Vikan


Vikan - 01.06.1944, Síða 5

Vikan - 01.06.1944, Síða 5
5 VIKAN, nr. 22, 1944 Ný framhaldssaga: niiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiuuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiHinimiinuimmtiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiimiiMimiiuiiiiminimiiiiiiiiinniiiimimiitmiiiiun i Poirot og lœknirinn 6 l....................................................................................—......................................... Sakamálasaga eítir Agatha Christie ........................... m.a.u^ „Ekki held ég það, en ég skal ganga úr skugga um það.“ „Nei, það hefir enginn komið í kvöld.“ „En bakdyramegin ?“ Hann gekk til dyranna, en lögreglufulltrúinn gaf honum merki með hendinni. „Nei, þakka yður fyrir. Ég skal athuga þetta sjálfur. En fyrst langar mig til að athuga nokkuru nánar um tímann. Hver sá Ackroyd siðast lifandi?" „Sennilega ég,“ sagði ég, „þegar ég fór — við skulum sjá — um tiu mínútur fyrir níu. Hann sagði mér, að haáin vildi ekki láta ónáða sig, og ég skýrði Parker frá því.“ „Þetta er alveg rétt,“ sagði Parker virðulega. „Það er full vissa fyrir því, að Ackroyd var lifandi klukkan hálftíu,“ skaut Raymond inní, „því að þá heyrði ég hann tala hérna í þessu herbergi." „Við hvern var hann að tala?“ „Það veit ég ekki. Þegar ég heyrði í honum, þóttist ég auðvitað viss um, að Sheppard lœknir væri hjá honum. Ég þurfti að fá upplýsingar viðvíkjandi skjölum, sem ég var að vinna að, en er ég heyrði samtalið mundi ég eftir því, að Ackroyd hafði sagt, að hann þyrfti að tala við Sheppard og vildi ekki láta trufla sig á meCan, og hætti ég þess vegna við að fara inn. En nú er svo að sjá, að læknirinn hafi þá verið far- inn.“ * Ég kinkaði kolli til samþyklcis. „Ég var kominn heim fimmtán mínútur yfir níu,“ sagði ég. „Ég fór ekki út aftur fyrr en hringt var í mig.“ „Hver gat þá vprið hjá honum klukkan hálf- tíu?“ spurði kjallarameistarinn. „Fyrst það voruð ekki þér, um hvern getur þá verið að ræða?“ „Blunt rnajór," sagði ég. „Hector Blunt majór,“ sagði kjallarameistar- inn, og það var virðingarhreimur j röddinni. Blunt hristi aðeins höfuðið. „Mig minnir, að ég hafi séð yður hér áður," sagði lögreglufulltrúinn. „Ég kom yður ekki fyrir mig strax, en þér voruð hér hjá Ackroyd í mai í fyrra.“ „1 júní,“ leiðrétti Blunt. „Einmitt í júní, það cr alveg rétt! En ég ætlaði að spyrja yður um annað: Voruð þér hjá Aclc- royd klukkan hálftiu ?“ Blunt hristi höfuðið. „Sá hann ekki eftir mat,“ sagði hann síðan. Lögreglufulltrúinn sneri sér að Raymond. „Heyrðuð þér nokkuð af samtalinu?“ „Það var ekki mikið,“ sagði Raymond, „cn af því að ég hélt, að Sheppard væri hjá Ackroyd,’ þá var ég hissa á því, sem ég heyrði. Ég held ég muni rétt, hvað það var: Ackroyd sagði: „Þessar peningabeiðnir haf verið svo tíðar uppá síðkastið, að mér finnst ómögulegt að sinna þeim lengur,“ — þetta var einmitt það, sem hann sagði. Mér datt auðvitað ekki í hug að hlusta á samtalið og heyrði því ekr.i meira. Ég var dálitið hissa á þessu, af þvi að ég hélt, að Shepp- ard — „Ég hefi hvorki beðið um lán fyrir sjálfan mig né styrk handa öðrum," sagði ég. „Svo hér hefir verið um peningamál að ræða,“ sagði lögreglufulltrúinn hugsandi. „Það er ekki ósennilegt, að þetta geti verið mikilsverðar upp- lýsíngar." Hann sneri sér að kjallarameistaran- Forsaga: Sheppard læknir er að koma frá heimili frú Ferr- ars, en hún hafði lálizt um nóttina. Caro- line syslir hans spyr hann spjörunum úr og heldur því fram. að frú Ferrars hafi íramið sjálfsmorð, og að hún hafi komið manni simim fyrir katlarnef, er hann lézt íyiir nokkrum mánuðum. Sheppard segir söguna og er búinn að lýsa þvi, er hann mælti Roger Ackroyd. rikum mnnni. er býr í Fernlcy Park. Ralph Paton er uppeldis- sonur Ackroyd. Sheppard kynnist i’oirot. l»eir eru nágrannar. Roger Ackroyd býður Shcppard lil sin i kvöldverð og trúir hon- um fyrir því, að frú Ferrars hafi sagt sér, að hún hafi gefið manni sinum eitur, og að einhver, sem vissi það, hafi gert henni lífið óhærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó og i þvi segir hún nafn þess, sem heíir of- sólt hnna, en hnnn vill ckki lesa það allt fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um kl. tíu er hringt til hans og sagt að Roger Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir sér aftur til Fernley Park. um. „Þér segið, Parker, að engum hafi verið hlcypt inn forstofumegin ?“ „Já, ég sagði það, lögreglufulltrúi." „Þá er líklegt, að Ackroyd sjálfur hafi hleypt umræddri persónu inn. En ég á ekki gott með að átta mig á —.