Vikan - 01.06.1944, Síða 13
VIKAN, nr. 22, 1944
13
i>‘“".................-..-.....^
Dægrastytting
* ——— ... ...................nm/
Orðaþraut.
OK AR
FINN
U N N I
L AUF
SN AR
KOTI
ROT A
OKIÐ
B Ý L I
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja
einn staf, þannig', að séu þeir stafir lesnir ofan-
frá og niðureftir myndast nýtt orð og er það nafn
á bók, sem gefin er út fyrir hverja sýslu sér-
staklega. Sjá lausn á bls. 14.
Gott er að gera vel og hitta sjálfan
sig fyrir.
Einu sinni var prestur að prédika fyrir söfnuði
sínum. Hann lagði út af því í ræðu sinni, hversu
gott væri að gefa, því að menn fengju það aftur
sjöfalt launað. Drengur einn var við kirkjuna úr
koti nálægt staðnum, hann var fyrirvinna hjá
móður sinni bláfátækri, og átti hún ekki nema
eina kú, en prestur átti sex kýr. Þegar drengur-
inn kemur heim, segir hann móður sinni, hversu
gott væri að gefa og vill fyrir hvern mun fara
með þessa einu kú til prestsins og gefa honum.
Móðir hans vildi það ekki, en hvað sem hún segir,
fer hann af stað með kúna heim á staðinn og
gefur prestinum. Prestur þakkar gjöfina og þykir
vænt um. Nú bar svo til nokkru seinna að kýr
prestsins koma heim að kotinu, og þegar dreng-
urinn sér þær, lætur hann þær inn í fjós og segir
móður sinni, að gott væri að gefa, því nú væru
komnar sjö kýr í staðinn fyrir eina, sem hún
hefði gefið. Nú er frá því að segja, að nauta-
hirðir prestsins kermjr við í kotinu og spyr eftir
kúnum. Drengurinn kvaðst ekkert vita um þær;
en sjö kýr hafa komið, sem móður sinni hafi
gefizt fyrir kúna, sem hún hafi sent prestinum,
og sleppi hún þeim ekki við nokkurn mann, svo
að hann má fara við svo búið heim aftur. Þegar
prestur fréttir þetta, sendi hann hvern manninn
á fætur öðrum til þess að sækja kýrnar, og komu
allir svo búnir heim aftur. Loksins fór prestur
af stað sjálfur til kotsins og innir hann eftir
kúnum. Drengurinn sagði, að þar hefðu komið
sjö kýr, sem móður sinni hefðu verið sendar fyrir
kú þá, sem hún gaf honum. Presturinn spurði
að lit kúnna, drengurinn sagði honum það. Prest-
ur kvað þetta vera kýr sínar. Drengurinn segir.
að það geti ekki verið, því að hann hafi sagt um
daginn, að sá, sem gæfi, fengi sjöfalt aftur. Prest-
ur hættir tali þessu, en segir, að hvor þeirra, sem
yrði fyrri til að bjóða hinum góðan dag að morgni,
skyldi hafa kýrnar, og fer síðan heim til sín. Um
kvöldið nálægt háttatíma fer drengurinn heim að
staðnum og upp á glugga, sem prestur svaf undir,
og liggur þar um nóttina. Þegar líður undir dög-
un, heyrir drengurinn, að prestur kallaði til ráðs-
konu sinnar og spurði hana, hvort nú væri mál að
ríða ofan til Jerúsalem. Hún kvað það ekki fjarri.
Prestur fer á fætur og nokkru síðar kemur hann
út. 1 því bili hleypur drengur fram á bæjarburst-
ina og bauð presti góðan dag. Prestur mælti:
„Komstu hingað snemma?" „Þegar þér riðuð
ofan til Jerúsalem,“ segir drengurinn. Prestur
bað hann eiga kýrnar, en þegja yfir því, sem hann
hefði heyrt.
Kisuþula.
Kisa margan kætir,
kisa mýsnar grætir,
kisa bæinn bætir,
bezt sin kisa gætir. —
Hárið þétt og hér með slétt
hún sitt sjaldan vætir.
Með nipra rófu og netta brá
um nætur allvel kann að sjá.
Ófrið brá sér öllum frá,
eru það kostir mætir.
Þótt tíðum gangi til og frá,
Hamra skaltu
Framliald af bls. 4.
ar. Síðan komst hann inn í herbergi Law-
tons og stal skilríkjum hans.
„Því miður verð ég að fara í burtu í
nokkra daga,“sagði hann við húsvörðinn,
sem gapti af undrun.
,,En það er stuttur tími frá því að ég
sá yður fara héðan á skíðum með frúnni,
og ég hefi ekki séð ykkur koma til baka.“
,,Eg skil undrun yðar vel. En svo er
mál með vexti, að konan mín varð þreytt
og við vorum blaut og fórum bakdyra-
megin upp í herbergin. Ég má til með að
hverfa héðan í nokkra daga, en konan
verður kyrr, þangað til ég kem aftur. Ég
veit þér gætið hennar vel,“ sagði hann og
brosti og stakk hundrað króna seðli að
húsverðinum.
