Vikan


Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 02.03.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 9, 1943 5 Framhaldssaga: 14 Vegir ástarinnar- Eftir E. A. ROWLANDS „Það geri ég með ánægju,“ sagði Sergia, „þér skuluð koma með mér heim og borða með mér hádegisverð. Húsið, sem ég bý í er þarna,“ hún benti yfir á hina hlíðina. „Ég bý hér ein með herbergisþernu minni og nokkru þjónustufólki; þegar við erum búin að borða, getum við talað saman, ef þér hafið þolinmæði til þess að hlusta á mig.“ Allan svaraði ekki strax. Hann var Stancester lávarði æfareiður fyrir að vera svona miskunn- arlaus, að senda Sergiu á svona afskekktan stað eins og þennan. Hann sagði það líka hreinskiln- islega við hana, og Sergia gat ekki annað en bros- að af reiði hans. „Þér megið ekki aumkva mig svona mikið,“ sagði hún. „Ég er ekki eins einmana og þér álítið. Og þó að ég væri það, þá á ég skilið þá ónáð, sem ég er í. Þér verðið að muna, að ég hefi hagað mér ranglega, og það bezta, sem ég get gert, er að dvelja hérna í rólegheitum og láta föður minn og heiminn gleyma mér. Mér þætti gaman að vita,“ bætti hún brosandi við „hvað þér hugsið um mig, Sir Allan? Ég hefði aldrei hugsað, að ég gæti sagt nokkrum svona mikið —- ekki einu sinni yður.“ Ungi maðurinn svaraði ekki, en horfði á hana með svo mikilli meöaumkvun, að feimni Sergiu hvarf algjörlega, og áður en þau komu að hús- inu, hafði Sir Allan heyrt alla hina rauna- legu sögu hennar. Hann vissi nú, hvers vegna trúlofun hennar hafði verið slitið; hún not- aði ekki mörg orð, en hann skildi hana alveg. Sergia sagði honum þó ekki frá atvikinu í skóg- inum, og hún nefndi heldur ekki, að hún hafði hitt Julian i London, en Allan var næmur og hann hafði brátt safnað saman öllum liðunum í raunasögu Sergiu. Þegar hann svo kvaddi Sergiu um eftirmiðdag- inn, var hann sannfærður um, að hún elskaði Julian, og hann hugsaði nú ekki um annað, en hvemig hann ætti að koma elskendunum saman. Hann hafði lofað Sergiu, að nefna ekki við nokk- urn mann það, sem hún hafði sagt honum frá, og þetta loforð var það eina, sem hindraði hann frá að skrifa Juliani, þegar í stað, allan sann- leikann. Og þegar hann gekk yfir lyngheiðina í daufu tunglsljósinu, varð hann enn þá sannfærðari um, að Sergia elskaði Julian. „Ég gat séð það á henni,“ sagði hann við sjálf- an sig, „þegar ég sagði henni, að hann væri far- inn til Ástralíu, þá blæddi hjarta mitt við að sjá hið örvæntingarfulla og vonlausa augnaráð henn- ar. Veslings Sergia! En ef vinátta min er henni í rauninni einhvers virði, þá verð ég að hjálpa henni, og eitthvað hlýt ég að geta gert. Það veit guð — nú veit ég, hvað ég á að gera!