Vikan


Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 8

Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 8, 1944 Gissur kemst út. Grettir: Gerðu nú það, sem þú getur og reyndu að koma i kvöld. Allir strákamir verða þama!!! Gissur: Eg skal vera verulega sniðugur. Ég œtla að segja þér, hvemig ég ætla að fara að! Grettir: Ég skil! Ég hringi í konuna þína og segist vera þessi Bláberg, sem er í öllum klúbbum. Gissur: Það er allt í lagi, hún þekkir hann ekki meira en ég. Draumfjörð: Ég á þá að síma heim til þin og segjast vera Gissur og segjast þurfa að hitta þig út af verzlunarerindum. Bláberg: Það er alveg rétt. Svo getum við farið' á ballið, sem ég var að segja þér frá. Rasmína: Bláberg forstjóri var að hringja, hann þarf að hitta þig, það er mjög áríðandi. Ég vissi ekki að þú þekktir hann. Svona flýttu þér! Gissur: Ó, ég þekki hann lítilsháttar, hefi séð hann i klúbbnum. Gissur: Rasmína bókstaflega rak mig út, þegar hún vissi, að ég ætlaði að hitta Bláberg. Stebbi feiti: Þá getum við byrjað ballið! Draumfjörð: Héma ertu! Ég þarf ekki að spyrja, hvort það hreif! Bláberg: Hér er ég. Við skulum flýta okkur. Rasmína: Ég efast annars um að þetta haf-i verið Bláberg, það er bezt ég hringi til konunnar hans til þess að vera viss. Frú Bláberg: Komið þér nú sælar, frú Rasmína. Jú, maðurinn minn fór út rétt áðan til þess að hitta manninn yðar! Mér þætti gaman að sjá yður bráð- lega. Grettir: Vertu blessaður, Gissur, þakka þér fyrir kvöldið. Gissur: Mér þykir leitt, að það skuli vera búið! Rasmína: Viltu fyrirgefa mér, elskan mín, að ég grimaði þig um að segja ósatt, svo að ég hringdi til frú Bláberg, og hún sagði, að maðurinn hennar væri nýfarinn út að hitta þig. Bláberg: Hvað??? Símaði frú Rasmína? Hvað? Hvers vegna? Frú Bláberg: Ég þekki hana ekkert. Maðurinn hennar sagðist vera að fara út með þér, hún hlýtur áð vera ákaflega tortryggin — mér þótti vænt um að geta sagt henni, að svo væri. Gissur: Ég get ekki sofið. Þetta er mér ráðgáta. Rasmína hringdi í frú Bláberg, sem sagði, að mað- urinn hennar væri með mér!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.