Vikan


Vikan - 01.06.1944, Síða 10

Vikan - 01.06.1944, Síða 10
10 MILO tmilluiiiMK áam ióiuoi. luuim • VIKAN, nr. 22, 1944 Meís Cereal Food er talið af læknum og ljósmæðrum vera nær- ingarbezta barnafæða. - Fæst í pökkum og dósum VERZLVN ÖIMI 4205 nmn in K IIIII L III Matseðillinn Tízkumynd Smjörgrautur. 200 gr. smjör, 1 tsk. salt, 375 gr. hveiti, 2V2 1. mjólk. Mjólkin er flóuð. Smjörið látið í kaldan pottinn og látið renna. Hveitið látið út í og bakað vel saman. Þynnt út með mjólkinni smátt og smátt. Grauturinn er saltaður rétt áður en hann er tekinn af eldinum. Iimbökuð epli. 6 stór og falleg epli eru afhýdd og holuð innan þannig, að kjarna- húsið náist burt, í staðinn fyrir það skal setja annað hvort sveskjur eða kirsuber, því næst skal raða eplun- um i mót, vel smurt með föstum botni, þannig að það heila snúi upp. Jafningur er hrærður úr 4 eggjarauð- um, hrærðum með 100 gr. af sykri, 10 dr. vanille og 5—6 ofurlitlum smjörbitum og 4 eggjahvítum þeytt- um, síðast látinn 1 y2 peli mjólk. Þessum jafningi er svo hellt yfir eplin og þau bökuð í ofni rúma % klst. eða iengur eftir vild. Húsráð ' Þessi snotri kjóll gæti verið mjög hentugur í eftirmiðdagssamkvæmi. Pilsið er svart og blússan er brydduð með svörtu í hálsinn og á ermarnar i samræmi við það. Mjög smekklegt gæti verið, að hafa hanzkana og hatt- inn í sama lit og pilsið. Góð ráð. Línsterkju ætti ætíð að blanda úr sápuvatni. Það gerir það að verkum, að járnið límist ekki við, og gljáinn verður miklu fegurri. Salt er gott fyrir tennurnar. Það Gætið þess að teppahreinsarinn sé ver himnumyndun og styrkir gómana. ávallt hreinn. Hreinsið hann i hvert Það er því ágætt að bursta tenn- skipti, er hann hefir verið notaður. umar úr saltvatni við og við. Um silfurmuni og hreinsun fatnaðar Um silfurmuni. Það er mjög einfalt að fara rétt með silfurmuni; það eru aðeins hinir óreyndu, sem gera mikið úr því, hvaS það sé erfitt. Þvottur: Þvoið allt silfur eins fljótt og mögulegt er eftir notkun. Hafið vatnið vel heitt með miklum sápulegi og þvoið hvern mun vel með mjúk- um klút. Það eyðileggur ekki silfrið, þótt það liggi í sápuleginum um stund, ef verið er að þvo mikið silfur. Hreinsið síðan hvern mun fyrir sig í tæru, volgu vatni og þurrkið vand- lega með mjúkum klút meðan mun- irnir eru enn þá volgir. Fæing: Tilgangurinn með því að fægja silfur er sá að láta það gljá. Silfurmuni, sem eru vel þvegnir og hreinsaðir, þarf sjaldan að fægja, að- eins einu sinni á mánuði og svo fyrir sérstök tækifæri. Fægilögurinn er borinn á með þvegnum flónelsklút eða öðrum hent- ugum klút, látinn þorna, síðan þurrk- aður af með mjúkri, hreinni þurrku. Eftir fæginguna skal þvo hvern mun í volgu sápuvatni, skola í volgu, hreinu vatni og þerra síðan með mjúkri þurrku. Silfurmuni ætti að geyma í skútf- um eða kössum, sem eru fóðraðir með flaueli eða öðru efni, sem varnar þvi að falli á það. Ekki er hægt að komast hjá risp- um, er koma í silfurmuni við dag- lega notkun, en þær hverfa smátt og smátt inn í silfrið. Hirðing fatnaðar. Ryk og óhreinindi eru verstu óvinir fata yðar, en það er hægt að berjast gegn þeim jafn hraustlega og her- menn berjast á vígvöllunum. Hafið alltaf við hendina nýjan, hreinan fatabursta og burstið af öllum fötum, frökkum o. s. frv. jafnskjótt og þér farið úr þeim. Hreinsið alltaf bletti úr jafnskjótt og þér verðið þeirra var og vanrækið ekki að senda föt yðar í hreinsun, hvenær sem þau þarfnast þess. Athugið að sjálfsagt er að hafa fataskipti nógu oft. Karlmannsföt, sem gengið er í á hverjum degi end- ast aðeins helming þess tíma, sem þau myndu endast, ef höfð væru skipti daglega. Með því að láta íötin hanga einn dag á milli þess, sérn þau eru notuð. má komast hjá því að pressa þau eins oft, og þau halda lögun og nýja- brumi svo miklu lengur. ,,Gljáa“ af slitnum fötum má minnka með því að strjúka yfir þau með klút, sem vættur hefir verið í ediki, áður en þau eru pressuð. Þessi stúlka er ekki kát að ástæðu- lausu; hún veit hvað „kúrekabúning- urinn" fer henni vel.“ Góð ráð. Búðingar. Sósulitur. Borðedik. Ediksýra. • EFNAGEKÐIN STJAKNAN Kemisk-teluilsk verksmlöja Borgartúni 4. Sími 5790, Blandið sítrónusafa við vatnið, sem fiskurinn er soðinn í. Hann verður þá bæði bragðbetri og hvít- ari á litinn. Ryðgaðar eldavélar og ofna má hreinsa með linolíu. Ef ryðbiettir yerða eftir, má ná þeim af með sand- pappír. Stíflaðar afrennslispípur má vel hreinsa með því að hita þær fyrst með sjóðandi vatni; hella síðan í þær einum pela af steinolíu og svo að tíu mínútum liðnum aftur sjóðandi vatni, þangað til stíflan er horfin. Xylol leysir upp alla málningar- bletti á örstuttri stund. Grjótharðir penslar verða mjúkir, ef þeir eru látnir liggja í xylol í nokkrar mín- útur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.