Vikan


Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 2
2 YIKAJNF, nr. 36, 1944 Pósturinn \ m Loiðrétting. Sú villa hefir slæðzt undir eina myndina í greininni „Söngstjóri aust- an hafs og vestan", að þar hefir fallið burt nafn Guðlaugar Magnús- dóttur. Myndin er á þriðju síðu (Vik- an nr. 35, 31. ágúst) og er af kóm- um, sem söng við móttöku Friðriks áttunda 1907 i Alþingishúsinu. 1 þriðju línu að neðan á Guðlaug Magnúsdóttir að koma inn á undan „Elin Laxdal (einsöngvari)“. — Þess hafði og láðst að geta, að greinin var, með leyfi höfundar, tekin upp úr tímaritinu „Heimir". Kæra Vika! Geturðu sagt mér hvaða maður Sókrates var? S. S. Svar: Sókrates var grískur stjóm- málamaður og kenndi mælskulist í Aþenu, hann var uppi 436—338 f. Kr. Kæra Vika! Ertu ekki ákaflega fljót að svara? Ég fór á „bíó“ í gær og sá mynd um skáldið Edgar Poe. Ég skil illa ensku, þegar hún er töluð, þó ég skilji hana sæmilega á bók, ég hefi nefnilega ekki verið í „bransanum" (og ætla mér ekki að fara í hann!), en nú er ég farinn að skrifa, eins og ég skrifa vinstúlkum mínum og svoleiðis má ég ekki skrifa Vikunni. Mig langar svo að vita meira um þennan Poe. Lifandi ósköp var ég hrifin af hon- um, þegar hann las kvæðið og prent- aramir hlustuðu á og litli drengur- inn þakkaði honum fyrir og sagði, að það væri dásamlegt. Það skildi ég. Og svo hljóp drengurinn á eftir hon- um með peningana, sem prentaram- ir höfðu skotið saman, af því að rit- stjórinn vildi ekki taka kvæðið, en kona skáldsins lá fyrir dauðanum. Þetta var svo fallegt. Svona myndir vil ég sjá. Getur verið að þetta kvæði sé til á íslenzku ? Mikið væri gaman að sjá það. 19 ára stúlka. Svar: Um Edgar Allan Poe mætti skrifa Iangt mál, en það verður ekki gert hér. Hann var fæddur í Norður- Ameríku 19. jan. 1809 og dó 7. okt. 1849, svo að ekki varð hann gamall maður, þótt hann afkastaði ótrúlega miklu um æfina. Hann var kominn af fátækri, enskri ætt. Móðirin var leikkona og Poé átti systur, sem dó geðveik. Sjálfur var hann taugaveikl- aður og tilfinninganæmur drengur, var tekinn í fóstur af skozkum kaup- manni, er Allan hét. Þegar Poe var stúdent, eyddi hann svo miklum pen- ingum, að Allan lét hann fara að vinna á skrifstofu árið 1827, en það- an flýði Poe og gerðist hermaður. Fyrstu kvæði hans komu út 1828 og annað safn 1831, en sögur sínar gat hann ekki fengið prentaðar, og það er sagt, að í nokkur ár hafi hann þjáðst af skorti. 1835 varð hann rit- stjóri tímarits og kvæntist ári síðar 14 ára gamalli frænku sinni, Virginiu Clemm. Hún var brjóstveik. Hana missti Poe 1847 og þá var þrek hans að þrotum komið. Hann neytti eitur- lyfja og varð ákaflega duttlungafull- ur. 1849 hafði hann verið í fyrir- lestraferð og unnið sér nokkuð mikið inn, er hann í október kom til Balti- more. Þar fannst hánn meðvitundar- laus á götu og var fluttur á spitala og dó þar, án þess að koma til sjálfs sín. — Edgar Allan Poe er eitt af merkilegustu skáldum heimsins, sum kvæði hans, eins og til dæmis „Hrafn- inn“, sem hann var látinn lesa i kvik- myndinni, eru sígild listaverk, en þó er hann enn frægari fyrir sögur sínar og talinn „faðir" leynilögreglusagna nútímans. Einar Benediktsson hefir þýtt „Hrafninn" á íslenzku, og fleiri munu hafa gert það, en slíku l'sta- verki er örðugt að ná í þýðingu. „Hrafninn“ er í fyrstu bók Einars: Sögur og kvæði. Kæra Vika! Viltu reyna að segja okkur, hvað er norðurlandamet og heimsmet í 100 metra hlaupi og hverjir það voru, sem settu þau? Er ekki sænski mað- urinn Gunder Hágg heimsmeistari í einhverjum hlaupum? Tveir drengir. Svar: Úr „Árbók frjálsíþrótta- manna" fyrir árið 1944 höfum við eftirfarandi upplýsingar: Norður- landamet í 100 m. hlaupi er sett af Svíanum Lennest Strandberg 1936 og er 10,3 sek. Heimsmet í 100 m. hlaupi er sett af Bandarikjamanninum Jesse Owens 1936 og er 10,2 sek. Gunder Hagg á heimsmet í 3 og 5 km. hlaup- um og sétti þau 1942. Þessi föðurlandssinnaða hæna hefir e.nungis verpt eggjum, sem eru eins og sprengjur í lögun, síðan striðið hofst. •2 Vöruhúsið Vöruhúsið Laugaveg 22 (Inngangur frá Klapparstíg). * 2 v V V V S Laugaveg 22 | (Inngangur frá Klapparstíg). * v Höfum eins og að undanförnu allar beztu fáan- $ legar vörur svo sem: Vcínaðarvörur allslconar. Nærfatnað allskonar. Byk og Regnfrakka fyrir börn og fullorðna. '§ Karlmannaföt. Karlmannafrakka. Skyrtur. Hattar o. fl. >;< 9 2 v V V 2 v o 2 V s Vélaverkst. Sigurdar Sveinbjörnssonar \ Skúlatúni 6. Sími 5753. Reykjavík. FRAMKVÆMIR: Ilverskonar v.iðgcrðir á bátamótorum og bílamótorum, cinnig viðgcrðir og uppsetningar á vcrksmiðjuvcimn. SMlÐUM ENNFREMUR: Ilolsteinamót. Körstcypumót. lskvarnir. , ' Síldarflökunarvélar. Rafgufukatla o. fl. Vélaverkstœði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5304, pósthólf S65.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.