Vikan


Vikan - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 01.06.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 22, 1944 7 Landssmiðjan. Framhald af 3. síðu. ar f jölgaði svo að segja mánaðarlega, eftir því sem viðfángsefnin urðu fleiri og marg- þættari, og þó að járnsmíði hafi verið höfuðverkefni hennar, hófust þar og tré- ' smíðaviðgerðir á skipum. Landssmiðjan starfar nú í sjö deildum, þar sem fram fer skipasmíði, rennismíði, vélavirkjun, plötu- og ketilsmíði, eldsmíði, málmsteypa og efnissala. Landssmiðjan hefir alla tíð leyst af Ásgeir Sigurðsson, forstjóri Landssmiöjunnar, er fæddur í Reykjavík 25. júní 1904, sonur hjón- anna Sigurðar Jónssonar frá Höskuldarkoti og Guðrúnar Einarsdóttur. Ásgeir lærði járnsmíði í H.f. Hamar og gekk að því loknu gegnum Vél- stjóraskóla Islands. Siðan stundaði hann nám í „Köbenhavns Teknilcum“ og útskrifaðist þaðan árið 1928. Eftir heimkomuna varð hann verk- stjóri í Hamri og síðan forstjóri Landssmiðjunn- ar við stofnun hennar. Ásgeir er kvæntur Svan- björgu Halldórsdóttur. Lýsisgeymarnir á Siglufirði, sem Landssmiðjan hefir sett upp. Við uppsetningu þessara geyma voru notaöir vjnnupállar, sem flýttu mjög fyrir verkinu. Ketil- og plötusmíðadeild Landssmiðj- unnar er í hinum gömlu húsum vegagerðar rikis- ins. Auk þess er eldsmiðja í þeim húsum líka. Landgrœðslusjóður. (Framhald af forsíðu). hér er hafin sókn í ræktun og græðslu eyddra landa. Þessa ræktunarsókn þarf mjög að herða. Verjast þarf landspjöllum svo sem verða Gerðist sérhver fulltíða Islendingur aðili að stofnun Landgræðslusjóðs Skógræktar- félags íslands, yrði sjóðurinn frá upphafi vegleg minningargjöf um endurheimt þjóð- frelsi, sem þá að sjálfsögðu yrði aukin og efld í framtíð, svo að svara mætti til þeirra vona, er allir stofnendur sjóðsins bera í brjósti um farnað þjóðar og lands. r Sitkagreni í gróðrarstöðinni í Múlakoti. Gróðursett 1937. Þau voru þá 60—70 cm. á hæð. Myndin tekin snemma vors 1942. má. En jafnframt þarf að hjálpa nytja- gróðri til þess að nema landið að nýju. Hvort tveggja er stórum auðunnara nú en áður, sakir þeirrar reynslu og þekk- ingar, sem fengin er, og verktækni og úrræða, sem upp hafa verið fundin, að- eins ef eigi skortir fjármuni til fram- kvæmda. Stjórn Skógræktarfélags Islands gengst fyrir fjársöfnuninni. Landgræðslusjóður- inn verður sjálfseignarstofnun. Sjóðnum verður sett skipulagsskrá á næsta aðal- fundi Skógræktarfélagsins. Góðir íslendingar! Gjörist aðilar að stofnun Landgræðslu- sjóðs Skógræktarfélags íslands. hendi mörg og mikil verkefni, sem ekki er : rúm til að telja upp hér, og þótt aðal- starf hennar hafi verið viðgerðir, þá hefir það frá fyrstu verið og er enn í dag hug- sjón hennar að koma upp sérstökum deild- um fyrir nýsmíðar, sem notaðar yrðu bæði til lands og sjávar, og hafa þegar verið gerðar nokkrar tilraunir og undirbúning- ur í þá átt. Prá upphafi vega sinna hefir Lands- smiðjan verið í miklu húsnæðishraki, haft bæði lítið og slæmt húsnæði, en þrátt fyrir það hafa verkefni hennar og framkvæmdir vaxið frá ári til árs og starfsmönnum fjölgað að sama skapi, svo að nú eru þeir á annað hundrað. 1 hinu nýja stórhýsi, sem Landssmiðjan hefir reist við Sölvhólsgötu, er nú rekin mikil starfsemi, og þó eru þar ekki allar deildir fyrirtækisins. Hver deild smiojunn- ar hefir matstofu og snyrtiherbergi útaf fyrir sig. í húsinu er allstór salur, sem notaður er til kennslu fyrir meirapróf í bifreiðaakstri, og auk þess hafa starfs- menn hann fyrir félagsstarfsemi. T. d. hefir karlakór Landssmiðjunnar þar æf- ingar sínar, en í honum eru eingöngu starfsmenn fyrirtækisins. Landssmiðjan er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki, og greiðir tekju- og eignarskatt eins og um einkarekstur væri að ræða, en hún er eign ríkisins og heyrir undir at- vinnumálaráðuneytið. .......... ................r— . Úr ýmsum áttum. Kennari nokkur var að kenna landafræði. Til þess að útskýra fyrir nemendum sínum lögun jarðarinnar, tók hann hnöttóttar tóbaksdósir upp úr vasa sínum. Dósir þessar var hann vanur að nota hversdagslega. „Böm mín góð,“ sagði kenn- arinn, „jörðin er eins í lögun og þessar tóbaks- dósir.“ En á sunnudögum var kennarinn vanur að nota aðrar tóbaksdósir, sem voru ferhyrndar. Nokkrum dögum seinna spurði hann einn af drengjúnum aftur, hvernig jörðin væri í lögun. „Á rúmhelgum dögum er hún hnöttótt, en ferhymd á sunnudögum," svaraði drengurinn. Málafærslumaður einn ætlaði einu sinni að sýna fyndni sina og sagði við prest nokkurn: „Ef klerkastéttin kæmist i mál við djöfulinn, hvor haldið þér að ynni það mál?“ — „Sjálfsagt djöfullinn," svaraði klerkur, „því hann hefir alla lögspekingana á sínu bandi." „Hvað er hún gömul?“ „Tuttugu og fimm ára.“ „Nú, hálffimmtug!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.