“ Lögreglufulltrúinn var mjög hugsi dálitla stund. „Eitt er að minnsta kosti augljóst,“ sagði hann að lokum, er hann tók aftur til máls eftir hug- leiðingarnar. „Ackroyd var lifandi og heill heilsu klukkan níu. Þá höfum við síðast fréttir af hon- um á lifi.“ Parker rak upp nokkur hóstakjöltur, þangað til hann hafði dregið athygli lögreglufulltrúans að sér. „Ætluðuð þér að segja eitthvað?" spurði hann hvössum rómi. „Afsakið, en ungfrú Flóra sá hann eftir það." „Ungfrú Flóra?“ „Já —- klukkan mun þá hafa verið um fimmtán mínútur yfir níu. Eftir það sagði hún mér, að Ackroyd vildi ekki láta ónáða sig meira í kvöld." „Bað hann hana að skila því til yðar?“ „Ekki beinlinis. Ég ictlaði inn til hans með whisky og sóda, þegar ungfrú Flóra kom frá hon- um, stanzaði mig og sagði, að hann vildi ekki láta ónáða sig.“ Lögreglufulltrúinn virti Parker fyrir sér með meiri athygli en hann hafði áður gert. „Voruð þér ekki áður búinn að segja, að Ack- royd vildi ckki lúta trufla sig og þér vissuð það?“ Parker varð óstyrkur, hendur hans titruðu og hann stamaði: „Jú, lögreglufulltrúi — jú — jú, það er alveg rétt.“ „Og samt ætluðuð þér að gera það?“ „Ég var búinn að glcyma því. Ég er alltaf vanur að fara inn til hans á þessum tíma með whisky og sóda, og til þcss að spyrja hann, hvort nolckuð sé meira fyrir mig að gera — og ég hélt —- ég ætlaði að gera það eins og venjulega, hugsunar laust. “ Á þcssu augnabliki fannst mér Parker vera grunsamlega vandræðalegur. Hann skalf allur og titraði. Lögreglufulltrúinn hummaði: „Ég þarf að tala strax við ungfrú Ackroyd. Við hreyfum hér ekki við neinu — allt verður að vera nákvæmlega eins og það er. Ég kem hingað aftur, þegar ég er búinn að heyra, hvað ungfrúin hefir að segja. Ég ætla, aðeins til varúðar, að loka glugganum áður.“ Þegar hann hafði gert þessa varúðarráðstöfun, fór hann fram, og við fylgdum honum. Hann nam staðar nokkur augnablik og leit uppeftir litla stiganum, horfði um öxl sér og sagði við lög- regluþjóninn: „Jónas, það er rétt, að þér standið héma. Eng- inn má fara inn í herbergið." „Afsakið, lögreglufulltrúi,“ sagði Parker mjög kurteislega. „Ef þér lokið ganghurðinni fram að aðalfordyrinu, þá getur enginn gengið hér um. Þessi stigi liggur aðeins að svefnherbergi og bað- herbergi Ackroyds. Ibúð hans er alveg sér í hús- inu. Áður voru að vísu aukadyr, en Ackroyd lét taka þær af, því að hann vildi vera alveg útaf fyrir sig.“ Lögreglufulltrúinn gekk úr skugga um það, að þetta var rétt. Hann fór fram i aðalfordyrið, lokaði á eftir sér og stakk lyklinum í vasann. Þvi næst sagði' hann eitthvað lágum rómi við lögregluþjóninn. „Það þarf að athuga þessi spor betur," sagði lögreglufulltrúinn. „En fyrst af öllu þarf ég að tala við ungfrú Ackroyd, fyrst hún var sú, sem síðast sá frænda sinn lifandi. Veit hún það?“ Raymound hrissti höfuðið. „Þá er engin ástæða til að segja henni það næstu fimm mínúturnar. Hún á auðveldara með að svara spurningum minum, ef hún hefir ekki hugmynd um, hvað komið hefir fyrir frænda hennar. Segið henni, að framið hafi verið innbrot og biðjið hana að gera svo vel og klæða sig og koma niður til að svara nokkrum spurningum," Raymound fór upp með þessi skilaboð. „Ungfrú Ackroyd kemur niður eftir örstutta stund,“ sagði hann, þegar hann kom aftur. „Ég sagði henni nákvæmlega það, sem þér báðuð um." Innan fimm mínútna birtist Flóra í stiganum. Hún var í ljósrauðum silkislopp. Hún var óróleg og æst á svipinn. Lögreglufulltrúinn gekk á móti henni. „Gott kvöld, ungfrú Ackroyd," sagði hann kurteislega. „Við erum hræddir um, að gerð hafi verið tilraun til að ræna hér og okkur langar til að vita, hvort þér getið noltkuð hjálpað okkur. Er þetta ekki knattborðsherbergið ? Viljið þér ckki ltoma hér inn og fá yður sæti?“ Flóra settist ú legubekk, sem náði alveg með- fram einum veggnum, og horfði á lögreglufull- trúann. „Ég skil þetta ekki almennilega. Hverju hefir verið stolið ? Um hvað ætlið þér að spyrja mig?“ „Parker segir okkur, ungfrú Ackroyd, að þér hafið komið út frá frænda yðar um kortér yfir níu. Er það satt?“ „Alveg rétt. Ég var að bjóða honum góða nótt.“ „Og það er rétt skýrt frá, um hvaða tíma það var?“ „Það mun hafa verið um þetta leyti. Ég get ekki sagt nákvæmlega, hvenær það var. Það kann að hafa verið seinna." „Var frændi yðar einn eða var einhver hjá honum ?'U „Hann var einn. Sheppard læknir var farinn." „Tókuð þér eftir því, hvort glugginn var opinn eða lokaður?" Flóra hrissti höfuðið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.