Vikan


Vikan - 27.07.1944, Page 11

Vikan - 27.07.1944, Page 11
VIKAN, nr. 30, 1944 11 Framhaldssaga: Qamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. 17 ,,Vitanlega,“ sagði Aðalheiður hjartanlega, „sérhver sonur mundi vera þakklátur þeim föð- ur, er vísaði honum á rétta braut. Það er sá drengur, sem hefir verið í of miklu eftirlæti, er gerir föður sínum skömm." Magga stóð upp af legubekknum. ,,Ef þú ætlar að tala um það, amma, þá get ég ekki verið hér inni.“ Amma hennar horfði vingjamlega á haria. ,,Þú ert búin að drekka teið þitt — já, já, telpa mín, farðu þá bara. Ég ætla mér nú einu sinni að segja það, sem mér sýndist." Magga gekk hægt út úr stofunni, en hinir þyrptust í kringum Aðalheiði, er ýtti fram neðri vörinni og starði fram fyrir sig. Renny var mjög eftirtektarsamur á svipinn og horfði á hendur sinar, sem hann kreppti saman. Allt í einu sneri amma hans sér að honum og spurði: „Hvar varstu um nóttina eftir daginn, sem þú fórst til þess að skila hestinum?“ Hann leit framan í hana, en svaraöi ekki. Svo sneri hún sér að Filippusi. „Veiztu, hvar sonur þinn var þá nótt?“ ,,Já,“ svaraði Filippus. „Það veit ég vel. Við þurfum ekki að tala um það, mamma.“ „Þú veizt það,“ sagði hún æst. „Þú veizt ekkert! Þú veizt ekkert meira en þessum unga kvennabósa hefir þóknast að segja þér.“ „Ég veit, að hann svaf um nóttina á bæ, sem er um tíu míiur frá bæ Ferrier.” „Já — en hjá hverjum svaf hann?“ „Hann svaf hjá stúlku — þeirri eldri af þeim tveim, sem hafa valdið óhamingju Maurice.“ Móðir hans leit æf til Renny, sem horfði á hana með stirnuðu brosi. Þegar Filippus sleppti orðinu, lét Sir Edwin í ljós viðbjóð sinn með upphrópun, og hann strauk sér órólega um skeggið. Lafði Buckley setti upp svip, sem sýndi, að hún var stórlega hneyksluð. Nikulás gaf frá sér hljóð, sem gat bæði verið hlátur og kveinstafir. Ernest, roðnaði og muldr- aði: „Guð minn góður!“ Maria greip andann á lofti og beit svo í vörina með hvítum tönnunum, og Malaheide Court, sem sat einn á legubekk, lægði fæturna í enn meiri kross og fiktaði við demantsnæluna í bindi sínu. „En sveitalegt!“ muldraði hann. Aðalheiður skalf af geðshræringu. Hún hafði búið sig undir að lenda í dásamlegu rifrildi við Filippus. Hún hafði búið sig undir að halda hvassa ræðu yfir fjölskyldunni. Henni fannst á þessari stundu hún vera sigruð, svikin, rænd áhrifavaldi sinu. En þegar hún kom aftur auga á drenginn, sem leit á hana með stirnuðu glotti, lifnaði hún við. Hún beygði sig fram á móti honum og studdist við staf sinn. „Jæja,“ sagði hún ískrandi vond, „svo að þú bjargaðir þér með því að skrifta fyrir ræflinum honum föður þínum!“ Hann svaraði ekki. „Hefirðu misst málið, eða hvað?“ spurði hún æf. „Geturðu ekki gert eitthvað annað en að sitja þarna og glotta að ömmu þinni? Ég þori að veðja, að þú hefir getað sagt eitthvað við þessa kvensnift! Þú hefir áreiðanlega sagt eitt- hvað til að sleikja þig upp við hana! Hvar lástu með henni, það þætti mér gaman að vita! Svona, talaðu! Hættu að glotta svona og segðu mér, hvar þú lást með skjátunni!“ „1 heyinu,“ svaraði hann hreinskilnislega. „1 nýslegna heyinu.“ Forsae'a* Sagan gerist á Jalna 1906. ® Þar býr Whiteokfjöiskyid- an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul, en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti Margréti og Renny með fyrri konunni. Eden og Piers heita bömin, sem hann á með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em- est em bræður Filippusar, ókvæntir. Vera er vinkona Margrétar, aem ætlar að gift- ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice segir Renny frá því, að hann muni eignast bam með Elvim Grey, sem býr með frænku sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna, leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá fyrir honinn. Systir Filippusar og maður hennar koma frá Englandi, ásamt Mala- heide Court. Hann er frændi gömlu frúar- innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar, en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug- han finnur bam á tröppimum hjá sér og það kemst upp að Murice á það. Filippus verður öskureiður og fer heim til hans með bræðmm sínum. Vaughan-hjónin em ör- vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni í herbergi sínu og vill ekki sjá nokkum mann. Allt er gert til þess að lokka hana út, en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna I örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Renny, sem hefir orðið undarlega hrifinn af frænku Elviru í eina skiptið, sem hann hafði séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum. Hann finnur þær, þar sem þær búa í þorpi einu hjá frænda þeirra, Bob. Hann er hjá þeim það, sem eftir er dagsins og hjálpar til við að koma heyinu í hlöðu. Um kvöldið spáir Lúlú fyrir honum í tebolla. Renny sefur um nóttina í hlöðunni. Hann skilur við stúlkumar næsta morgun. Lúlú bannar honum að koma aftur. Renny kemur heim illa útleikinn og með hestinn, sem Ferrier vildi ekki taka við. Filippus spyr hann, hvar hann hafi verið mn nóttina, en Renny er tregur að segja frá því; faðir hans hefir þó einhver gruni um það. Að lokum viður- kennir Renny það fyrir föður sínum, að hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst að því og segir Aðalheiði frá því. Hún hlakkar nú til að segja fjölskyldunni frá því hneyksli. „I heyinu!