Vikan


Vikan - 16.03.1944, Síða 3

Vikan - 16.03.1944, Síða 3
VIKAN, nr. 11, 1944 3 (Sjá forsíðu). N. F. S. Grundtvig, einn af mestu andans mönnum dönsku þjóðarinnar, var fæddur 8. september 1783 skammt frá Vordingsborg á Sjá- landi, þar sem faðir hans, Johan Ottesen Grundtvig, var sóknarprestur, en móðir- in, Catrine Marie, f. Bang, var af gamalli danskri ætt. Móðir hans á að hafa sagt áður en Grundtvig fæddist, að ef hún eignaðist dreng, þá skyldi hún „láta hann læra til bókarinnar“, þótt hún yrði að rýja sig inn að skyrtunni. Hún efndi heit sitt trúlega og vakti meðal annars hinn mikla sagnfræði-áhuga Grundtvigs. Las hann gömlu annálana upphátt fyrir móður sína, en faðirin skýrði efnið fyrir drenginn. Níu ára gamall var Grundtvig sendur til prests á Jótlandi til að læra undir skóla og hafði veran þar mikil áhrif á hann. Minningin um józku bændurna, þrautseigju þeirra í lífsbaráttunni, mál þeirra og orða- tiltæki og sálmasöng, og náttúru Jót- lands varð honum mikils virði. En Grundt- vig var einmana og mætti litlum skilningi í uppvextinum, og ekki batnaði þetta, þegar hann 15 ára gamall fór í latínuskól- ann í Árósum. Honum féll ekki andrúms- loftið í skólanum. 1800 varð hann stúdent; ómannblendinn og stirðlegur, og fátæklega klæddur naut hann sín ekki í stúdenta- hópnum. 1803 tók hann embættispróf í guðfræði. Um tíma var Grundtvig heimiliskennari, en las mikið skáldskap meistaranna: Oehlenschlægers, Shakespeares, Schell- ings, Goethe og Schillers og skrifaði um goðafræði, trúarbrögð og helgisiði og fór sjálfur að yrkja. 1808 settist hann aftur- að í Kaupmannahöfn og varð þar kennari í sögu. Um þær mundir skrifaði hann verk, Hvelfing Grundtvigs-Uirkjunnar. Þriggja hæða hús gæti staðið undir miðhvelf- ingu kirkjunnar. Það gefur nokkra hugmynd um, hve þar er hátt til lofts. Turn kirkjunnar ,er þrjátíu og fimm metra breiður, hæð hennar átta- tiu metrar, lengd sjötíu metrar og um fimm miljónir múrsteina voru notaðir í þessa glæsilegu byggingu. Hver múrsteinn er ekki stór, en sam- einaðir mynda þeir geysimikið mannvirki; eins er með söfnun til bágstaddra bræðra: Margar smágjafir geta orðið að einni stórgjöf, sem gagn yrði í og þjóð vorri til sóma! Ávarp til íslenzku þjóðarinnar. 1U ikill fjöldi danskra flóttamanna dvel- ur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa kom- izt úr landi slyppir og snauðir, og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálp- arþurfa. Fólk þetta er úr öllum stéttum þjóðfélagsins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. Islenzka þjóðin hefir þegar sýnt Finn- um og Norðmönnum samúð sína í verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norðurlandaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur hefir verið sýndur. Mun það hafa komið af því, að fram til þessa hafa íslendingar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma, en nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Svíþjóð vera einna brýnust þeirra Norðurlandabúa, sem unnt er að rétta hjálparhönd eins og sakir standa. Islendingum hefur vegnað svo vel, þrátt fyrir allar hörmungar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styrktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátttakan almenn, erum við færir um að létta verulega raun- ir margra danskra flóttamanna, og það án þess, að nokkur einstaklingur taki nærri sér. Væntum vér því, að Islendingar liggi nú ekki á liði sínu, heldur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er beeta hjálpin, enda verði féð sent jafnóðum og það kemur inn. Það má ekki einvörðungu telja rétt að íslenzka þjóðin efni til slíkra samtaka, heldur siðferðilega skylt. Islendingar mega aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðarmálum. Reykjavík 1. marz 1944. Sigurður Nordal, prófessor. Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri. Stefán Jóh. Stefánsson, form. Nor- ræna félagsins. Bjöm Br. Björnsson, tannlæknir. Bjöm Þórðarson, forsætisráðherra. Brynjólfur Bjarnason, form. miðstj. Sósíalistaflokksins. Ey- steinn Jónsson, form. þingfl. Framsóknarmanna. Jón Hjaltalín Sigurðsson, rektor Háskóla Islands. Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans. Jónas sem setti hann í sumra augum við hlið mestu skálda þjóðarinnar. 1810 vildi faðir hans fá hann sem aðstoðarprest, en Grundtvig gat þá ekki hugsað sér það að hverfa úr höfuðborginni og verða fátækur prestur meðal bænda úti á landi. En ræða, sem hann hélt á þeim tíma um trúmál, vakti miklar deilur og Grundtvig fékk þá hugmyndina um að breyta dönsku kirkj- unni og las mikið biblíuna, rit Lúthers og sálma Kingos, og vakti við það dag og nótt. Það varð úr, eftir mikla reynslu og þjáningar, að Grundtvig gerðist aðstoðar- prestur föður síns í maí 1811. Árið 1822 var Grundtvig kallaður tií embættis í Kaupmannahöfn og gekk þar á ýmsu fyrir honum og er of langt að rekja þá sögu hér. Hann eignaðist örugga fylgjendur og svarna andstæðinga, eins og oftast vill verða, þegar um mikilmenni og mikla áhugamenn er að ræða. Hann skrif- aði ódauðleg verk, þýddi og samdi ara- grúa af sálmum og varð stórmenni í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann barðist fyrir frelsi innan kirkjunnar og helgaði henni mikið af starfskröftum sínum. Hann helg- aði og mjög krafta sína lýðháskólahug- sjóninni og trúði því, að slíkir skólar yrðu dönskum æskulýð til mikillar blessunar, gerði þann færan um að tileinka sér í rík- um mæli andleg verðmæti. Sálmar hans hljóma í dönsku kirkjunum og skoðanir hans á kirkjumálum eignuðust mikil ítök í mönnum, en danski lýðháskólinn hefir hlotið virðingu allra, sem þekkja menn- ingargildi hans. N. F. S. Grundtvig andaðist 2. septem- ber 1872. Þorbergsson, útvarpsstjóri. Skúli Skúlason, form. Blaðamannafél. Islands. Ásmundur Guðrnundsson, próf., form. Prestafélags Islands. Helgi H. Ei- ríksson, forseti Landssamb. iðnaðarmanna. Guð- geir Jónsson, forseti Alþýðusamb. Islands. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Sigurður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans. Þórarinn Þór- arinsson, ritstjóri Tímans. Iíristinn Stefánsson, stórtemplar. IMagnús Pétursson, héraðsl., form. Læknafél. Isl. Daníel Ágústínusson, ritari sam- bandsstj. U. M. 1. Steindór Steindórsson, form. Akureyrardeildar Norræna félagsins. Jakob Jóns- son, prestur. Garðar Svavarsson, prestur. Helgi Tómasson, dr. med. Itristján Guðlaugsson, ritstj. Vísis, form. M. F. 1. Ben. G. Waage, forseti 1. S. 1. Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs. Gisli Sveins- son, forseti sameinaðs alþingis. Haraldur Guð- mundsson, form. þingfl. Alþýðufl. Óiafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Sigurðsson, form. Rauða kross Islands. Guðmundur Ásbjörns- son, forseti bæjarstjómar Rvíkur.. Magnús Jóns- son, próf., form. Utvarpsráðs. Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri. Sigrurður Guðmundsson, skóla- meistari, Akureyri. Ingimar Jóhannesson, form. Sambands ísl. barnakennara. Hallgrímur Bene- diktsson, form. Verzlunarráðs Islands. Tómas Guðmundsson, form. Bandalags ísl. listamanna. Stefán Pétursson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Aml Jónsson frá Múla, ritstjóri Islands. Bjami As- geirsson, form. Búnaðarfélags Islands. Kjartan Thors, form. Landssamb. isl. útvegsmanna. Ragn- hildur Pétursdóttir, form. Kvenfélagasamb. Is- lands. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Kristján Jónsson, form. Isafjarðardeildar Norræna félags- ins. Jón Thorarensen, prestur. Ami Sigurðsson, frikirkjuprestur. Gunnlaugur Einarsson, læknir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.