Vikan


Vikan - 27.07.1944, Qupperneq 14

Vikan - 27.07.1944, Qupperneq 14
14 Herjólfur og Vilborg. Sagan segir, að í fyrndinrii hafi maður nokkur, að nafni Herjólfur, búið í dal þeim í Vestmanna- eyjum, sem síðan er nefndur Herjólfsdalur. Er dalur sá á þrjá vegu umkringdur háum fjöllum og veit móti haflandsuðri, vestan til á Heima- eyjunni, sem svo er kölluð; bær Herjólfs stóð í dalnum vestan verðum, undir háu og snarbröttu hamrafjalli. Hann var sá eini af eyjarbúum, er hafði gott vatnsból nsferri bæ sinum og komu því margir þangað til að beiðast vatns; en hann vildi engum unna vatns, nema við verði. Sagt er, að Herjólfur hafi átt dóttur eina, er Vilborg hét, og var hún að skapferli ólík föður sínum, og þótti henni hann harðdrægur, er hann seldi nábúum sínum vatnið. Stalst hún því til þess oft á nótt- um, þegar karl vissi ei af, að gefa mönnum vatn. Einhverju sinni bar svo við, að Vilborg sat úti nálægt bænum og var að gjöra sér skó. Kom þá hrafn til hennar og tók annan skóinn og fór með hann. Henni þótti fyrir að missa skó sinn, stóð upp og fór á eftir hrafninum. En er hún var kom- in spölkom frá bænum, féll skriða undra mikil niður úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs, sem þá var í bænum og varð undir skriðunni. En Vilborg átti hrafninum lif sitt að þakka; en það sem bar til þess, var það, að hún margsinnis hafði vikið hrafninum góðu, og voru þeir því orðnir henni handgengnir. Siðan segir sagan, að Vilborg hafi reist bæ, þar sem nú heitir á Vilborgarstöðum og mælt svo fyrir, að tjörn ein, sem nú er suður undan bænum, skyldi ,,Vilpa“ heita og skyldi eng- um verða meint af vatni úr „Vilpu“ þó það væri ekki sem fallegast útlits, og er hún almennt vatnsból frá bæjum þeim, er næst henni liggja. Það er og sögn manna, að vestan til i Vilborgar- staðatúni sé Vilborg grafin, og er þar enn í dag kallað Borguheiði. 1 Herjólfsdal við ofanverða grjóthrúguna, sem féll á bæinn, er enn tær vatns- lind, sem aldrei þrýtur, þó allstaðar annars stað- ar verði vatnsskortur. Skammt frá hrúgunni er. og tjörn og liggur að henni austanverðri vatns- rás, ér út litur að séu mannaverk á, og sér í mynni hennar, þar sem hún rennur út í tjömina. Öfugmælavísur. Allt veit sá, sem aldrei spyr. Ekkert grær í haga. Helst mér finnast hóffjaðrir hollastar í maga. Séð hef ég fuglinn flytja skreið. Fressið túnin plægja. Hrafninn ríða hundi á skeið. Hrútinn skellihlægja. Húskarlinn á Hólum. Það er gömul saga, að á Hólum í Hjaltadal hafi vinnumaður nokkur deilt við húsmóður sína, er var eldri kona, og segja sumir, að það hafi verið biskupsfrúin sjálf. En vegna þess, að þau voru bæði skapill, komst i svo hart á milli þeirra, að þau hétust hvort við annað, og hreif það innan skamms tíma, þvi þau voru bæði dauð á þriðja degi. Var hún jörðuð í kirkjugólfinu, en hann í kirkjugarðinum, og fór þá að kvisast, að þau hefðu dáið á óeðlilegan hátt. Það var langan tíma eftir þetta, að menn sáu þau fljúgast á á kvöldin og eigast illt við, bæði í kirkjunni og fyrir utan hana. Eftir langan tíma hætti allur reim- leiki. Eftir að mörg biskupaskipti höfðu orðið, bar svo við, er jarðað var, að beinagrind af karl- manni kom upp úr kirkjugarðinum, hékk hún öll saman á sinunum, og þótti það mjög undar- legt. Hún var látin undir krókbekk í kirkjunni, eða í stöpulinn. Daginn eftir kom Skálholtsbiskup að heimsækja Hólabiskup. Um kvöldið, er þeir sátu að kvöldverði, minntust þeir á beinagrind- ina. Skálholtsbiskup sagði, að sig langaði mjög að sjá hana og spurði, hvort nokkur þar á staðn- um mundi vera svo hugaður að sækja hana út í kirkju. Hólabiskup sagði, að hver, sem við væri VIKAN, nr. 30, 1944 242. Krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. ólétt. — 6. beitiland. — 11. handarhluti. — 12. bönd. — 13. óhreinindin. — 14. suð- ar. — 16. verzlunin. — 19. mannsnafn (sjaldgæft, ef.). — 21. vonda. — 22. stór nál. — 25. lund. — 26. óþrif. — 27. hvíld, — 28. stjóm. — 29. skeppnu. — 33. jarðeign. — 34. óska. — 35. komumann. — 36. gauf. — 40. tylft. — 44. býli. — 45. boga. — 47. hátíð. — 48. illa búin. — 50. snúnu. — 52. þvo. — 53. barinn. — 55. tuggu. — 57. starfið. — 59. óþreytt. — 60. galt jákvæði. — 61. ólogið. — 62. nýsagt. — 63. kúlu. Lóðrétt skýring: 1. vizka. — 2. aula. — 3. komi fyrir sig fæti. — ,4. ástundun. — 5. stígur. — 6. bæn. — 7. gangflöt- inn. — 8. heyið. — 9. kurls. — 10. skoplæti. — 13. hungri. — 15. skafið. — 17. fæðir. — 18. úlpa. — 20. kroppa. — 23. forsetning. — 24. kyrrð. — 30. klór. — 31. fljótið. — 32. nakin. — 33. títt. — 36. menntastofnunin. — 37. heita. — 38. ekki sá timi sem á að vera. — 39. sjóða. — 41. ósléttur. — 42. vogarhluta. — 43. froða. — 45. forsetning. — 46. tveir saman. — 49. afkom- endur. — 50. velsælu. — 51. fuglinn. — 52. hvasst. — 54. mannsnafn þf. — 56. bogra. — 58. vatns- hljóð. — 59. beiðni. Lausn á 241. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. galdrar. — 6. vandlát. — 11. rosi. — 12. otar. — 13. dekks. — 14. lagar. — 16. skanka. — 19. lakinu. —- 21. kóng. — 22. rautt. — 25. knás. — 26. arg. — 27. flá. — 28. gat. — 29. rall. — 33. eiri. -— 34. örva. — 35. þeir. — 36. lögg. — 40. móts. -— 44. eru. — 45. ætu. — 47. núp. — 48. illa. — 50. grams. —- 52. gæla. — 53. finnur. — 56. taumar. — 57. angur. — 59. larfa. — 60. agna. — 61. auka. — 62. reiring. — 63. prangar. látinn, mundi þora það, en Skálholtsbiskup trúði því ekki, svo þeir veðjuðu um það 9 dölum. Hóla- biskup kallaði þá á Gunnu, vinnukonu sina, og spurði hana, hvort hún vildi sækja beinagrindina. Hún sagðist skyldi gjöra það, og fór hún út í kirkju gegn um jarðgöngin; þeirra sér enn merki úr staðnum. Hún kom með grindina til biskup- anna. En er þeir höfðu skoðað hana eftir vild sinni, spyr Skálholtsbiskup hana, hvort hún þyrði að bera beinagrindina út aftur, fylgdarlaus og ljóslaus. Hún játti þvi og sagði, að það væri hægt að koma herrni þangað aftur. Síðan tók hún grind- ina á bak sér og hélt í handleggina og fór eftir göngunum. En er hún var komin i mið göngin, gaf grindin hljóð frá sér og mælti: „Meiddu mig ekki.“ Hún svarar: „Ég skal ekki gjöra það, eða kennir þú nokkuð til?“ Siðan hélt hún áfram, og fannst henni þá grindin þyngjast mjög; þá sagði grindin: „Slepptu mér ekki.“ Gunna mælti: Haltu þér þá.“ En er hún kom í kirkjuna, lagði hún grindina hægt niður. Þá sagði grindin: „Veiztu, af hverju ég er svona á mig komin?“ Hún sagðist ekki vita það. Segir hann henni það, sem fyrr er sagt, að hann og biskupsfrúin hefðu heitazt, og væri eins ástatt fyrir henni, að bein hennar gætu ekki rotnað; bað hann Gunnu að kalla til hennar og segja henni, að hann bæði hana fyrir- gefningar. Hún gjörði svo, og var því svarað, að hún fyrirgæfi honum. Grindinni þótti vænt um þetta og sagðist nú mundi rotna, og bað hana að sjá um, að bein sin væru grafin. Sagði hún henni, að biskupamir hefðu veðjað, og hún skyldi heimta veðféð. Enn fremur sagði hún henni, svo að verk hennar væri ekki ólaunað, skyldi hún næsta dag fara til kirkjugarðs með dálítið grafverkfæri; mundi hún þá sjá þúfu græna; skyldi hún grafa hana upp og hirða það, sem þar væri. Síðan fór Lóðrétt: 1. grúskar. — 2. dreng. — 3. rokk. — 4. askar. — 5. ris. — 6. vol. — 7. atalt. — 8. naga. — 9. drakk. — 10. trausti. ■— 13. dangl. — 15. vingi. — 17. kóra. — 18. sull. — 20. náar. — 23. af — 24. tá. — 30. lög. — 31. svo. — 32. her. — 33. erm. —• 36. leiftur. — 37. örli. — 38. gulna. — 39. stag. — 41. ónæma. — 42. túla. — 43. sparkar. — 45. ær. — 46. um. — 49. annar. — 50. grunn. — 51. staur. — 52. gufan. — 54. uggi. —56. arka. — 58. rag. — 59. lap. Gunna til biskupanna og fékk veðféð, en þá furð- aði á því, hvað hún hefði verið lengi í burtu; en hún sagði, að það væri ekki undarlegt, því hún hefði verið að verki sínu í eldhúsinu. En undir þúfunni fann hún dalakút. Hún varð mjög ham- ingjusöm og fekk ágæta giftingu. Lausn á orðaþraut á bls. 13: TEMPLARI. TEIGA ESP AR MER J A PRÚÐA LEGGI ASKAR RÆSIR ILINA Svör við Veiztu—? á bls. 4: 1. Afkomendur Sturlu Þórðarsonar á Hvammi í Dölum. 2. Eftir Davíð Stefánsson; úr kvæðinu „Klipptir vængir“. 3. Þeir era mágar. 4. „Sturm und Drang" var sérstök bókmennta- stefna, sem átti upptök sín í Þýzkalandi á 19. öld. 5. Ófreskja. (Maður að framan og dýr að aftan). 6. Engin; hann var ritari kommúnistaflokksins. 7. 24. maí; á afmælisdegi Viktoríu drottningar. 8. Jóhann Frímann. 9. 1 sögunni Don Quichote eftir spánska rithöf- undinn Cervantes. Rosinante er hestur sögu- hetjunnar. 10. Hráolía.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.