“ kveinaði Ágústa. „Whiteoak! 1 hey- inu — eins og mddalegur sveitamaður!“ „Hann ætti að fá hýðingu!“ sagði Nikulás. „Við verðum að vona, að það fréttist ekki,“ sagði Ernest. „Það væri nú matur fyrir kjafta- kerlingarnar!“ Filippus sagði við móður sína: „Hvernig veiztu þetta?“ „Ó, ég frétti allt! “ svaraði hún. „Ég hefi min ráð! Ég hefi ekki lifað árang- urslaust þessi áttatíu ár hér á jörðunni!“ „Mér finnst, þú ættir að segja mér frá því,“ sagði hann. Renny sneri sér æstur að honum. „Það skal ég segja þér! Nei, — það -er bezt að hann segi þér það sjálfur — spurðu Malaheide frænda!“ „Þú eignar mér skarpskyggni, sem ég á ekki til,“ svaraði Malaheide. „Ef þig langar til að vita það,“ sagði Aðalheið- ur, „þá skal ég segja þér það. Það var Mala- heide, sem komst að því. En aðeins af því, að ég bað hann um það. Sjálfur hafði hann engan áhuga á því — er það kannske, Malli?“ Það var það, sem Malaheide sízt af öllu vildi, að hluttekning hans í afhjúpun málsins yrði opinberuð. Hann beit í neðri vörina og sagði fyrirlitlega: „Góða frænka, viltu ekki vera að blanda mér inn í þetta mál. Það ýmislegt, sem nauðsyn- legra er að ræða.“ Ágústa greip framí: vÞað ætti að neyða þær til þess að flytja, burt úr sveitinni, þessar kvens- ur. Að hugsa sér að þær skuli valda þvi, að tveir unglingspiltar glata sakleysi sínu!“ Filippus sagði alvarlega: „Ég finn, að afsökun Renny í máli þessu er> sú, að hitt, sem gerðist hefir raskað hugarró hans. Það er mjög leitt. En hann hefir heiðarlega meðgengið allt. Nú skulum við ekki minnast meira á það.“ Hann tók upp pípu sína og fór að troða í hana. „Þú ert alltof hneigður fyrir það, Filippus, að láta hlutina eiga. sig,“ sagði Nikulás. „Þegar drengnum var vikið úr skóla á síðasta misseri, hvað gerðir þú við það tækifæri? Ekkert. Ekki neitt.“ „Og hver er árangurinn,“ sagði Ernest, „að hann hefir verið látinn eiga sig', svo að við not- um orð Nikulásar!" „Synir mínir hefðu verið muldir mélinu smærra, hefði þeim verið vikið úr skóla," sagði Aðal- heiður. „En við þína syni er dekrað og —.“ „Það er alveg eins mikið mannsefni í sonum mínum eins og þínum —,“ sagði Filippus reiður. „En hefir hann líka geðstillingu ?“ spurði Ágústa. „Drottinn minn dýri!“ sagði Filippus. „Hefir fjölskylda okkar nokkum tíma verið fræg fyrir geðstillingu ? Voru Courtarnir geðstilltir menn? Hvernig eru sögurnar, sem mamma og Malaheide hafa svo gaman af að segja frá um lífið, sem þau lifðu á lrlandi?“ Aðalheiður hélt áfram: „Það var ekki skert svo mikið sem eitt hár á höfði sonarsonar míns, eftir að honum var vikið úr skóla. Það olli því, að honum fannst hann vera sinn eiginn herra! Hann gerði aðeins það, sem honum sjálfum þókn- ast, án nokkurrar virðingar fyrir þér eða öðrum! En ég segi, að eitthvað verður að gera vegna þessa atburðar. Og það ert þú, sem verður að hefjast handa. Þú hefir verið meyr nógu lengi!“ Hin létu í ljósi ánægju sína. Þau horfðu ásök- unaraugum á Filippus. Hann fór að velta því fyrir sér, hvort hægt væri að lasta hann fyrir athæfi Rennys. Hann tottaði pípu sína dálitla stund; svo sagði hann gremjulega við son sinn: „Ég vildi óska, að þetta hefði aðeins verið okkar á milli. En eins og nú stendur — þá finnst mér ekki þú mega vera meira með Maurice, þangað til þú ferð aftur í skólann. Hann virðist hafa ill áhrif á þig.“ „Ekki vera með honum!“ endurtók Renny. „Hvað áttu við með því?“ „Ég á við, að þú mátt ekki fara til hans — ekki hitta hann.“ „Það er rétt,“ sagði Nikulás ánægður. „Skaði, að þú skulir ekki hafa sagt þetta fyrir löngu, Filippus," sagði Ernest. „Maurice hefir frá upphafi haft skaðleg áhrif á Renny,“ sagði Ágústa. Renny sagði ákafur: „Þetta er hlægilegt! „Við Maurice getum ekki hætt að sjást! Við erum nábúar við erum vinir — hvemig ættum við að komast hjá því að hittast?1' Aðalheiður barði stafnum í gólfið. „Með þvi að gera, eins og þér er sagt — einu sinni á ævinni — þú litli þverúðugi flakkari! Áður en við vitum af liggur líklega krakki fyrir utan dyrnar á Jalna líka!“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.