Vikan


Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 9, 1943 »m þvi ásakandi. „Þú hefðir ekki átt að koma, Mary; þú verður að fara aftur. Faðir minn hefir rekið mig' hingað, hann og allir aðrir hafa hrint mér frá sér, hvað ættir þú þá að kæra þig um mig, Mary! Þú skalt heldur fara!“ Þessi orð hlutu að særa Mary, en hún huggaði sig með því, að Sergia hafði sagt þau í örvænt- ingu sinni, og þar sem Mary var ástúðleg og skilningsgóð stúlka, kraup hún við hlið Sergiu og lagði handlegginn utan um hana og sagði: „Þú mátt ekki reka mig frá þér, Sergia; það er kannske eigingjarnt af mér að minnast á mína eigin sorg, en nú þegar ég hefi yfirgefið Stan- chester, þá get ég ekki farið þangað aftur. Ég hefi reynt að vera sterk og hugrökk vegna mömmu; en ég held ekki út að vera þar, þegar Julian er farinn. Ef ég bara gæti —.“ Hún þagnaði skyndilega, því að Sergia stundi iágt og féll í yfirlið í stólnum. Mary varð svo hrædd, að hún gat alls ekki hreyft sig, en til allrar hamingju kom Sir Allan í því inn í stofuna, og Mary hljóp hrædd til hans og sagði honum, hvað hafði gerzt, og hvað þær höfðu verið að tala um. Sir Allan skildi strax vegna hvers hafði liðið yfir Sergiu. Hann kallaði á herbergisþemu hennar og huggaði Mary vin- gjamlegá og fór svo, eins og hann sagði, til þess að senda eftir lækni. Sir Allan hafði ekki lítið fyrir því að ná í lækni á svona afskekktum stað; en eftir rúma klukkustund kom Cameron læknir. Hann lýsti því yfir að sjúkdómur Sergiu staf- aði af vondu kvefi, sem ekki hefði verið tekið fyrir nógu snemma, og auk þess væru taugar sjúklingsins í ólagi. Hann gaf ýmsar fyrirskip- anir, og þegar hann loks fór, huggaði hann Mary og Sir Allan með því, að hann vonaði að Sergia yrði frísk eftir nokkra daga, ef fyrirskipunum hans yrði hlýtt. En þegar hann kom aftur, daginn eftir, var Sergia með háan hita og óráði, og það var auð- séð, að hún var hættulega veik. Cameron læknir sagði ekki margt, en hann leyndi því ekki, að hún væri með heilabólgu. Hann huggaði þó Mary með því, að góð hjúkrun gæti gert furðu- verk. „En,“ sagði hann, „það er bezt að fá hjúkr- ■tmarkphu, því að lafði Sergia verður að liggja í 'nokkrar vikur, og þér getið ekki einar hjúkrað henni." „Er hún virkilega svona mikið veik?“ spurði Mary hrædd. „Hún er ekki ennþá í mjög mikilli hættu, svar- aði læknirinn, en það getur alltaf komið fyrir, að betra sé að hafa hjúkrunarkonu." Mary lofaði auðvitað að gera það, sem lækn- irinn skipaði og gera allar varúðarráðstafanir; en hún hét þvi, að hvað svo sem hjúkmnar- konan yrði 'góð, skyldi hún aldrei fara frá Sergiu, fyrr en hún væri orðin heil heilsu. Þegar læknirinn kom niður hitti hann Sir Allan, sem var kominn til þess að spyrja um líðan Sergíu, og Cameron sagði honum nú, hvemig ástatt væri. Dagamir liðu og urðu að vikum, og þó að Sergia næði sér eftir heilabólguna, var heilsa hennar mjög tvísýn. Hitinn og sljóleikinn virtist ekki vilja hverfa, og það var eins og Sergiu væri alveg sama. Þegar Mary sat við sjúkrabeðið og horfði á hið föla magra andlit og litlu grönnu hendurnar, sem lágu magnlausar og hreyfingarlausar ofan á silkiábreiðunni, komu fyrir augnablik, sem hún gat ekki annað en kviðið; og hún þorði ekki að spyrja Cameron lækni. Sir Allan, sem kom oft á dag, fékk að vita sannleikann. Læknirinn leyndi því ekki, að hann teldi tvísýnt um ástand sjúk- lingsins. Það var eins og einhver sljóleiki yfir Sergiu, og hann endurtók það hvað eftir annað við Sir Allan, að hún yrði, strax og hún væri frísk, að fara frá Loch Corrie. „Ég skil alls ekki, hvers vegna hún yfirleitt hefir komið hingað,“ sagði hann gramur. „Þessi dapurlegi staður, ócndanlegu, gráu ský og stöð- uga rigning hafa ekki góð áhrif á nokkurn mann, sérstaklega ekki eins og Sergiu, sem hefir svon veikar taugar. Hún verður að fara til suð- rænna landa; hún þarfnast ljóss og sólar.