Vikan


Vikan - 16.03.1944, Qupperneq 10

Vikan - 16.03.1944, Qupperneq 10
10 VTKAN, nr. 11, 1944 nmu m.! & i iii i h. b y i i 1 m m m !■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■•■■■■••■■■■■■ Matseðillinn Steiktir kjúltlingar. 2—4 kjúklingar, smjör, péturs- selja, salt, 1 dl. jurtaseyði, 2 dl. mjólk, % dl. rjómi, 20 gr. hveiti, sósulitur, ef með þarf. 6—8 vikna gamlir kjúklingar eru góðir, en beztir eru þeir 4—5 mán- aða. Þeir eru hreinsaðir vel og þerr- aðir með hreinum klúti, fylltir með ofurlitlu af smjöri og pétursselju, sem tekin hefir verið af stilkunum og skoluð úr köldu vatni. Kjúklingamir Síðan saumaðir saman og brúnaðir í potti, sjóðandi jurtafeiti hellt yfir þá og soðnir við hægan eld í 1 klst. Hveitið er jafnað með rjómanum og hrært út í seyðið af kjúklingunum, salt og sósulitur eftir smekk. Kjúkl- ingarnir eru skornir í sundur, áður en þeir eru framreiddir og nokkru af sósunni hellt yfir þá á fatinu. Pram- reiddir með brúnuðum kartöflum, salati, sósu og berjahlaupi. Aprikósubúðingur. 100 gr. aprikósur, 3 dl. vatn, 50 gr. sykur, 3 bl. matarlim, 1 dl. rjómi, 1—2 eggjahvítur. Aprikósumar eru þvegnar og lagð- ar í bleyti í 3 dl. af vatni yfir nótt- ina. Soðnar í vatninu, sem þær hafa legið i bleyti í, þar til þær eru alveg komnar i mauk. Nuddað gegnum gatasigti. Sykur látinn í eftir smekk og matarlímið, sem lagt hefir verið í bleyti, er hrært saman við. Þegar þetta er alveg kalt og byrjað að þykkna, er hinum stífþeyttu hvítum blandað saman við. Hellt upp í skál og skreytt með þeyttum rjóma, áður en borðað er. Húsráð. Osturinn harðnar ekki eins fljótt, ef þér smyrjið dálítið smjör á þá hlið, sem skorið er af. Tízkumynd Þessi snotri kjóll er úr rauðgulu ullarefni. Hálsmálið, sem er eins og U í laginu, er mjög í tízku núna. Svartar perlur, sem eru í kringum hálsmálið, setja svip á kjólinn. Ef þér búið til búðinga, sem ekki þarf að sjóða, er þægilegast að búa þá til í könnu og hella síðan beint í smáskálamar. I Nýja ameríska sápan i f er handsápa hinna vandlátu. t % F æ s t v í ð a. Öruggasta og — bezta hanil|)vottael'nið. Kiæðnaður getur haft áhrif á líð- an manna alla og líkamsburð. Á það ekki sízt við um skófatnað. Allar hreyfingar verða að vera óhindraðar af fötum, ekki sízt öndunarhreyfing- arnar. Lífstykkin, sællar minningar, voru andstyggilegar flíkur og eiga vonandi aldrei afturkvæmt. Þegar axlabönd eru notuð til þess að bera uppi fatnað, þurfa þau helzt að vera breið og liggja eins nálægt hálsinum og kostur er. Hvíli þunginn yzt á öxlunum, hættir þeim til að togast fram og niður. Sérstaklega ber að hafa gát á þessu hjá börnum og óhörðnuðum unglingum. Sama máli gegnir um yfirhafnir og aðrar þung- ar flíkur. Þær eiga að vera sniðnar þannig, að þunginn hvíli jafnt á, en liggi ekki allur úti á axlarliðnum. Einnig verður bakið á flíkinni að vera það beint, að kraginn hvíli ekki þungt aftan á hálsinum og ýti hon- um fram. Reyni menn mikið á fæt- urna, sér I lagi við stöður, hættir þeim við ilsigi. Minnkar þá fjaður- magn í ganginum, og limaburður verður allur þunglamalegur. Mikið má gera til þess að fyrirbyggja ilsig með heppilegum fótabúnaði. Skórnir þurfa að vera vel langir, rúmir um tærnar, hælkappinn svo þröngur, að hann liggi að hælnum, og skórinn svo þröngur yfir háristina, að hann festi fótinn aftur og niður i skóiðn við reiminguna, láilin þarf að vera stinn, hællinn með breiðum gangfleti og ekki of hár. Nú eru fætur með ýmsu lagi, sumir stuttir og gildir, aðrir langir og grannir. Leiðir af því, að skór þurfa að vera misvíðir, þótt jafnlangir séu, enda framleiða skóverksmiðjur fleiri en eina vídd — að jafnaði þrjár — fyrir hverja lengd og gerð. Fái einhver ekki mátulega víða skó, ef lengdin er hæfileg, ætti hann að biðja skókaupmann sinn um næstu vídd fyrir ofan eða neðan, eftir því sem við á, en kaupa ekki of stutta skó, ef rétta lengdin er of víð, eða of langa, ef hún er of þröng. Þó að skólatöskur barna teljist ekki til klæðnaðar, má vel minnast á þær hér, því að þær geta gert sitt til þess að skekkja vöxtinn. Skárstar MILO eru þær, sem bomar eru á bakinu í silum, eins og venjulegir bakpokar, hinar, sem bomar eru í ól yfir aðra öxlina, eru mun lakari, svo og þær, sem bornar eru í eða undir hendinni. Bætir það ekki um, að venjulega em töskumar bornar í sömu hendi eða á sömu öxl. Enn verður að hafa gát á því, að töskurnar séu ekki of þungar. Mörgum börnum hættir við að fylla töskur sínar af alls konar bók rm og dóti, sem ekki kemur skólanu.-n við, eða þau þurfa að minnsta kosti ckki að nota á hverjum degi. Ætti að gæta þess, að bömin hefðu ekki meira í töskum sínum en nauðsyn krefur. Úr „Heilsurækt og mannamein“. Skrautlegur klæðnaður. Silfurplett Borðbúnaður 6 hnífar 6 matskeiðar 6 gaflar 6 teskeiðar 24 stk. á kr. 104,85. Sendum gegn póstlíröfu. ■JLi v e rp a a

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.