Vikan


Vikan - 13.07.1944, Síða 5

Vikan - 13.07.1944, Síða 5
VIKAN, nr. 28, 1944 5 FRAMHALDSSAGA Poirot og lœknirinn 11 Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Þetta er herra Hercule Poirot," sagði Flóra. „Ég geri ráð fyrir, að 'þér hafið heyrt hans getið.“ Poirot hneigði sig. „Ég hefi heyrt Blunts majórs getið,“ sagði hann kurteislega. „Mér þykir vænt um, að ég skyldi hitta yður, herra minn. Ég þarfnast upplýsinga, sem þér getið veitt mér.“ Blunt horfði á hann hissa. „Hvenær sáuð þér herra Ackroyd síðast á lífi ? “ „Við hádegisverðarborðið." „Og þér sáuð ekkert til hans eða heyrðuð eftir það?“ „Ég sá hann ekki, Heyrði til hans.“ „Hvemig atvikaðist það?“ „Ég reikaði út á stéttina —.“ „Afsakið, um hvaða leyti var það?“ „Um hálftíu. Ég gekk um stéttina fyrir framan dagstofuna og var að reykja pípu. Ég heyrði Ackroyd vera að tala inni í skrifstofunni sinni —.“ Poirot stöðvaði hann. „Þér getið ómögulega hafa heyrt til hans svo langt,“ sagði hann lágt. Hann leit ekki á Blunt, en ég leit á hann og sá mér til mikillar undrunar, að hann roðnaði. „Ég gekk alla leið að hominu," sagði hann ólundarlega. „Ó, einmitt?“ sagði Poirot. Kurteislega gaf hann honum í skyn, að hann langaði til að heyra meira. „Mér sýndist ég sjá kvenveru hverfa inn á milli mnnanna. Bar skyndilega fyrir, skiljið þér. Mér hlýtur að hafa skjátlast. Það var meðan ég stóð við homið, sem ég heyrði Ackroyd vera að tala við þennan einkaritara sinn.“ „Var hann að tala við Geoffrey Raymond?" „Já, það hélt ég þá. Það lítur út fyrir, að ég hafi haft á röngu að standa.“ „Ackroyd hefir ekki ávarpað hann með nafni?“ „Nei.“ „Ef ég má gerast svo djarfur að spyrja, því haldið þér þá, að það hafi verið —?“ Blunt tók að útskýra skoðun sina. „Ég tók það sem gefið mál, að það hlyti að vera Raymond, því að hann hafði sagt rétt áður en ég fór út, að hann væri á leiðinni með einhver skjöl til Ackroyds. Mér datt alls ekki í hug, að það gæti verið neinn annar.“ „Haldið þér, að þér munið nokkuð af því, sem sagt var?“ „Ég er hræddur um ekki. Það var aðeins eitt- hvað hversdagslegt og þýðingarlaust. Ég heyrði aðeins orð og orð á stangli. Ég var að hugsa um allt annað, þegar þetta var.“ „Það hefir ekkert að segja,“ sagði Poirot. „Færðuð þér stól upp að veggnum, þegar þér fórað inn í skrifstofuna eftir að likið fannst?" „Stól? Nei, því hefði ég átt að gera það?“ Poirot yppti öxlum, en svaraði ekki. Svo sneri hann sér að Flóru. „Það er eitt, sem mig langar mikið til að spyrja yður að, ungfrú. Þegar þér voruð að rann- saka hlutina á silfurborðinu, var þá rýtingurinn á sínum stað, eða var hann þar ekki?“ Flóra leit snögglega upp. „Raglan fulltrúi hefir spurt mig sömu spum- ingar,“ sagði hún önuglega. „Ég hefi sagt hon- um það, og ég segi yður það núna. Ég er fullviss um, að rýtingurinn var ekki á borðinu. Hann heldur, að hann hafi verið þar, og Ralph hafi tekið hann seinna um kvöldið. Og hann — hann • Sheppard læknir er að r UI SJga • koma frá heimill frú Ferr. ars, en hún hafði látizt um nóttina. Caro- line systir hans spyr hann spjöranum úr og heldur því fram, að frú Ferrars hafi framið sjálfsmorð, og að hún hafi komið manni sínum fyrir kattamef, er hann lézt fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir söguna og er búinn að lýsa því, er hann mætti Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr í Femley Park. Ralph Paton er uppeldis- sonur Ackroyd. Sheppard kynnist Poirot. Þeir eru nágrannar. Roger Ackroyd býður Sheppard til sín í kvöldverð og trúir hon- um fyrir þvi, að frú Ferrars hafi sagt sér, að hún hafi gefið manni sínum eitur, og að einhver, sem vissi það, hafi gert henni lífið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó og í því segir hún nafn þess, sem hefir of- sótt hana, en hann vill ekki lesa það allt fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um kl. tíu er hringt til hans og sagt að Roger Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir sér aftur til Femley Park. Kjallarameist- arinn, Parker, viðurkennir ekki að hafa hringt til Sheppards, en læknirinn segir, að það hafi verið hann. Ungfrú Flóra hefir verið inni hjá Ackroyd eftir að Sheppard fór. Flóra biður Sheppard um að fá Poirot til þess að taka að sér rannsókn málsins. Gmnur hafði strax fallið á Paton, sem fór í burtu sama kvöld og morðið var framið. Poirot heldur áfram rannsókn í samráði við Raglan lögreglufulltrúa, en ekkert kem- ur í ljós, sem orðið gæti til afsanna sekt Patons. Raglan fulltrúi er viss um, að hann sé búinn að leysa gátuna, og Poirot gefur honum í skyn, að hann trúi á ráðningu Raglans, en heldur sjálfur áfram rann- sókninni. trúir mér ekki. Hann heldur, að ég segi þetta til þess að verja Ralph.