám allt í kring um Sandy bar, hefir lagt sér leið að marki landnemanna á Sandy Bar. Hafin verk og hálfnuð talin helgast þeim, sem féllu’ í valinn. — Grasnál upp með oddinn kalinn óx, ef henni leyft það var, en þess merki í broddi bar hún bitru frosti stýfð að var hún. Mér fannst græna grasið kalið gróa kring um Sandy Bar, grasið kalið ilma, anga allt í kring um Sandy Bar. Ég fann yl í öllum taugum og mér birti fyrir augum; vafurloga lagði af haugum landnámsmanna nærri þar. Gullið var, sem grófst þar með þeim, gildir vöðvar — af 1 var léð þeim — þeirra allt, sem aldrei getur orku neytt á Sandy Bar, það, sem ekki áfram heldur, er í gröf á Sandy Bar. Stytti upp, og himinn heiður hvelfdist stirndur, meginbreiður eins og vegur valinn, greiður, var í lofti suiinanfar. Rofinn eldibrandi bakki beint í norður var á flakki. Stjörnubjartur, heiður himinn hvelfdist yíir Sandy Bar, Iiirninn, landnám landnemanna ljómaði yfir Sandy Bar. Aðvörun til skuldabréfaeigenda. Að gefnu tilefni auglýsist enn, að samkv. ákvæðum um skuldabréfalán Reykjavíkurkaupstaðar, eru ekki greiddir vextir af útdregnum skuldabréfum eftir gjalddaga þeirra. Þetta eru eigendur skuldabréfa frá 1931 og skuldabréfa 1940 (tveir flokkar) einkum aðvaraðir um að athuga. Borgarstjórinn. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyr gðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5C04, pósthólf 365

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.