Lawtons-hjónin komu seint heim úr
skíðaferðinni. Húsvörðurinn greip um höf-
uðið og stóð sem steini lostinn. Var hann
búinn að missa vitið?
„Það eru ekki nema nokkrir tímar síðan
þér fóruð, Lawton, og þér eruð komnir
aftur?“
„Fór? Við hvað eigið þér? Eruð þér
eitthvað bilaður maður?“ sagði Lawton,
um leið og hann tók í handlegg konu sinn-
ar og fór með henni upp á loft.
Húsvörðurinn var að hugsa um að segja
hótelstjóranum frá þessu, en hætti við það.
Hann mundi halda, að hann væri fullur
eða vitlaus, hugsaði húsvörðurinn.
Morguninn eftir komu tveir örmagna
skíðamenn til hótelsins. Það voru leyni-
lögreglumennirnir, sem höfðu farið fýlu7'
för til Weissbrunn.
Húsverðinum fannst rétt að skýra leyni-
lögreglumönnunum frá því, sem fyrir hann
hafði borið, því að það var auðséð, að hér
var ekki allt með feldu. Menn urðu sam-
mála um það, að fuglinn væri floginn og
hefði haft svo langan tíma til flóttans, að
engin von væri, þótt reynt yrði að elta
hann uppi. Scotland Yard var gefin skýrsla
um málið.
Nokkrum dögum síðar fékk lögreglan
svohljóðandi skýrslu frá London: „Lawton
tekinn fastur hér í London, en getur sann-
að, hver hann er. Hinn, sem líktist honum,
hlýtur að vera þjófurinn. Takið hann
fastan.“
Lawton varð skelkaður, þegar lögreglan
kom til hans. Hann sagðist vera saklaus,
tifar nett í hverja krá,
svo hennar m£ ei heyra stjá
hún þótt mýs uppræti.
Ekki grætir
ei tætir.
Tiðum sprángar,
leiðir langar,
leitar .vítt um stræti,
ef fugla fangað gæti,
svo forðist sultarlæti.
Kisa gluggann kom upp á,
konur báðar opna skjá.
Einhver vöndinn þreif upp þá,
þrisvar gjörði’ í hana slá.
Henni illa hér við brá,
hvessti augun græn og blá;
titlingsveiða stirð við stjá,
stökk á burt og sagði: ,,Mjá“.
Kisa kemur úr f jósi,
kosin til mosaposa,
vappar mjög veiðiheppin,
veldur sér yfir keldu;
Lágfætt með loppur nettar
laumast hjá skorðum sauma,
státin þá stendur úti,
stökkur þá kemur rökkur.
Tröllið í skrúðnum.
Einu sinni hvarf prestsdóttir á Hólmum i
Reyðarfirði; var hennar leitað um land og lög og
fannst hún hvergi. Upp úr firðinum stendur
fjallstrókur, er nefnist Skrúður. Þar höfðu sveit-
armenn fé sitt til göngu á haustum og sóttu bak
jólum; hafði þá árlega horfið bezti sauðurinn úr
fénu, en misstist einskis annars.
Einu sinni um vetur fóru skip til fiskjar og
náðu ei lendingu sinni en hleyptu undir klett í
Skrúðinum.
Skipverjar brýndu skipi sinu votir og sjó-
hraktir og settust á hillu í klettinum og fóru að
kveða Maríu-rímur.
Opnaðist þá kletturinn og út kom forkunnar
stór mannshönd með hring á hverjum fingri og
en sú skýring hans, að skjölunum hefði
verið stolið, var ekki tekin til greina —
af hverju hafði hann þá ekki sagt frá því
fyrr? — og hanp og frúin voru send til
London í lögreglufylgd.
Þegar Lawton kom til Scotland Yard,
bað hann um að fá að setja sig í samband
við f jölskyldu sína, og skömmu síðar komu
faðir hans og móðir, glöð yfir að sjá dreng-
inn sinn aftur, en undrandi, er þau heyrðu,
að hann hefði verið tekinn fastur. Þau
fyrirgáfu ungviðinu, að þau höfðu flúið,
af því að þau fengu ekki að eigast. Það
var fljótt sýnt fram á það, að sá Lawton,
sem seinna var tekinn fastur, var saklaus.
Og Scotland Yard varð að viðurkenna, að
þjófinum hafði verið sleppt. En vandræðin
voru ekki öll á enda! Tvisvar var aftur
komið með Lawton á lögreglustöðina —
sem Crayton! Þá lagði lögreglan árar í
bát!
Allir lögregluþjónar í London þekkja
þessa sögu; en þegar þeir sjá Lawton —
eða ef til vill er það Crayton — þá hnippa
þeir hvor í annan og segja: „Við snertum
ekki við honum, það verður bara gert gys
að okkur!“
Ekki hefir frú Lawton, svo menn viti,
villst á manni sínum og Crayton.