“ Hann nam allt í einu staðar, og andlit hans ljómaði af gleði. Honum hafði allt í einu dottið nokkuð í hug, og um leið og hann kallaði á hund- inn sinn, sem hafði dregizt aftur úr, hélt hann leiðar sinnar rösklega yfir heiðina. Þegar fyrsta lestin lagði af stað frá Loch Corrie,, var Sir Allan Mackensie með henni. Hann var á leið til Stanchester. XVIII. KAFLI. Sorgarstuna. Sergia var fullkomlega hreinskilin, þegar hún sagðist ekki vera leið á einverunni í Loch Corrie; en nú þegar Sir Allan var farinn, fannst henni samt einmanalegt. Hin óvænta koma hans, hafði vakið hana úr sorg sinni. Vinsemd hans og þögla samúð höfðu verið henni sólargeisli i myrkrinu, og þegar hann var farinn, fann hún fyrst, hve einmana hún var. Nú sá hún fyrst, hvað þessi refsing var hræðileg, að senda hana á þennan stað, sem hún gat alls ekki losnað við þunglyndi sitt. Hún' þráði nú beinlínis að snúa aftur til þess heims, sem hún fyrir fáum vikum hafði verið svo fegin að snúa bakinu við. Ef hún gæti snúið aftur og tekið aftur þátt í þeim skemmtunum, sem áður höfðu uppfyllt tíma hennar, þá gæti hún ef til vill stundum gleymt sorg sinni, en hérna í einverunni var það ómögulegt. Þegar Sergia á þriðja degi, eftir að Sir Allan var farinn, vaknaði og sá rigninguna lemja á gluggarúðunni, fannst henni hún geta orðið vit- laus. Hún hafði vonað, að Sir Allan hefði að- eins farið til næsta þorps, og hann myndi ekki láta líða nema einn sólarhring, þangað til hann kæmi aftur, en dagarnir liðu og Sir Allan kom ekki, og Sergia var meira niðurbeygð og örvænt- ingarfull en nokkurn tíma áður. Ef faðir hennar hefði séð hana í sorg hennar þá mundi hann hafa verið ánægður í þeirri vissu, að hann hefði ekki getað fundið henni harðari refsingu fyrir framkomu hennar gagnvart honum. Þegar Sergia loks fór niður, fann hún þar sím- skeyti frá Sir Allan. 1 þvi stóð ,að hann hefði neyðst til þess að fara til Englands, en hann mundi koma aftur eins fljótt og hann gæti, og hann skyldi koma undir eins til hennar. Hún skyldi reyna að vera hughraust. Dagurinn eftir var sá versti, sem Sergia hafði lifað. Það var sty.tt upp, en hún var i alltof þungu skapi til þess að fara út; og hún gat ekkert gert. Hún lá fyrir, og hræðilegar sjálfs- ávítandi hugsanir brutust um í huga hennar. Allar hugsanir hennar snerust um Julian. Hún sagði stöðugt við sjálfa sig, að það væri henni að kenna, að líf hans væri eyðilagt og frú Arm- strong og Mary hefðu orðið fyrir nýjum sorg- um. Hún óskaði einskis handa sér sjálfri, heldur aðeins að Julian kæmi aftur til móður sinnar og systur, sem elskuðu hann meira en allt annað. Hún endurtók stöðugt fyrir sjálfri sér, að hún hefði eyðilagt líf hans; hann, sem var svo heil- steyptur, mundi áreiðanlega aldrei verða sami maðurinn og hann hafði verið áður en þau höfðu þekkst; það hafði hún séð greinilega daginn, sem þau hittust í London. Hann tilheyrði ekki þeim mönnum, sem gáfu hjarta sitt meira en einu sinni, og hún hafði sært það, það vissi hún. Hin stórláta Sergia grét nú bitrum tárum iðr- unarinnar, um leið og hún grátbað guð um fyrir- gefningu — af því að hún hefði, ef til vill, getað afstýrt þessu. Og hún hélt áfram að gráta, þangað til hún sofnaði. Allt í einu vaknaði hún við að bifreið ók að hliðinu, og hún settist upp, þegar hún heyrði raddir fyrir utan. Hver gat verið kominn ? Var það Sir Allan? Já, vitanlega! En hvað það var fallega gert af honum að koma svona fljótt aftur. Hún stökk upp úr stólnum, um leið og hurðin opnaðist; en þegar hún sá, hver það voru, Ijómaði andlit hennar af gleði. „Mary, Mary!