Vikan - 16.03.1944, Qupperneq 14
14
VTKAN, nr. 11, 1944
Höfum fyrirliggjandi:
Vatnsleiðslu-
pípur
og
Fittings,
einnig
Saum
í flestum venjulegum
stærðum.
HELGI MAGNÚSSON & co
Hafnarstræti 19. - Reykjavík.
að ég væri blauður, svo að ég neyddi mig
til þess að kveikja í vindlingi.
„Þér hafið myrt mig,“ sagði ég og gat
ekki gert að.því, að röddin skalf, „og þér
fáið að kenna á því. Land mitt hefnir fyrir
morð á þegnum sínum.“
„Heiður þessa göfuga húss,“ byrjaði
hann, þegar allt í einu kom kvalasvipur á
andlit hans. „Hinn göfugi gestur mun ekki
deyja!“ sagði hann og benti á Tunglblóm-
ið, sem hafði staðið upp og stóð fyrir
framan reykelsisker úti við vegginn. Hún
hneig hægt niður á gólfið.
„Heiðri þessa húss hefir verið bjargað!“
„Ó, þú órnenni!" hrópaði ég og þaut til
hennar og náði henni einmitt, þegar augu
hennar brustu. Ég beygði mig niður og
lyfti henni upp. Bros leið yfir andht henn-
ar, og hún andvarpaði:
„Ástin mín er ekki í hættu! Tunglblómið
mútaði þjóninum til að sjá um, að hinn
háttvirti kennari tæki glasið, sem var
eiturlaust. Hún gat ekki látið hann deyja,
heittelskaða kennarann."
Ég hélt þessum litla, létta líkama fast
að mér. Og enn einu sinni hvíslaði hún:
„Tunglblómið elskaði kennara sinn frá
upphafi, en það var ekki fyrr en faðir
hennar sýndi henni þetta dásamlega ástar-
bréf, að hún vissi, að hann elskaði hana
lika-----.“
„Ástin mín — far vel!“
Hún var dáin.
Undarlega blíðutilfinningu lagði um mig,
þegar ég kyssti ástúðlega á augnalok
hennar. Það hlaut að vera einhver hræði-
223. KROSSGATA
Vikunnar
i Lárétt skýring:
a 1. vinnulaun. — 11. ræða. —• 12. þrengsli. —
13. afrek. — 14. tangi. — 16. hreyfist. — 19.
'* ráðabrugg. — 20. blómjurt. •—• 21. hlass. — 22.
vökvi. — 23. tónn. — 27. tvíhljóði. — 28. sár. —
29. listamenn. — 30. liðdýr. — 31. frumefni. —
34. tónn. — 35. þáttagreining. — 41. æskulýðs-
félaga. — 42. erfið. — 43. borðáhaldið. — 47.
forsetning. — 49. ung. — 50. eykt. — 51. fiski-
maður. — 52. skrá. — 53. málfr. sk.st. — 56.
tala. — 57. eldfæri, — 58. legg á flótta. — 59.
f júk. -— 61. ung-selur. — 65. skip. — 67. lærði. —
68. bendi. — 71. hraust. — 73. velta. — 74.
öfugsnúið. (Þgf. flt.).
Lóðrétt skýring:
1. eytt. — 2. strengir. — 3. sk.st. — 4. eldsneyti.
— 5. tenging. — 6. sk.st. — 7. höndlað. — 8.
tenging. — 9. sælu. — 10. greiði. — 11. meðal-
manninn. — 15. ýkjukenndur áróður (ef.). — 17.
vex i jörðu. — 18. málæðis. — 19. úrgangur. —
24. álpast. — 25. sleipur. — 26. hiti. — 27. eign.
— 32. fæðis. — 33. erfiði. — 35. óhreinindi. —
36. klæði. — 37. for. — 38. háls. — 39. skaut. —
40. starf. — 44. illgresi. — 45 hlaða. — 46.
snemma. — 48. útlim. — 49. verkfæri. — 54.
frændi. — 55. rit. — 57. liðdýra. — 60. viðar-
tegund. — 62. býður við. —- 63. leiks. — 64. villi
um. — 66. í munni. — 68. tenging. — 70. úttekið.
—71. tenging. — 72. ónefndur.
Lansn á 222. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1. samhaldssamur. — 11. þóf. — 12. óla.
— 13. álf. — 14. nót. — 16. rall. — 19. angi. —
20. sek. — 21. aum. — 22. ósi. — 23. um. — 27.
of. — 28. tak. — 29. buðlung. — 30. efi. — 31. at.
— 34. NN. — 35. saknaðartár. — 41. leiga. —
42. áræði. — 43. gildaskálar. — 47. ná. — 49. f, g.
