Vikan


Vikan - 01.06.1944, Page 4

Vikan - 01.06.1944, Page 4
4 VIKAN, nr. 22, 1944 Hamra skaltu — Þetta er saga um mann, sem var fljótur að taka ákvörðun. Hann vissi, að járnið á að hamra heitt og ,,að hika er sama og tapa“ —. Hátt uppi í Alpafjöllum, ekki langt frá Miinchen, er skíðahótel. Morgun einn komu ung ensk hjón til hótelsins. Hún virtist hjúfra sig hálf- smeyk upp að manninum, þegar hann var að borga ökulaunin, og hann var tauga- óstyrkur, er hann bað húsvörðinn um tvö einsmannsherbergi. Húsvörðurinn leit upp, og þótt hann væri ekki vanur að láta sjá á sér, hvað hann hugsaði, þá gat hann . ekki leynt undruninni og hræðslunni, sem greip hann við að sjá Lawton — og þessi augljósu undrun húsvarðarins virtist gera Lawton enn þá óstyrkari. Þegar nýkomnu gsetirnir hurfu inn í lyftuna, hljóp húsvörðurinn til hótelstjór- ans. ,,Það er hann — ég er alveg viss um, að það er hann — enski bankamaðurinn, sem Scotland Yard er að auglýsa eftir — hann hvarf með hvorki meira né minna en 200 þúsund krónur!“ „Nýi gesturinn okkar? Það er ómögu- legt! Við verðum strax að fá að sjá skil- ríkin hans,“ svaraði hótelstjórinn allæstur og hélt undir eins af stað með húsverðinum til herbergja Lawtons. Hann barði að dyrum, og þeir heyrðu talað saman í lágum hljóðum og hurð var lokað. Síðan lykli snúið og dyrnar opnuðust. Lawton spurði, hvað herrunum^ væri á höndum. „Hér er um óskemmtilegt mál að ræða, Lawton,“ sagði hótelstjórinn, „en eins og þér munuð sjá á þessari auglýsingu frá lögreglunni, eruð þér ákaflega líkur hin- um fræga bankamanni, sem verið er að leita að um allar jarðir, og það er skylda mín að ganga úr skugga um, að þér séuð sá, sem þér segist vera.“ Lawton fölnaði, þegar hann tók við aug- lýsingu lögreglunnar, en hótelstjóranum virtist honum létta, er hann hafði lesið hana. . Það kom í ljós, að Lawton hafði vegabréf, skilríki mín,“ sagði Lawton. Það kom í ljós, að Lawton hafði passa, skírnarvottorð og önnur skjöl, sem sýndu það svart á hvítu, hver hann var, og af þessu öllu saman var augljóst, að það var ekkert sameignilegt með honum og þjóf- inum, sem auglýst var eftir, annað en það, að þeir voru nauðalíkir í sjón. Hótelstjórinn bað Lawton margfaldrar afsökunar og sagði, að sér þætti þetta mjög leitt, en til öryggis hringdi hann í lögregluna, þegar hann kom niður í skrif- stofuna. Stuttu síðar komu tveir leynilög- reglumenn og settust að á hótelinu, til þess að rannsaka málið betur. Þegar líða tók á daginn, kom Crayton til hótelsins — og Crayton var bankamað- urinn, sem auglýst var eftir! Hann var með hornspangargleraugu og yfirskegg og það var ekki nokkur leið að sjá, að hann væri líkur manninum, sem lögreglan var að leita að. Það var engin tilviljun, að hann kom til þessa hótels: Hann hafði ferðast frá Berlín til Miinchen í sama járnbrautar- vagni og Lawton-hjónin og orðið stein- hissa á því, hvað þeir Lawton voru líkir- og honum varð það undir eins ljóst, að þetta tækifæri mátti hann ekki láta ónot- að — hann varð að hagnýta sér það, að þeir voru svona líkir. Hann hafði skilið það á samtali þeirra, að þau höfðu flúið að heiman, og ekki dró það úr áhuga hans á þessum ungu manneskjum. Crayton var snemma næsta morgun í forsal hótelsins, albúinn til að fara á skíði og fylgjast á þann hátt með ungu „hjón- unum“. Þau fóru út og á skíði og Cray- ton á eftir þeim. Leynilögreglumennirnir, er fylgdust af áhuga með öllu, sem gerðist, fóru í humátt á