Vikan


Vikan - 13.07.1944, Page 7

Vikan - 13.07.1944, Page 7
VIKAN, nr. 28, 1944 7 Sumar i Svíþjóð Framhald af bls. 3. hið Ijóðræna alltaf yfirgnæfandi. Mál- arar okkar finna að miklu leyti við- fangsefni sín í landslaginu í kringum þá. Hvert einasta mannsbarn í Stokk- hólmi og öðrum sænskum stórbæjum, sem með nokkru lifandi móti getur veitt sér það — og auk þess fjöldamargir, sem alls ekki g e t a veitt sér það — fara út í sveit sumarmánuðina. Um- fram allt keppast menn eftir að kom- ast til einhverrar af eyjunum eða út á eitthvert skerið við ströndina. Fyrir Stokkhólm hefir afleiðingin orðið sú, að á sumrin er borgin að heita má í eyði nema rétt um sjálfan vinnutím- ann. Börnin verða að leggja mikið á sig yfir skólatímann mörgum finnst allt- of mikið. En í sumarleyfinu, sem stend- ur yfir í næstum þrjá mánuði, er þeim sleppt út í fullt frelsi í sveitinni, að mestu leyti undir beru lofti. Þeir, sem hafa ekki efni á að leigja sér, þótt ekki sé nema eitt herbergi úti í sveit, fá blett einhvers staðar fyrir utan bæinn í sam- eignargörðunum, sem þeir rækta og hirða með blátt áfram ástúðlegri umhyggju." Forn eik í sumarskrúða. Enda þótt mikill hluti sænsku skóganna séu furu- og grenitré, þá er og mikið um eilc og birki, einkum í mið- og suðurhluta landsins. Hinar voldugu eikur, eins og sú, sem sést hér á myndinni, eru komnar til ára sinna margar hverjar. Þessi er talin vera rúmlega 900 ára gömul. Ljósm.: Th. Thelander. VIKAN birtir hér nokkrar sumar- er af hlýlegu skógarrjóðri um miðsum- myndir frá Svíþjóð. — Forsíðumyndin arsleytið. Osýnilegur fjandmadur. BARNASAGA. lóhann og Henry Velden höfðu í marga “ mánuði búið langt inni í frumskógum Afríku, þar sem faðir þeirra var að veiða villidýr til þess að senda til dýragarða í Evrópu. Þeir bjuggu í stóru timburhúsi, sem faðir þeirra hafði látið reisa. I hús- inu og í garðinum í kring um það safnaði Velden eldri fyrir villidýrum. Drengirnir tveir fengu aldrei að fara með föður sínum í hinar hættulegu veiðiferðir um frum- skógana, en þeir höfðu samt alltaf nóg að gera heima. Þeir hjálpuðu aðstoðarmönn- um föður síns við gæzlu dýranna. Það voru apar, vatnahestar, villiuxar, eitur- slöngur og fjöldinn allur af fuglum ýmis- konar. Kvöld eitt kom Velden heim með hálf- vaxinn Gorillu-apa. Það var villtur og grimmur náungi, og hann þorði ekki að hafa hann með hinum öpunum. Hann var settur í búr inni í húsinu, þar sem alltaf var hægt að hafa auga með honum. Nokkrum dögum seinna kom Stove nokkur læknir í heimsókn. Hann hefði far- ið til Afríku til þess að ná upp á grammó- fónplötur hljóð hinna ýmsu villidýra og var þegar búinn að taka heilmikið. Allt kvöldið skemmti hann Velden og sonum hans með því að spila fyrir þá plöturnar, þar heyrðu þeir öskur ljónsins, org pardursdýrsins, lúðurþyt fílanna, suðið í eiturslöngunum og söng margra fugla. Drengirnir skemmtu sér mjög vel við þetta. Morguninn eftir fór Stove í veiði- leiðangur með Velden. Drengimir héldu kyrm fyrir heima í húsinu, þar sem þeir lengi skemmtu sér við að spila villidýra- plöturnar aftur og aftur. Þeir heirðu þrusk í gorillu-apanum í næsta herbergi, en skiptu sér ekkert frekar af því. Það var að líða fram á kvöld og farið að draga úr mesta hitanum. Drengirnir héldu sig inni í aðalstofunni, og þar borðuðu þeir kvöldmat. Er þeir sátu þar við-borðið og voru að borða sinn hvorn bananann í mesta næði, var hurðinni hrundið upp — og í gætt- inni sáu þeir — mannapann. Varðmaður- inn hafði ekki lokað búrinu vel, og apan- um hafði tekizt að brjótast út úr fangelsi sínu. Drengirair störðu skelfingu lostnir á þessa stóru, mórauðu, loðnu ófreskju, sem stóð í dyrunum, hálf-upprétt og studdist við hina löngu handleggi sína. Enda þótt apinn væri alls ekki fullorðinn, þá var hann á stærð við meðalmann og hættulegur andstæðingur viðureignar. Hann virtist vera í bardagaskapi eftir innilokunina; dökku augun undir loðnum brúnunum skutu gneistum, hann sló hnefunum á brjóst sér og gaf frá sér dimmt, illilegt hljóð. Jóhann og Henry sátu nokkra stund lamaðir af skelfingu, en er þeir höfðu náð sér eftir fyrstu hræðsluna, stukku þeir á fætur og hlupu út í fjarlægasta hom her- bergisins. Það voru aðeins einar dyr á herberginu, og í þeim stóð ófreskjan. Skyndilega gekk apinn nokkur skref fram á gólfið og hvessti augun á drengina, sem voru viti sínu f jær af hræðslu. Hann lyfti upp handleggjunum, og opnaði ginið og lét skína í vígtennumar. Reikandi og óviss nálgaðist hann drengina. Henry, sem var yngri, æpti nú upp yfir sig af skelfingu. Þetta hljóð virtist eitt augnablik hræða apan; hann hörfaði aftur að dyrunum og stóð þar nokkrar sekúndur, en svo stökk hann skyndilega út á gólfið og stökk upp á borðið, sem valt um með brauki og bramli. Hann hafði komið auga á banana og tók nú kippuna og fór að háma í sig banana, en hafði um leið gætur á drengjunum í hominu. Apinn hagræddi sér nú sem bezt hann gat á gólfinu og hallaði sér upp að borðinu, sem hann hafði hvolt um, og þar sat hann og át og smjattaði, þangað til hann hafði lokið við alla banana. Fyrir utan heyrðist í páfagaukum í trjánum, sólin settist og myrkrið skall á. Tunglið skein inn um gluggan. Apinn sat eins og dimm vofa inni í herberginu. Hann virtist vera að hvíla sig eftir matinn, en eftir nokkra stund rétti hann sig upp og gaut augunum í áttina til drengjanna. Hægt og silalega nálgaðist hann bræðurna. Henry æpti aftur upp yfir sig; hann var viti sínu fjær af hræðslu, en Jóhann var rólegur. Honum hafði dottið ráð í hug og nú tók hann að framkvæma fyrirætlun sína. Grammófónninn stóð þar, sem hann gat náð í hann. Varlega opnaði hann fóninn og setti af stað plötu. — Um leið heyrðist Pramhald á bls. 15.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.