Vikan


Vikan - 16.03.1944, Síða 6

Vikan - 16.03.1944, Síða 6
6 VIKAN, nr. 11, 1944 XXII. KAFLI. Ástin sigrar. Það var unaðslegt í Nizza, þegar Sir Allan kom þangað með konu sinni og lafði Sergiu. Þau áttu von á Juliani eftir nokkra daga, en eftir því sem stundin nálgaðist, að Sergia fengi að sjá Julian varð hún kvíðnari. Og þegar Mary spurði hana, hvers vegna hún væri svona hrygg, sagði hún: „Ég hefi þá tilfinningu, að ég sé ekki fædd til að vera hamingjusöm. Það eru til menn, sem eru skapaðir til að þjást." „Það er mjög heimskulegt af þér að segja þetta, Sergia,“ sagði Mary. „Nú eru bara nokkrir dag- g,r eftjr, kannske einn dagur, eða nokkrar klukku- stundir, svo verður þú hamingjusöm, það sem eftir •r lífsins.“ Jlún gekk með Sergiu upp í dagstofu hennar, og hún sagði við hana, að hún væri svona skap- Jauf vegna þess að hún væri svo þreytt, en þegar Mary var farin, gekk Sergia að opnum gluggan- um, hallaði sér að gluggakarminum og horfði út. Landslagið var dásamlega fallegt. Hún heyrði’ rödd álengdar, sem söng, og Sergia hlustaði á orðin, sem lofuðu ástina, sem þá tilfinningu, sem sigrast á sorg og kvíða. Hún var svo niðursokkin í hugsanir sinar, að hún þeyrði ekki að hurðin opnaðist og einhver kom inn í herbergið. Hana grunaði ekki sjálfa, hve fögur hún var þar sem hún stóð þarna niður- sokkin í hamingjusama drauma. „Julian,“ hvíslaði hún, þegar söngurinn dó út. „Julian, elskan mín.“ Á næsta augnabliki var Julian við hlið henn- ar; hún starði á hann eins og hann væri draum- sýn, svo féll hún í faðm hans og tárin streymdu niöur vanga hennar. Fyrstu augnablikin þögðu þau bæði. Julian var svo hrærður að hann gat engu orði upp komið, hann tók það svo nærri sér að sjá Sergiu aftur, því að hún bar merki sorgarinnar i andliti sér, Og hann ásakaði nú sjálfan sig biturlega fyrir að hafa farið. „Sergia," hvislaði hann loks, „segðu, að þú fyrirgefir mér?“ „Fyrirgefi þér?“ endurtók hún og horfði undr- andi á hann. „Hvað á ég að fyrirgefa þér? Það er ég, sem á að biðja þig um fyrirgefningu. Ég þarf að segja þér frá nokkru, Julian, áður en — ég get orðið frú Sergia.“ Hún reyndi að losa sig úr örmum hans, en hann viþdi ekki sleppa henni. „Ég veit það,“ hvíslaði hann. „Allan hefir sagt mér nokkuð. Ég veit nú, hvað þú hefir þolað, og það eykur aðeins sjálfsásakanir mínar. Ég minnist þess dags svo vel, þegar þú komst til mín til þess að ég skyldi hugga þig og hug- hreysta; en í stað þess var ég miskunnarlaus við þig. Þegar ég hugsa til þess, þá skamm- ast ég mín og mér finnst eins og ég hafi með minni sterku hönd kramið lítinn og hjálparvana fugl, sem leitaði hjálpar hjá henni. Ef þú elsk- ar mig, Sergia, þá fyrirgefðu mér, og þú mátt aldrei framar minnast á þenrian dag.“ „Það er fallega gert af þér, Julian, að taka þessu svona,“ sagði Sergia hrærð, „en það er nú samt dálítið, sem þú þarft að vita.“ „Já, en ekki núna, Sergia mín,“ sagði Julian. „Þú getur sagt mér það á morgun eða seinna. Hefði ég þennan dag beðið þig um að segja mér frá því, þá hefðir þú eflaust gert það, og ég get ekki lýst því fyrir þér, hve mikið ég sé eftir því að hafa ekki gert það. En það er líklega þannig, að ástin hefir alltaf við einhverja erfið- leika að etja — við skulum vera þakklát fyrir að hafa sigrast á þeim erfiðleikum, og við skul- um nú vera hamingjusöm." „Og þú kvíðir alls ekki fyrir því, sem ég hefi að segja þér?“ spurði hún og horfði rannsak- andi á hann. „Nei, Sergia, ég er aðeins hræddur við eitt, og það er — að dauðinn skilji okkur. Ég hefi verið miskunnarlaus við þig — jafnvel þó að ég vissi að ég elskaði þig. Ég var eins stórlátur og þú og harður eins og járnið, sem hendur mínar unnu við, en þú veizt, að eldurinn getur beygt járnið og ástin hefir drepið hið falska stolt. Ég veit, að þú ert miklu meira virði en ég; ég get alls ekki skilið, hvernig ég — venjulegur, verkamaður — já, það er ég, Sergia — hefi unnið þig, sem ert drottning í samanburði við mig.