“ Þessi orð höfðu mikil áhrif á Sir Allan, og þegar læknirinn var farinn, gekk hann í margar klukkustundir á heiðinni meðan hann hugsaði um, hvernig hann gæti hjálpað Sergiu. Hann langaði mest til þess að skrifa Juliani en í fyrsta lagi vissi hann ekki vel hvernig sambandið var á milli þeirra og í öðm lagi væri það ekki rétt gagnvart Sergiu, þvi hún treysti þagmælsku hans. „Ef Mary vissi eitthvað um þetta,“ sagði hann við sjálfan sig. „Þá mundi allt vera miklu létt- ara,“ þvi að þá myndum við geta talað saman og ráðgast um, hvað gera skyldi, en eins og nú er ástatt, þori ég ekki að segja henni frá því.“ Sir Allan hafði, á þessum erfiðu dögum, kynnst Mary, og hjarta hans fylltist af aðdáun, þegar hann hugsaði um, hve góð og óeigingjöm stúlka hún var. Alltaf mild og alltaf hugsandi um hina sjúku vinkonu sína og alltaf hógvær og þolinmóð. Stanchester lávarður og lafði Marion höfðu ekkert skipt sér af þeim bréfum sem herbergis- þema Sergíu hafði skrifað þeim um veikindi hennar, og nú hafði Sir Allan bannað henni að skrifa meira. Hvað ættu þau að hafa gert, ef þau hefðu ekki haft Mary? Hann átti sjálfur enga frænku, sem hann hefði getað beðið um að hugsa um Sergíu. „Þegar Sergia verður orðin svo frísk, að liægt verður að flytja hana, þá verða þær Mary að fara í burtu saman," hugsaði hann með sér, „og það getur verið, að Sergia verði þá búin að trúa Mary fyrir sorg sinni." Hann fann til, þegar hann hugsaði til Julians, sem var svo langt í burtu, og hjarta hans blæddi vegna hennar, sem lá héma og beið að- eins eftir honum. „En hvað það var heimskulegt af Juliani, að fara svona í burtu, þegar honum þykir vænt um hana,“ húgsaði Sir Allan, „en hann hefir lik- lega ekki farið fyrr en hann frétti, að hún væri trúlofuð Carrilloni lávarði. Mér þætti gaman að vita, hvort hann vissi nú, að trúlofuninni er slitið, og ætli það myndi ekki breyta ákvörðun- um hans? Julian er ósveigjanlegur og stórlátur." Þegar læknirinn kom daginn eftir, virtist Ser'gia hafa sofnað, og læknirinn stóð lengi og horfði á hana alvarlegur og meðaumkunar- fullur. Svo sneri hann sér við og horfði á Mary, sem eins og venjulega sat við rúm hennar. „Hvað er að?“ spurði Mary hrædd. „Ekkert sérstakt," svaraði læknirinn, sem vaknaði úr hugsunum sínum, „hún sefur; við skulum vona, að svefninn geri henni gott. En þér verðið sjálfar að hvila yður, ungfrú Armstrong, annars verðið þér veikar líka.“ „Ó, nei,“ hvíslaði Mary. „Mér liður vel. Ég hvíli mig svo oft; en þér voruð svo áhyggju- fullur áðan, þegar þér horfðuð á lafði Sergíu, ég var hrædd um, að einhver breyting hefði átt sér stað til hins verra.“ „Nei, það er ekki,“ svaraði Cameron læknir, eins og sokkinn í hugsanir sínar, „en það var hinn dapurlegi svipur hennar, sem greip mig, svo undarlega. Ég var einu sinni sóttur til manns, sem hafði misst allt, sem hann átti, hann var alveg yfirkominn, þegar ég kom til hans og beygði mig yfir hann — og þá var svipur hans alveg eins og hennar. Það er hræðilegt að verða fyrir svona von- lausri sorg.“ Augu Mary fylltust af tárum, og þegar læknir- inn sá það, dró hann stúlkuna til hliðar og lagði hönd sina föðurlega á arm hennar. „Þér verðið að veita yður meiri hvíld," sagði hann, „annars þolið þér þetta ekki — og verðið kannske sjálfar veikar, þegar við þörfnumst yðar mest við. Erla og unnust- inn. Erla: Mundu það, elsku vinurinn, að hafa allt hreint og þokka- Oddur: Þakka þér fyrir, ástin mín! Þu ert yndisleg legt, eins og þú varst vanur heima — mundu, að þú ert í hemum og allt rétt, sem þú segir! __ og hikaðu ekki við að kvarta við yfirmennina! ti.ig reiturei Syndicate Inc. World cighti reierved . Oddur: Sjáðu, hvað bollinn er óhreinn! Hermaður: Ég er bara að hugsa um að borða! ■ \ -1. MES5 SEPGEAN Oddur: Það ætti enginu að fá að þvo upp, sem Oddur: Ég er hræddur um, að Erla viti ekki, hvað gerir það ekki betur en þetta! það er að vera í hemum! Liðþjálfinn: Það er hverju orði sannara!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.