Vikan - 16.03.1944, Page 12
12
VIKAN, nr. 11, 1944
er næsta spurningin. Ég segi — já! Þér líka
læknir?“
Læknirinn kinkaði kolli. „Já, en spumingunni
„Var það seinna?" væri líka hægt að svara með
jái. Ég er sammála yður, Bouc, og ég býst við,
að Poirot sé það líka, þó að hann langi ekki til
að gefa á sér höggstað. Fyrsti morðinginn kom
fyrir kl. 1,15, en hinn morðinginn eftir kl. 1,15.
Og svo að við snúum okkur að því, hvort morð-
inginn hafi verið örvhentur, ættum við þá ekki
að athuga farþegana?"
„Ég hefi ekki alveg gengið fram hjá þessu
atriði," sagði Poirot. „Þið tókuð kannske eftir
því, að ég lét þá alla skrifa nafn sitt og heim-
ilisfang. Þetta þarf þó ekki að vera ákvarðandi,
því að sumir nota hægri höndina til eins og
vinstri til annars. Sumir skrifa með hægri hend-
inni, en leika golf með þeirri vinstri. En þó er
nokkuð, sem er einkennilegt. Allir tóku pennann
með hægri hendinni — nema Dragomiroff prins-
essa, sem neitaði að skrifa." „Dragomiroff prins-
essa — ómögulegt," sagði Bouc.
„Ég efast um að hún hafi nóga krafta til þess
að reka þessa örvhentu stungu," sagði Constan-
tine tortryggnislega. „Það sár hefir verið veitt
með töluverðu afli.“
„Meira en kona getur haft?“
„Nei, ekki segi ég það. En ég held að það sé
meira en svona fullorðin kona getur, og Drago-
miroff prinsessa lítur út fyrir að vera sérstak-
lega kraftalaus."
„Það getur hér verið um annað að ræða, mátt
hugans yfir líkamanum. Dragomiroff prinsessa
hefir mjög sterka skapgerð og ótrúlega sterkan
vilja. En við skulum hætta að hugsa um það
dálitla stund, og snúa okkur að öðru.“
„Spumingunum 9 og 10? Getum við gengið
út frá því, að fleiri en einn hafi rekið hníf í
Rachett og hvaða aðra útskýringu er hægt að
gefa á sámnum? Það er ekki auðvelt að hugsa
sér það, að einn maður hafi fyrst rekið hnífinn
laust í hann, síðan fast, fyrst með hægri hend-
inni, síðan vinstri, og svo eftir hálftíma bið veitt
líkinu ný sár — nei, það er ótrúlegt."
„Nei, það er ekki trúlegt," sagði Poirot. Og
þú heldur, að það geti verið um tvo morðingja að
ræða?“
1. Maggi: Þú ert svei mér ánægður á svipinn
núna, Kalli!
Kalli: Það er engin furða, þetta er fyrsti fisk-
urinn, sem ég hefi veitt.
2. Kalli: Afskaplega er þetta gaman. Það borg-
aði sig að hanga eftir þessu!
3. Maggi: Já, þú getur haft fisk til matar í
kvöld!
„Eins og þú hefir sjálfur sagt, hvaða skýring
getur önnur verið á þessu?"
Poirot starði fram fyrir sig. „Það er einmitt
það, sem ég er að spyrja sjálfan mig að," sagði
hann. „Ég er alltaf að spyrja sjálfan mig að því.“
Hann hallaði sér aftur í stólnum.
„Héðan í frá er allt hér.“ Hann barði á enni
sitt. „Við höfum þrælast í gegnum það. Nú liggja
staðreyndirnar beint fyrir framan okkur — rað-
aðar niður eftir röð og reglu. Héma hafa far-
þegamir setið og gefið vitnisburð sinn hver eftir
annan. Við vitum allt, sem við getum fengið að
vita — að utan ..."
Hann brosti ástúðlega til Boues.
„Jæja, hefir ykkur ekki fundizt gaman að
reyna að komast að sannleikanum ? Ég ætla mér
nú að framkvæma kenningar mínar héma fyrir
augum ykkar. Þið verðið að gera slíkt hið
sama. Við skulum allir loka augunum og
hugsa . . .
Einn eða fleiri af farþegunum drápu Ratchett.