“ „Þú mátt ekki vanmeta sjálfan þig,“ sagði Sergia brosandi. „Berðu þig ekki saman við mig, því að þú þekkir mig kannske ekki rétt. Veiztu nokkuð um, að ég verði ekki aftur einn góðan veðurdag hin stórláta og kalda lafði Sergia?" „Þú getur aldrei orðið það, af því að þú ert það ekki og hefir aldrei verið það.“ „Það eru þó margir, sem segja hið gagnstæða," sagði Sergia og brosti lítið eitt. „Sir David hlífði mér ekki i bréfinu, sem hann skrifaði mér.“ „Ég hefi ekki trúað honum fyrir neinu," sagði Julian alvarlega, „en hann er, eins og þú sagðir einu sinni, mannþekkjari, og hann hefir getið sér til alls. Ég á annars von á bréfi frá honum, sem hann ætlaði að senda hingað. Já, Sergia, ég get líka þakkað þér fyrir vináttu hans — það veit ég vel.“ „Þetta er í fyrsta sinn, sem þú hefir þakkað mér fyrir nokkuð, Julian; hvar er stolt okkar?" „Eins og ég sagði þér áðan,“ sagði Julian og þrýsti hönd hennar fast, „ást okkar hefir gert það að engu.“ Það var mikil gleði fyrir frú Armstrong, þegar hún frétti að sonur hennar hafði kvænst Sergiu. Allan hafði auðvitað beðið hana og ungfrú Dering að vera við brúðkaupið; en gömlu kon- unni fannst hún ekki vera nógu hress til þes3 að þora að leggja út í svona langa ferð, og húií var meira en ánægð að vita, að báðum börnum hennar hafði hlotnast það, sem var hamingja lífs þeirra. Sergia hafði skrifað henni og lofað, að fyrsta heimsókn þeirra á Englandi yrði auðvitað „til mörnmu", eins og hún kallaði núna móður Julians. Sir David Hurst, sem hafði tekið sér nokkurs konár tilsjón með ungu hjónunum, hafði ákveðið, að þau skyldu fara í langt ferðalag, áður en þau kæmu aftur til Englands, en það fannst frú Armstrong alveg sjálfsagt. Hún tilheyrði þeim mæðrum, sem lifa fyrir hamingju barna sinna og krefjast einskis handa sjálfum sér, og hún gat aldrei fengið meiri sönnun á því að Julian væri hamingjusamur en bréfin, sem hún fékk næstum annan hvorn dag frá konu hans. I einu bréfinu skrifaði Sergia, að hún vonaði að frú Armstrong vildi búa hjá þeim, þegar þau búsettu sig í Englandi. Frú Armstrong var mjög hrærð yfir þessari beiðni, en hún afþakkaði hana þó, eins og hún hafði afþakkað að búa hjá Mary. Hún var mjög gáfuð kona, og hún hélt því fram, „að það væri alltaf bezt fyrir ung hjón að vera án fjölskyld- unnar hversdagslega." Það var því ákveðið, að útbúið yrði heimili fyrir hana á tveim stöðum, annað nálægt Juliani og Sergiu og hitt nálægt Allani og Mary, og þar átti frú Armstrong að búa til skiptis. Gertrude Dering var enn þá hjá henni og var ánægð að vera laus við erfiða kennslu, en frú Armstrong gat ekki búizt við að hafa hana meira en í eitt ár, því að hún hafði nýlega trúlofast unga aðstoðarprestinum í Stanchester, og þau ætluðu að gifta sig, þegar hann fengi hæfilegt embætti. Þegar Sir David hafði verið svaramaður við brúðkaup Sergiu og Julians og kvatt þau, er þau lögðu af stað í brúðkaupsferð, skrifaði hann, þegar hann kom heim, Stanschester lávarði bréf, sem hafði þau áhrif, að faðir Sergiu leit allt öðrum augum á ráðahag Sergiu. Þar sem Sir David Hurst hafði verið svara- maður og brúoguminn var mágur Sir Allans (Endir á næstu síðu!) Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. 'Érla: Viljið þér gera svo vel að láta hann Odd koma í símann? Hermaðurinn: Hvaða náungi er þessi Oddur? Ef hann er á ráðstefnu með yfirforingjunum, þá er auðvitað Foringinn: Hvað er þetta maður! Ég er hér að lesa her- ekki rétt að ónáða hann. búðablaðið okkar og svo kemur þú og leggur fynr gátur! Hermaður: Halló! Er Oddur þarna? Vinnu- Oddur: Hvar er síminn? Oddur: Liðþjálfinn sagði, að ég mætti aldrei konan þin er í símanum! Hermaðurinn: Hvemig dettur þér í hug að fara í fara ur herbunmgnum. bað í fötunum?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.