Vikan - 27.07.1944, Síða 15
15
VJKAN. nr. 30, 1944
Kvenréttindafélag íslands.
Frainhald af bls. 7.
því verða ekki raktar hér nema aðaltillag-
an, sem felur í sér flestar hinar:
„Landsfundur íslenskra kvenna gerir
þá kröfu fyrir hönd íslenzkra kvenna,
að jafnrétti karla og kvenna sé tryggt
sérstaklega í stjórnarskránni, og tekið
fullt tillit til aðstöðu konunnar sem
móðir.“
Samþykkt samhljóða.
Þessi málalok sýna einlægan vilja
kvenna til þess að taka á sig þjóðfélags-
lega samábyrgð í hinu unga lýðveldi okk-
ar og líka, að þeim er alvara að þola ekki
lengur að réttur kvenna sé fyrir borð bor-
inn og þeirra ráð ekki að neinu höfð í
þjóðfélagsmálum. Við ætlum ekki að búa
til neinn sérstakan kvennaflokk, en með
samvinnu kvenna allra flokka á að tryggja
framgang sameiginlegra áhugamála. Við
verðum að eiga kvenfulltrúa á Alþingi og
konur verða að vera í fræðslunefndum og
eiga sæti í hinum ýmsu nefndum og stjórn-
um, sem fjalla um sveita- og bæjamál. —
Jafnréttið er enn meira í orði en á borði,
það sézt bezt þegar litið er á atvinnu- og
launamál kvenna. Um þau var haldinn
ágætur fundur með 16 ræðukonum og var
fullt hús í Iðnó á björtu júníkvöldinu.
Fundinum var sýnd margskonar velvild,
sem ég vil þakka: Alþingi veitti f járstyrk,
háskólinn lánaði hús endurgjaldslaust,
borgarstjóri Reykjavíkur gerði fundinum
þann mikla greiða að halda á Þingvöllum
ágætlega fróðlegt erindi um stjórnar-
skrána og bauð fundarkonum í veizlu, fyr-
ir hönd Reykjavíkurbæjar, en kvenfulltrú-
ar bæjarstjórnar stjóínuðu henni. Forseta-
frú íslands og Forsetinn sýndu fundinum'
þann sóma að bjóða fundarkonum til|
Bessastaða og veittu þeim þar svo góðarj
viðtökur, að seint mun gleymast þeim, sem;
nutu. Allur var fundurinn ógleymanlegur
á þann hátt sem ekki er hægt að lýsa, því
að hin sama glaða trú og einlægni ein-
kenndi hann eins og sjálfa fullveldishátíð-
ina. Vil ég fyrir hönd K. R. F. I. þakka
öllum fulltrúum og fundargestum, sem
stuðluðu að því, hve vel þessi fundur tókst,
og gerðu sumir sér ferð til þess langar
leiðir. Og seinast en ekki sízt vil ég þakka;
öllum þeim konum í Kvenréttindafélaginu
í Reykjavík, sem unnu að undirbúningi
fundarins. Nú er það hlutverk Kvenrétt-
indafélagsins og stjórnar og fulltrúaráðs
að stuðla að því, að vonir fundarkvenna
um hina fyrirhuguðu samvinnu megi ræt-;
ast. ^ j
Laufey Valdimarsdóttir.
Tilkynning
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að öll
umferð óviðkomandi manna um sorphauga bæj-
arins á Eiðisgranda og allur brottflutningur
þess, sem á haugana er kastað, er bannaður.
Allir, sem flytja sorp á haugana, skulu snúa
sér til varðmannsins, áður en þeir losa af bíl-
unum.
Reykjavík, 21. júlí 1944.
Heilbrigðisfulltrúinn.
4I11IÍI1IIII11II1III11IÍ1I1IIÍ11II1III[II1I1III1I1I11!1IIIIII11I11I1I1IIIIIII111II11IIII1I1I1II1ÍI11IIÍ
NEISTI
Laugavegi 159.
Framkv.stj.: Jón Sveinbjörnsson, vélstj.
Framkvæmir aJlskonar:
vélaviðgerðir
rafmagnssuðu og
rennismíði.
Einnig málmsteypu.
Áherzla Iögð á vandaða vinnu.
Kraftbrauðin
okkar eru beztu og hollustu brauðin sem eru
fáanleg.
Trygging fyrir því, að þau séu góð, er sú að
Jónas Kristjánsson læknir fylgist með tilbúning
þeirra. 4
Seljast eins og áður í öllum matvöruverzl-
unum KRON.
I
Reynið þessi brauð, og þér munuð sannfærast.
f.h. Sveinctbakarísins •
Karl Þorsteinsson.
Sumar á fjöllum
\
Hvort sem þér dveljið í bænum eða
farið í sveit, þá hafið þér ánægju af að
lesa skemmtilega bók.
En Sumar á f jöllum er skemmtileg bók
og þó fróðleg.
Lesið bókina og sendið hana vinum
yðar.
Bókaverzlun ísafoldar
og útibú, Laugavegi 12.