Hver var það?"
26. KAFDI.
Smáatriði, sem geta verið þýðingarmikil.
Það leið stundarfjörðungur áður en nokkur
talaði.
Bouc og dr. Constantine reyndu að fylgja fyrir-
skipun Poirots. Þeir höfðu reynt að sjá ein-
hverja skýra lausn í gegnum móðu af smáatrið-
um, sem komu í bága við hvort annað.
Bouc hafði hugsað eitthvað á þessa leið:
„Auðvitað verð ég að hugsa. En ég hefi nú
þegar hugsað ... Það er auðheyrt, að Poirot
heldur að þessi enska stúlka sé við málið riðin.
Ég get ekki gert að því, að mér finnst það mjög
ólíklegt ... Englendingar eru kaldir. Ef til vill
vegna þess að þeir hafa ekkert hugmyndaflug
... Það virðist ekki geta verið Italinn — mjög
leitt. Ekki býst ég við því, að enski þjónninn
sé að ljúga, þegar hann segir að hinn hafi ekki
farið út úr klefanum ? Og hvers vegna ætti hann
að gera það ? Það er ekki auðvelt að múta
Englendingum. Þetta er allt mjög leiðinlegt.
Hvenær skyldum við losna úr þessu? Það hlýt-
Kalli: Dettur þér í hug að ég fari að borða
fyrsta fiskinn, sem ég veiði? Finnst þér ekki að
ég ætti heldur að þurrka hann og geyma hann
eins og gert er á náttúrugripasafninu.
4. Maggi: Það geturðu auðvitað gert, en ef ég
væri í þínum sporum, þá mundi ég fara fyrst með
fiskinn til ljósmyndara og láta stækka hann!
ur að vera einhver björgunarsveit á leiðinni.
Þeir eru svo hægfara í þessum löndum . . ., það
liða margar klukkustundir áður en nokkrum
dettur í hug að hreyfa sig. Og það verður erfitt
að eiga við lögregluna hér. Þeir munu gera mikið
veður út af þessu. Það er ekki oft sem þeir fá
slíkt tækifæri. Það kemur í dagblöðunum . . .“
Og Bouc hélt áfram að hugsa það, sem hann
hafði hugsað svo oft áður.
Dr. Constantine hugsaði á þessa leið:
„Hann er undarlegur þessi litli maður. Snill-
ingur ? Ætli hann geti leyst leyndarmálið ? Það
er ómögulegt, ég sé enga leið út úr því. Það er
alltof ruglingslegt. — Kannske að allir segi
ósatt. En það hjálpar jafnvel ekki. Ef þeir segja
allir ósatt, þá er það alveg eins undarlegt og ef
þeir segðu allir satt. Einkennilegt með sárin. Ég
skil það ekki. — Það mundi hafa verið auðveld-
ara, hefði hann verið skotinn til bana. Skrítið
land, Ameríka. Mér þætti gaman að koma þangað.
Það er framfaraland. Þegar ég kem heim þá
verð ég að ná í Demetrius Zagone — hann hefir
verið í Ameríku, og hann er fullur af nýtízku
hugmyndum ... Hvað skyldi Zia vera að gera
núna. Ef kona mín nokkumtíma —.“
Og hann hélt áfram að hugsa um einkamál . . .
Hercule Poirot bærði ekki á sér. Maður gæti
haldið, að hann svæfi.
En allt í einu, eftir stundarfjórðungs hreyfing-
arleysi, byrjuðu augnabrúnir hans allt í einu að
hreyfast. Hann andvarpaði léttilega. Hann
muldraði í barm sér. „Þegar öllu er á botninn
hvolft, þá, hvers vegna ekki? Og þá, hvers vegna;
það mundi útskýra allt.“
Hann opnaði augun. Þau voru græn eins og i
ketti. Hann sagði hægt: „Jæja, þá hefi ég hugs-
að og þið ?"
Mennimir, sem voru niðursokknir í hugsanir
sínar, hrukku báðir við.
„Ég hefi líka hugsað," sagði Bouc sektarlegur
á svipinn. „En ég hefi ekki komizt að neinni
niðurstöðu. Það sem komið er upp um glæpinn
er þér að þakka, ekki mér, vinur minn.“
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.