Vikan


Vikan - 01.06.1944, Síða 1

Vikan - 01.06.1944, Síða 1
LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR Skógrœktarfélags Islarids. Varla er hægt að hugsa sér feg- urra hlutverk en pað að hjálpa til að auka gróður síns eigin lands, ekki sízt pegar pað er víða bert og blásið og stór flæmi, sem eng- in leið er að rækta. Islendingar þurfa að lyfta risaátaki á þessu sviði. Það á að kenna hver ju barni að elska og virða gróðurinn — og þá munu grænu blettirnir á Islandi verða fleiri og stærri. Skógræktarfélag Islands hefir sent út eftirfar- andi ávarp til Islendinga: Samtímis því, að þjóðin er kvödd til þess að taka ákvörðun um stofnun lýðveldis, kom fram sú hugmynd, að efnt yrði til einhverrar þeirrar framkvæmdar, er allir landsmenn gæti átt hlut að og gildi hefði fyrir alda og óborna. Hefir orðið að ráði, að stofnaður yrði Land- græðslusjóður Skógræktarfélags Islands. Þessum sjóði er eigi aðeins ætlað að verða til styrktar trjárækt og skóggræðslu, heldur einnig að verja gróðurlendi og klæða sem mest af landinu ein- hverjum nytjagróðri. Sagan leiðir í Ijós, hversu náið samband er milli gróðurfars landa og farnaðar þjóða. Menningar- skeið þjóða eru samfara því, að skógar og hvers konar nytjagróður stendur með blóma, en þegar gróðurfari hnignar fylgir fátækt og afturför í kjöl- farið. Þannig hefir þessu verið varið einnig um okkar land. Og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að Framhald á 7. síðu. Gamli reynirinn i Nauthúsagili. 16 síður. Verð 1,25. Nr. 22, 1. júni 1944.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.