Vikan


Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 36, 1944 utimn m n K IIII ■ l i v Samtal við drengi. Matseðillinn Steikt lifur. 2 pund lifur, 25 gr. hveiti, 150 gr. smjör, 2—3 pelar kjötsoð. 4 laukar, salt, hveiti og pipar til þess að velta lifrinni í, matar- litur. Lifrin er þvegin, himnur og sinar teknar af, skorin í fínar, þunnar sneiðar, velt upp úr hveiti með dá- litlum pipari. Steikt á pönnu ljós- brún og sett upp i fat. Soðið er lát- ið i pott ásamt ofurlitlu af matar- lit og salti. Þegar sýður er sósan síuð og jöfnuð með hveitinu, sem áður er þynnt út í köldu vatni. Soðið hægt í 5—6 mínútur. Þá er lifrin látin í og fínt brytjaður, brúnaður laukur. Þetta allt er soðið hægt i 5 mínútur. Soðnar kartöflur bomar með. Bláberjasúpa. 2 lítrar vatn. 250 gr. bláber. 125 gr. sykur. 40 gr. kartöflumél, jiálítið salt. Bláberin eru skoluð vel, sett yfir eldinn í köldu vatni og soðin í 30 mín. Þá er þeim hellt í gatasíu. Pott- urinn skolaður innan, súpan mæld i hann aftur og síuð i gegnum fína feiu; sett yfir eldinn ásamt sykri og salti, og þegar sýður er súpan jöfn- uð með kartöflumjölinu, sem áður er hrært út með köldu vatni. Munið að kartöfluméi má ekki sjóða. III. Ávaxtahiaup. 2. Krækiberjahlaup. Krækiber 1500 gr., vatn 750 gr., sykur 1400 gr., PECTINAL 1 pakki. Að öðru leyti er krækiberjahlaup búið til eins og bláberjahlaup. Tízkumynd Þessi snotri kjóll er úr dökkbiáu ullarefni. Blússan er hneppt að fram- an og á beltinu eru einnig hnappar. Tveir stórir vasar eru á pilsinu. Kjötfars ber að geyma með sér- stakri varúð. Geymið það í lokuðu íláti og á köldum stað, bezt í ísskáp. Fjórum dögum eftir að lýðveldis- hátíðir höfðu farið fram viða um land, var ég staddur í all-stórum kaupstað úti á landi. Um morgun- inn varð mér gengið um bæinn til þess að skoða hann og hitti þá tvo drengi niður við sjóínn. Þeir hafa líklega verið átta til tíu ára gamlir, geðugir strákar og ekki ógreindar- legir. Komstu ríðandi? spurði annar drengurinn. Ég var þannig klæddur. Nei, svaraði ég og vár ekkert á móti því að tala við drengina. Það er alltaf fróðlegt að heyra, hvað æskulýðurinn segir. Ég kom gang- andi yfir fjallið. Það er svo mikill snjór á því, að bílamir komast ekki ennþá. Hvaðan varstu að koma? spurði hinn drengurinn. Frá Rafnseyri, svaraði ég. Þar voru mikil hátíðahöld 17. júní. Af hverju? spurði annar drengur- inn. Þar fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Hvaða maður var það? spurði hinn. Hafið þið aldrei heyrt hann nefnd- an? Nei, svöruðu báðir drengimir í einu. Ég reyndi að segja þeim frá því með nokkrum orðum, hver Jón Sigurðsson var, og hvers virði hann var og er þjóð sinni. Þetta var sundurlaus og ófullkomin fræðsla og efalaust illa flutt, en drengirnir hlustuðu á hana með athygli og spurðu margs, eins og t. d., hvort hann hefði verið prestur eða kann- ske skipstjóri, og af hverju hann hefði verið svona mikið í útlöndum, fyrst honum þótti afskaplega vænt um landið sitt; hvort það væri ekki fallegt á Rafnseyri; hvort húsið, sem Jón Sigurðsson fæddist í væri ennþá til; hvort margt fólk hefði verið á hátíðinni þar. „Ó hvað það hefði verið gaman að vera 17. júní, þar- sem þessi mikli maður fæddist og átti heima, þegar hann var lítill," sagði annar dreng- urinn og hrifning skein úr svip hans. Þegar ég gekk frá drengjunum, rétti annar þeirra mér höndina og sagði: „Þakka þér. fyrir og vertu sæll.“ Þá kom hinn Uka, heldur feimnari, og gerði það sama. Mér þótti gott að taka í höndina á þessum litlu drengjum, þótt mér þætti leiðinlegt, að þeir vissu ekkert um Jón Sigurðsson. Þegar ég gekk frá drengjunum, fór ég að hugsa um þetta. Undanfama daga, og reyndar vikur, hafði mikið verið rætt og rit- að um lýðveldisstofnunina og Jón Sigurðsson. Blöðin höfðu flutt marg- ar greinar um þetta efni og mikið hafði verið klifað á því i útvarpinu — og samt vissu drengimir ekkert um það. 1 hverju lá þetta? Vom öll ljóðin um Jón Sigurðsson æskulýðn- um dauður bókstafur? Var aldrel minnst á „þjóðhetjuna" á heimilun- um? Lá ekki einmitt þar fiskur undir steini ? Þarna er verkefni, sem heimilin mega ekki vanrækja. Jón Sigurðsson á að vera lifandi með allri þjóðinni. Jón Sigurðsson er íslenzkt mikil- menni, hin dásamlegasta fyrirmynd æskulýðnum. Fræðslan um hann á að byrja strax, þegar börnin fara að hafa vit á að hlusta. Efnið er mikið og fjölskrúðugt. Jón var snill- ingur, afburðamaður á mörgum svið- um. Þjóðin þekkir hann ekki nærri nógu vel, verk hans, og hvernig hann brást við hinum ólíkustu viðfangs- efnum. Það þarf að kenna börnun- um kvæði um hann, og það eiga að vera góðar myndir af honum á heim- ilunum. Þeim fræum, sem sáð er úr hinum auðuga gróðurreit Jóns Sigurðsson- ar í sálu barnanna, verður aldrei á glæ kastað. Þau munu alls staðar bera einhvern ávöxt. Munið, að Það er ósiður — ófagur og óheilsu- samlegur — að sleikja blýantinn áður en maður notar hann. Husmœður! Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VlNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUR. VÍNSVRU. FLÖSKULAKIÍ í .plötum. ALLT FRÁ CHEMIAh/f Fæst í öllum matvöruverzhinum. nuiluniMtt áim rfiun uiuimi AHir vita að GERBER’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnáríkasta fæða, sem hingað hefir flutzt Fæst í Verzlun Theódór Siemsen Sími 4205. NB. Sendi út um land gegn póstkröfu. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.