— 50. dag. — 51. skammur. — 52. ýla. — 53. ir.
56. ás. — 57. æra. — 58. mas. — 59. met. — 61.
gola. — 65. römm. — 67. Ari. — 68. orð. — 71.
ota. — 73. lúi. — 74. tryggðapantur.
Lóðrétt: 1. Sóa. — 2. afls. — 3. hó. — 4. ala.
— 5. la. — 6. sá. — 7. slæ. — 8. af. — 9. unni. —
10. róg. — 11. þrautarlendinga. — 15. tilfinninga-
semi. — 17. let. — 18. ruslið. — 19. asi. — 24.
mat. — 25. auðn. — 26. anar. — 27. ofn. — 32.
ragir. — 33. gárar. — 35. sig. — 36. kal. — 37.
apa. — 38. ask. — 39. tál. — 40. rær. — 44. dika.
— 45. samtal. — 46. áðum. -— 48. áar. — 49. flá.
— 54. ára. — 55. ger. — 57. ælir. — 60. tölu. —
62. ort. —- 63. arg. — 64. ata. — 66. múr. — 68.
og. — 70. æð. — 71. op. — 72. an.
Lausn á orðaþraut á bls. 13.
HELGAFELL.
HALUR
EIÐAR
LUNG A
GUNN A
ALINA
F ALL A
EINNA
LET J A
LAKUR
Svör við Veiztu —? á bls. 4:
1. Grím Thomsen.
2. Þýzkur, 1869—1933.
3. Hann fæddist á Espihóli í Eyjafirði 1769 (dó
1836), og aðalverk hans er Islands Árbækur,
12 bindi, sem ná yfir árin 1262—1832.
4. 671 fyrir Kr.
5. Grár af spjótum.
6. Hún er í Njálu, sögð af Flósa, er þeir sáu
Orkneyjar.
7. Verdi, ítalskur, uppi 1813-—1901.
8. Jón Stefánsson, fæddur 1851 á Skútustöðum
við Mývatn, en bjó lengst á Litluströnd 5
Mývatnssveit og andaðist þar 1915.
9. Aristofanes hét hinn óviðjafnanlegi meistarl
gríska háðleiksins, hann fæddist um 450 og
dó um 385, að öðru leyti er ævi hans litt
kunn."
10. Hún er eftir Dmitri Mereskowski og Björg-
úlfur Ólafsson þýddi hana.
legur misskilningur bak við þetta, mis-
skilningur, sem ég hefði ef til vill getað
leiðrétt, hefði ég vitað um hann.
Ég lagði liðinn líkamann niður fyrir
framan rjúkandi reykelsiskerið og ein-
kennilega útlítandi guðinn — hennar
guð. Svo tók ég litla blómið, sem hafði
dottið úr hári hennar og setti það þar,
sem það hafði verið áður.
Með tárvot augu sneri ég mér að Chung-
Ping. Hann sat samanfallinn í stóli sínum.
Hann var líka dáinn.
Ég veit ekki, hve lengi ég var í þessu
herbergi. Þegar ég rankaði við mér aftur,
starði ég á blóðrauða blettinn á dúknum
þar sem Tunglblómið sat. Eina tákn þess,
að hún hafði vitað, að dauðinn beið henn-
ar. Hvílíkur kjarkur! Hvílíkt jafnaðargeð
— augliti til auglits við dauðann. Og hún,
sem var ekki nema barn!
Brátt komu þjónarnir inn. Það leit út,
sem þeir hefðu fengið nákvæm fyrirmæli
og vissu hvað þeir ættu að gera. Þeir bók-
staflega leiddu mig út úr húsinu með
mörgum góðum óskum. Það var eins og
ég væri gestur, sem hafði komið af til-
viljun.
Viku síðar, þegar ég var kominn langt
í burtu, fann ég skýringuna á þessum
örlagaríka misskilningi. Ég hafði verið að
þýða franska bók á kínverzku, og eitt
blað af þessari þýðingu hafði legið inni í
stofu minni. Ég hafði týnt handritinu og
aldrei fundið það aftur. Chuang Chung-
Ping hlaut að hafa heimsótt mig þá, þegar
ég vann niður við vatnið og lesið þessa
síðu af kínversku þýðingunni og tekið hana
með sér. Það var allt.“
Það var þögn eitt andartak, þegar tötra-
legi maðurinn hafði lokið frásögn sinni.
Svo stóð skipstjórinn upp.
„Nú?“ spurði hann ákafur. ,,En hver
andsk...... stóð þá skrifaður á þessu
blaði?“
,,Ó, já,“ sagði maðurinn og starði fram
fyrir sig. ,,Ég gleymdi að segja frá því.
Það var þýðing á franskri bók, sem hét:
„Fræg ástarbréf “!