Vikan


Vikan - 01.06.1944, Side 6

Vikan - 01.06.1944, Side 6
6 VIKAN, nr. 22, 1944 „Ég sá það ekki, gluggatjöldin voru fyrir.“ „Alveg rétt. Og frændi yðar var eins og hann átti að sér að vera?“ „Ég held það.“ „Viljið þér segja okkur riákvæmlega, hvað fram fór á milli ykkar?" Flóra þagði nokkra stund, eins og hún væri að hugsa um, hvað gerzt hafði. „Ég fór inn og sagði: „Góða nótt, frændi minn. Ég ætla að fara að hátta. Ég er þreytt í kvöld.“ Það rumdi eitthvað i honum — og ég gekk til hans og kyssti hann og hann sagði, að ég væri snotur í þessum kjól, sem ég var i, og svo sagði hann mér að fara, því að hann hefði mikið að gera, og svo fór ég.“ „Bað hann sérstaklega um það, að hann yrði ekki ónáðaður?" „Æ, já, ég gleymdi því. Hann sagði: „Segðu Parker, að mig vanti ekkert sérstakt í kvöld og að hann eigi ekki að ónáða mig.“ Ég mætti Park- er rétt fyrir utan dymar og sagði honum þetta." „Einmitt það,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Viljið þér segja mér, hverju hefir verið stolið?" „Við vitum það ekki — með vissu," sagði lög- reglufulltrúinn hikandi. Ótti lýsti sér í augum stúlkimnar. Hún stökk á fætur. „Hvað hefir komið fyrir? Þið leynið mig ein- hverju!" Þá gekk Hector Blunt á milli hennar og lög- reglufulltrúans á sinn venjulega, hæverska hátt. Hún hálfrétti-út höndina á móti honum og hann tók hana í báðar sínar hendur og strauk hönd Flóru, eins og hún væri lítið barn, og það var auðséð, að hún fann traust í hinni rólegu og virðu- legu framkomu hans. „Við höfum slæmar fréttir að færa, Flóra," sagði hann hægt. „Slæmar fréttir fyrir okkur öll. Ackroyd er —.“ „Hvað?“ „Það kemur til að valda yður mikillar hryggðar — Roger er dáinn." „Hvenær?“ hvíslaði hún. ,„Hvenær?“ „Ég er hæddur um, að það hafi verið rétt eftir að þér fóruð frá honum,“ sagði Blunt alvar- iegur á svip. Flóra tók um hálsinn á sér, rak upp hljóð og ég fiýtti mér að grípa hana um leið og hún féll. Það hafði liðið yfir hana og við Blunt bámm hana upp og lögðum hana í rúmið. Ég sendi hann til að vekja frú Ackroyd og segja henni txðindin. Flóra kom fljótt til sjálfs sín og ég lét móður hennar fara til hennar og sagði henni, hvað hún ætti að gera fyrir stúlkuna. Því næst flýtti ég mér niður. 6. KAFLI. Rýtingurinn. Ég mætti lögreglufulltrúanum. Hann var að koma úr eldhúsinu. „Hvemig líður ungfrúnni, læknir?" „Henni líður betur, móðir hennar er hjá henni.“ „Það er ágætt. Ég var að yfirheyra þjónustu- fólkið. Það fullyrðir allt, að enginn hafi komið bakdyramegin i kvöld. Lýsing yðar á þessum ó- kunnuga manni var nokkuð óljós. Getið þér ekki lýst honum betur?“ „Ég er hræddur um, að ég geti það ekki,“ sagði ég og þótti mér það leiðinlegt. „Það var dimmt og náunginn hafði brett kragann upp og hatturinn slútti niður yfir augun.“ Lögreglufulltrúinn hummaði. „Það er svo að sjá, að hann hafi þurft að fela andlit sitt. Eruð þér vissir um, að þetta hafi ekki verið einhver, sem þér þekkið ?“ Ég sagðist ekki hafa þekkt manninn, en var þó ekki eins ákveðinn, og ég hefði átt að vera. Ég minntist þess, að rödd ókunnuga mannsins hefði komið mér kunnuglega fyrir. Ég sagði lög- reglufulltrúanum það, en hikandi þó. „Þér segið,. að yður hafi fundizt, að um ó- menntaðan mann hafi verið að ræða?“ Ég jánkaði því, en mér fannst vera gert of mikið úr þessu. Ef það var rétt, sem lögreglu- fulltrúinn hafði sagt, að maðurinn hefði líklega viljað fela andlit sitt, þá hefði hann alveg eins getað breytt röddinni líka. „Viljið þér gera svo vel að koma aftur inn í skrifstofuna, læknir," sagði lögreglufulltrúinn. Það eru ein eða tvær spurningar enn, sem ég þarf að leggja fyrir yður.