“ hrópaði hún, „elsku Mary mín! Ert þetta virkilega þú!“ Og stúlkurnar féllust í faðma. XIX. KAFLI. Hetja hennar. Þó að Sergia fyndi arma Mary um sig, og hún heyrði nafn sitt nefnt hvað eftir annað, þá leið þó nokkur stund áður en hún í rauninni skildi, að það væri Mary. 1 örvæntingu sinni og sam- vizkubiti, hafði hún haldið, að Mary Armstrong myndi hata hana fyrir framkomu hennar við Julian, því að Sergia áleit vitanlega, að sérhver hlaut að vita, hvers vegna Julian hafði farið frá Stanchester og Englandi. 1 einverunni hafði hún oft lesið bréfið frá Sir David, og í hvert skipti, sem hún las það, varð hún sannfærðari um, að allir hugsuðu eins og hann. „En hvað Mary hlýtur að hata mig!“ hafði hún sagt við sjálfa sig, hvað eftir annað. Henni hafði jafnvel dottið í hug að skrifa Mary og biðja hana fyrirgefningar, en í hvert skipti hafði kjarkurinn brugðist henni. Julian sjálfur hafði ekki fyrirgefið henni, og systir hans hlaut að hugsa eins og hann. Nei, hún þorði ekki að biðja Mary fyrirgefn- ingar, en nú þegar góða og trygga Mary var komin, fannst henni það alltof gott til þess að vera satt. Hún gat ekkert sagt, en þrýsti Mary innilega að sér. „Þú fyrirgefur mér þá — þú hatar mig ekki, Mary“ stamaði hún loks. „Hata þig? Fyrirgefa þér? En kæra Sergia, hvað áttu við?“ spurði Mary blíðlega og leit á Sergiu. Hún sá nú greinilega, að Sergia var veik, miklu veikari en Sir Allan hafði sagt henni. Vangar hennar voru brennandi heitir, og hendur hennar skulfu — jú, Sergia hlaut að vera alvar- lega veik, það sá hún nú, og hún leiddi hana. varlega að stól. „Ég trúi varla, að það sé satt, að þú ert hérna!“ sagði Sergia aftur, „og þú fyrirgefur mér?“ hélt hún áfram og leit bænaraugum á Mary. Mary vissi ekki, hverju hún átti að svara; hún vissi ekki, að hún hefði nokkuð að fyrirgefa, ef til vill átti Sergia við það, að hún hafði ekki svarað bréfum hennar. Henni datt alls ekki í hug, að Sergia kæmi sorg hennar við, sem hafði gert hana, svo horaða og föla. Hún gat ekki skilið, hvers vegna Julian hafði allt í einu sagt upp vinnu sinni og farið í burtu frá móður sinni og henni, en þó að einhver, já, jafnvel Julian hefði sagt henni, að það væri Sergiu að kenna, þá mundi Mary varla hafa trúað því. „Það er ekkert að fyrirgefa, elskan mín,“ sagði hún loks. „Þó að þú skrifaðir mér ekki, þá vissi ég, að þú gleymdir mér ekki, og nú þegar ég sé þig, þá skil ég vel, hvers vegna þú svaraðir mér ekki. Ég vildi óska, Sergia, að þú hefðir sent eftir mér fyrr. Það hefði verið betra fyrir þig heldur en að vera hér ein í sog þinni. Ég skil þig svo vel, af því að ég hefi sjálf verið svo óhamingjusöm,“ bætti hún við og barðist árangurslaust við tárin. Sergia skildi vel, hvers vegna Mary var svona hrygg, og þegar hún sá hið föla andlit Mary, fann hún til hræðilegs samvizkubits. „Mary veit það ekki,“ sagði hún við sjálfa sig, „annars mundi hún ekki hafa komið hingað til mín,“ og þegar Mary ætlaði að faðma hana að sér, ýtti hún henni frá sér. „Hvers vegna ert þú hérna?“ spurði hún næst-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.