eftir þeim. Þeir voru ekki vanir að fara á skíðum, en húsvörðurinn hafði sagt þeim, hvert hjónin og Crayton ætluðu. Þeir fóru því rólega, enda leið ekki á löngu áður en þremenningarnir hurfu þeim sýnum. Þegar hjónin komu á áfangastaðinn, en það var ferðamannastaður í fjöllunum, settust þau dauðþreytt við eitt borðið. Skömmu seinna var Crayton líka mættur þar og tók sér sæti við sama borð og sagði alveg formálalaust: S VEIZTU — ? ■ 1. Eftir hvern er þessi vísa? Það er kölluð bræðrabylta, ef báðir falla á grund. Það er ómögulegt fyrir alla pilta að eiga sama sprund. jj 2. Hvað og hvar er Monte Cristo ? 3. Hver gerði Svíþjóð að erfðaríki og kom þar á Lútherstrú? ■ 4. Hver sagði: „Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar.“ 5. Hvenær var þrjátíu ára stríðið ? ■ 6. Hvar og hvenær var Öm Arnarson fæddur? 7. Hver samdi Júpiters Symfóníuna? S 8. Hvenær voru Bartólómessúvígin ? 9. Eftir hvern er leikritið Hellismenn? ■ 10. Hver sagði: „Það tekur tryggðinni i skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.“ Sjá svör á bls. 14. ; SMÁSAGA 1 eftir James F. Murphey S „Þið hafið eflaust heyrt um bankaþjóf- inn, sem auglýst er eftir, er það ekki? Ég veit ýmislegt um yður, Lawton, t. d. það, að þér flýðuð að heiman, en ég lofa því, að koma ekki upp um yður, ef þér látið sem þér þekkið mig og í einu og öllu farið eftir því, sem ég ákveð. Það yrði illt fyrir yður, ef þér ekki færuð að vilja mín- um.“ Eftir litla þögn hélt Crayton áfram: „Þér, Lawton, fáið yður herbergi i hóteli hér á næstu grösum og haldið yður þar, þangað til frúin sækir yður. Og þér, frú Lawton, verðið hér kyrrar hjá mér, þangað til leynilögreglumennirnir koma. — Æ, fyrirgefið! Þið vitið auðvitað ekki, að þessir snotru menn, sem koma á eftir okkur, eru leynilögreglumenn. En ég var ekki lengi að átta mig á því, hverjir það voru!“ Lawton-hjónin sáu ekki önnur ráð í svipinn en að gera eins og Crayton sagði. Lawton fór. Þegar Crayton var orðinn einn eftir með frúnni, tók hann af sér gleraugun og skeggið og frú Lawton varð forviða, er hún sá, hve þeir voru líkir, þjófurinn og maðurinn hennar. „Ég skil vel undrun yðar,“ sagði þjóf- urinn, „ég líkist á hinn furðulegasta hátt manninum yðar og ætla að nota mér það. Og nú verðið þér að haga yður nákvæm- lega eins og ég vil.“ Þau höfðu ekki næði til að tala meira saman, því að rétt á eftir komu leynilög- reglumennirnir inn úr dyrunum og gengu til þeirra. „Afsakið,“ sögðu þeir, „þið hafið víst ekki séð manninn með gleraugum og skeggið, sem fór um sömu mundir og þið frá hótelinu?“ spurði annar þeirra kurt- eislega. „Jú,“ svaraði Crayton, „hann sagði okk- ur, að hann ætlaði til Weissbrunn, en það er þrjá til fjóra tíma verið að fara þangað á skíðum. Sagði hann ekki Weissbrunn?" spurði hann og sneri sér að frú Lawton. „Jú, hann ætlaði til Weissbrunn," svar- aði hún. Leynilögreglumennirnir þökkuðu fyrir upplýsingarnar og héldu aftur af stað, augsýnilega öskuvondir yfir því að þurfa að fara þessa löngu leið. „Þakka yður fyrir, að þér voruð svona elskuleg að hjálpa mér, frú Lawton,“ sagði Crayton. „Nú getið þér mín vegna farið til mannsins yðar.“ Crayton hneigði sig og fór út, flýtti sér á skíðin og þaut til hótelsins. Nú þurfti hann að vera fljótur í snún- ingum og fara þó varlega. Hann komst óséður upp í herbergið sitt, hafði fataskipti í mesta flýti og setti niður í ferðakisturn- Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.