“ Ég samþykkti það. Davis lögreglufulltrúi opn- aði gangdyrnar, við fórum inn, og hann aflæstl á eftir okkur. „Við megum ekki láta trufla okkur," sagði hann eirxbeittur á svip. „Og við látum ekki neinn hafa tækifæri til þess að standa á hleri. Hvað getur verið hæft í þessu með fjárþvingunina?" „Fjárþvingun ?“ spurði ég alveg undrandi. „Er hún bara ímyndun Parkers? Eða gæti verið um slíkt að ræða?“ „Ef Parker hefir heyrt eitthvað um fjárþving- un,“ sagði ég hægt, „þá hefir hann hlustað við dyrnar, haft eyrað upp við skráargatið." Lögreglufulltrúinn kinkaði kolli. „Það er mjög sennilegt. Ég hefi verið að kom- ast eftir því, hvað Parker hefir haft fyrir stafni í kvöld. 1 sannleika sagt, þá líkar mér ekki fram- koma hans. Harm veit eitthvað. Þegar ég fór að spyrja hann, þá var eins og hann fengi loft í lungun og fór að tala um fjárþvingun — og romsaði heilmikið um það.“ Ég tók ákvörðun. „Mér þykir í rauninni vænt um, að þér minn- izt á þetta,“ sagði ég. „Ég hefi verið að hugsa um það, hvort ég ætti ekki að leysa verulega frá skjóðunni. Ég hafði í rauninni ákveðið að segja yður allt af létta, en beið aðeins eftir heppi- legu tækifæri til þess. Það er bezt ég geri það núna.“ Og nú gaf ég honum skýrslu um allt, sem gerzt hafði um kvöldið, eins og ég hefi þegar lýst því. Lögreglufulltrúinn hlustaði með mikilli athygli og skaut við og við inn spumingu. „Þetta er óvenjulegasta saga, sem ég hefi nokkurntíma heyrt,“ sagði hann, þegar ég hafði lokið máli mínu. „Og þér segið, að þetta bréf sé alveg horfið? Það var slæmt — það var mjög slæmt. Það hefði getað upplýst það, sem við erum að leita að, ástæðuna fyrir morðinu.“ Ég kinkaði kolli. „Ég býst við því.“ „Þér sögðuð, að Ackroyd hefði gefið það í skyn, að eitthvað af þjónustufólkinn væri grunsam- legt?“ „Dettur yður í hug, að Parker sé sá, sem við leitum að?“ spurði ég. „Það er mjög sennilegt. Hann lá á hleri, þegar þér komuð út. Svo rakst ungfrú Ackroyd á hann, þegar hún kom fram. Hann getur hafa reynt aftur, þegar hún var farin. Við skulum segja, að hann hafi stungið Ackroyd, lokað dyrunum að innanverðu, opnað gluggann og farið út um hann og inn um dyr, sem hann hefir séð um, að væru opnar. Hvað segið þér um þetta?" „Það er eitt, sem mælir á móti þessu,“ sagði ég. „Ef Ackroyd hefir haldið áfram að lesa bréfið eftir að ég fór, eins og hann ætlaði sér, þá trúl ég því ekki, að hann hafi setið kyrr og hugsað um þetta allt saman langa stund. Hann hefði strax kallað á Parker og gengið i skrokk á hon- um og allt leikið á reiðiskjálfi, því að þér verðið að hafa það í huga, að Ackroyd var bráðlyndur maður.“ „Það getur verið, að hann hafi ekki haft tíma til að lesa bréfið,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Við vitum, að einhver var hjá honum klukkan hálf- tíu. Ef sú persóna hefir komið strax eftir að þér fóruð, og ungfrú Ackroyd undireins og hún fór — þá sjáið þér sjálfur, að hann hefir ekki haft tíma til að lesa bréfið fyrr en klukkan var að verða tíu.“ „En símaupphringingin?" Erla og unniLst- inn. « Teikning eftir Geo. McManus. Erla: Hérna er myndin, sem ég lofaði þér, elskan mín! Líkar þér hún? Oddur: Elskan mín! Ástin min! Þú verður Oddur: Líkar hxin, ástin mín? Hún er yndisleg — eins og þú! Hún er min huggun í leiðindum herbúðanna! alveg eins og þú! Oddur: Ég fer ekki að sýna strákunum myndina! Þeir skilja þetta ekki Oddur: Erla elskan mín! ástin min! Ég má til með að bjóða þér góða nótt, N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.