“ „Og er það þá ekki satt?“ spurði ég alvar- legur. Flóra stappaði niður fætinum. „Þér líka Shepphard! Ó, þetta er hræðilegt!“ Poirot breytti samræðuefninu með háttvísi. „Það er rétt, sem ég heyrði yður segja, Blunt; það er eitthvað, sem glitrar þama niðri í vatn- inu. Við skulum sjá, hvort ég get náð því.“ Hann lagðist á hné á barminn, bretti upp erm- inni upp fyrir olnboga og lét hana fara mjög hægt niður í vatnið til þess að grugga það ekki. En þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir hans gruggaðist leðjan upp á botninum og hann neydd- ist til að hætta við fyrirætlan sína. Hann starði ráðaleysislega á leðjuna, sem hann hafði fengið á handlegginn. Ég bauð honum vasa- klút, sem hann þáði eftir kurteisismótmæli og ákafar þakkir. Blunt leit á úrið sitt. „Það fer að líða að hádegisverði," sagði hann. „Okkur væri sennilega bezt að fara að koma heim á leið.“ „Ætlið þér ekki að borða hádegisverð með okkur, herra Poirot?“ spurði Flóra. „Mig langai mikið til að kynna yður fyrir móður minni. Henni, — henni þykir mjög vænt um Ralph." Litli maðurinn hneigði sig. „Mín er ánægjan, ungfrú.“ „Og þér verðið líka kyrr, er það ekki, Shepp- hard læknir?" Ég hikaði. „0, gerið það!“ Mig langaði til að vera kyrr, svo að ég tók boðinu án frekari umsvifa. Við lögðum af stað upp að húsinu. Flóra og Blunt gengu á undan. „Fallegt hár!“ sagði Poirot við mig lágri röddu og kinkaði kolli í áttina til Floru. „Alveg eins og gull. Þau eru sennilega falleg saman, hún og hinn ungi, dökkhærði Paton. Er það ekki?“ Ég leit á hann spyrjandi, en hann varð allt í einu önnum kafinn við að bursta vatnsdropa af erminni. Maðurinn minnti mig á einhvem hátt á kött. Grænu augun og svo þessir óútreiknanlegu duttlungar hans og siðir. „Víst er það svo,“ sagði ég, fullur samúðar. Svo hélt ég áfram í öðrum tón: — „Mér þætti gaman að vita, hvað það var, sem við sáum á tjarnarbotninum ? “ „Hefðuð þér gaman að því að sjá það?“ spurði Poirot. Ég starði á hann. Hann kinkaði kolli. „Kæri vinur,“ sagði hann hálf-ásakandi. „Hercule Poirot hættir ekki á það að bleyta föt sin, nema hann sé viss um að ná markmiðinu. Það myndi vera hvoratveggja í senn, hlægilegt og heimskulegt. Ég er aldrei hlægilegur." „En þér komuð tómhentur upp úr,“ maldaði ég í móinnn. „Það kemur stundum fyrir, að maður verður að fara varlega í sakirnar... Segið þér sjúkling- um yðar allt, læknir? Ég held ekki. Né heldur segið þér systur yðar allt, er það ekki rétt hjá mér? Áður en ég sýndi ykkur í lófann, lét ég innihald hans í hina hendina. Ég skal sýna sýna yður hvað það var.“ Hann hélt fram vinstri hendinni. Á lófanum lá lítill gullhringur. Giftingarhringur. Ég tók hringinn frá honum. „Litið innan í hann,“ skipaði hann mér. Ég gerði það. Þar var letrað með örsmáu letri? — Frá R. 13. Marz. Ég leit á Poirot, en nú var hann að skoða sjálfan sig í litlum vasaspegli og tók ekki eftir neinu öðra. Mér skildist, að hann ætlaði ekki að láta neitt álit í ljósi á þessum fundi sínum. X. Kafli. Herbergisþernan. Frú Ackroyd kom á móti okkur í forstofunni. Með henni var lítill, þurrlegur maður, skarpleitur. Hann bar utan á sér, að hann var lögfræðingur. „Herra Hammond ætlar að snæða hádegis- verð með okkur,“ sagði frú Ackroyd. „Þér þekkið Blunt majór, herra Hammond, er það ekki? Og þetta er Shepphard læknir, náinn vinur Rogers sáluga. Og þetta er —“ hún þagnaði, í hálfgerðum vandræðum. „Þetta er herra Poirot, mamma," sagði Flóra „Ég sagði þér frá honum í morgun.“ „0, já, sagði frú Ackroyd óákveðið, „auðvitað, góða mín, það var satt. Það er hann, sem á að hafa upp á Ralph, er það ekki?“ „Hann á að hafa upp á þeim, sem drap Roger frænda," sagði Flora. „0, góða mín,“ kallaði móðir hennar upp yfir sig. „Minnstu ekki aftur á það. Ég þoli það ekki. Ég er alveg eyðilögð í dag. Alveg eyðilögð." það var svo hræðilegt. Ég get ekki haldið annað, en að það hafi verið slys á einhvern hátt. Roger hafði svo gaman af að vera eiga við svona gripi. Hann hlýtur að hafa dottið eða eitthvað —“ Við tókum þessari nýju kenningu með kurteis- legri þögn. Ég sá, að Poirot snéri sér að lög- fræðingnum og fór að tala við hann trúnaðar-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.