Vikan


Vikan - 07.09.1944, Qupperneq 3

Vikan - 07.09.1944, Qupperneq 3
VTKAN, nr. 36, 1944 3 Húsmœðraskólinn á Hallormsstað i.í' Framhald at' forsíðu. ir gaflinum sést Snæfell í öndvegi, sem væri þar norrænn fornaldarhöfðingi ...“ Á þessum fagra og glæsilega stað hefir Húsmæðraskóla Austurlands verið valið aðsetur. Byggingunni var valinn staður í hlíðinni spölkorn frá gamla bænum. Stend- ur hún lítið eitt ofar en bærinn. Það er steinhús, byggt í íslenzkum bæjastíl með þrem burstum. Fyrir neðan húsið og uin- hverfis það er mikið og fagurt tf.n, eu allt í kring vaxa birkihríslur, haar og tignarlegar, og gefur það umhverf r.it nann svip, að gestinum finnst hann vera icadd- ur í stóru skógarrjóðri. Forstöðukona skólans er rrú Z igrún P. Blöndal, en hún hefir gegni cvi starfi frá upphafi. Vikan hitti frú Sigrrr.n að máli fyrir skemmstu og fékk hiá henni ýmsar upp- lýsingar varðandi hið merka starf þessa skóla á undanförnum árum. — Hvað getið þér sagt um aðdragand- ann að stofnun þessa skóla og um störf hans frá upphafi? „Ástæðan fyrir því, að ráðist var í stofnun slíks skóla hér á Austurlandi var auðvitað fyrst og fremst hin brýna þörf á honum. Kynni þau, sem ég hafði af al- þýðuskólafyrirkomulaginu á þeim árum, sem ég var kennslukona við Alþýðuskól- ann á Eiðum, færðu mér heim sanninn um það, að þörf væri á sérskólum fyrir stúlk- ur. Ég varð fyrir vonbrigðum hvað stúlk- urnar snerti á alþýðuskólanum. Mér fannst þeim fara aftur í verklegri menn- ingu, verða skeytingarlausar og missa virðingu á störfum heimilanna. Ég met að vísu bókleg fræði, en ég tel verkleg fræði engu síður nauðsynleg heimilunum. Þetta vakti hugsjón mína um verklegan skóla, og var til þess, að maðurinn minn, Benedikt Blöndal, og ég stofnuðum skóla á ábýlisjörð okkar, Mjóanesi." — Hvenær var skólinn stofnsettur? „Hann tók til starfa haustið 1930. Stofnendur skólans voru Samband aust- firzkra kvenna og Búnaðarsamband Aust- urlands, auk ríkisstjórnarinnar.“ — Hvernig er skólanum hagað? „Námstíminn er tveir vetur. Og fer kennslan þess vegna fram í tveim deild- um.“ — Er þetta eini húsmæðraskólinn, sem hefir tveggja vetra nám? „Já.“ — Hvers vegna var hann hafður þannig? „Ég hafði hugsað töluvert um þessi mál og þóttist glöggt sjá, að óhugsandi væri að kenna allar nauðsynlegar námsgreinir svo að gagni kæmi, auk bóklegs náms, á einum vetri. Við hjónin höfðum í byrjun skóla í Mjóanesi í þrjá vetur, eins og ég gat um; var þá námið einn vetur og engin matreiðslukennsla; en tíminn reynd- ist fremur of stuttur.“ — Eruð þér þá ánægðar með það fyrir- komulag sem nú er á skólanum? „Nei, námstími slíks skóla þyrfti að vera þrír vetur með tilliti til þess, hve nemendur hafa oft fengið lélega fræðslu í barnaskóla. Og er óhætt að geta þess, að sá undirbúningur er mjög ófullnægj- andi. Væri því æskilegt, að bætt væri við undirbúningsdeild, þar sem t. d. væri bók- legt nám og saumaskapur." — Hvernig er kennslunni hagað? „Nám yngri deildar hefst fyrsta vetr- ardag og stendur til 30. apríl. Þar er bók- legt nám, íslenzka, Islandssaga, reikning- ur, heilsufræði og danska. Verklegt nám: handprjón, kvenfatasaumur og vefnaður. Nám eldri deildar hefst 15. september og stendur til 20. apríl, og er framhalds- kennslu í bóklegu námsgreinunum, og auk þess fæðuefnafræði. Biblíulestur er hafð- ur í báðum deildum, og fyrirlestrar í bók- menntasögu eru sameiginlegir í báðum deildum. Aðalnámsgreinin er matreiðsla og hússtjórn, auk þess dálitlar hannyrð- ir.“ — Hvernig hefir nú starfið gengið? Frú Sigrún P. Blöndal, forstöðukona húsmæðra- skólans, er fædd 4. april 1883 á Hallormsstað, dóttir Páls Vigfússonar og Elísabetar Sigurðar- dóttur alþm. á Hallormsstað Gunnarssonar. Frú Sigrún var í kvennaskóla bæði hér og i Danmörku, en kennari á Eiðum 1919—1924. Hún var hús- freyja í Mjóanesi 1924—1930 og kenndi þar i skóla, sem hún rak með manni sínum, Benedikt Magnússyni Blöndal. Frú Sigrún hefir verið skóla- stýra húsmæðraskólans á Hallormsstað síðan 1930. „Það gekk erfiðlega fyrstu árin, vegna þess aðallega, að þetta var eini skólinn, sem hafði tveggja vetra nám, og stúlk- urnar vildu „ljúka sér af“ á einum vetri, eins og þær komust að orði. En nú er eftirspurn eftir skólavist meiri en hægt er að fullnægja.“ — Og hverjar eru svo fyrirætlanir yðar vai'ðandi skólann í nánustu fram- tíð? „Ákveðið hefir verið að reisa nýja skóla- byggingu til viðbótar xþeim húsakynnum, sem nú eru. Skólinn er fyrir löngu orðinn allt of þröngur og byggingar hans of litlar. Við það bætist, að ferðamanna- straumur til Austurlands hefir mjog aúk- izt á undanförnum árum, og hefir verið neyðzt til þess hérna, eins og á fleiri skólum, að taka á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar. Tel ég þetta mjög óheppilegt að mörgu leyti, vegna þess, að mér finnst alls ekki hægt að samræma gistihús og skóla, eða að minnsta kosti illt, þótt við það verði að búa, meðan ekki rísa önnur gistihús í sveitum, en við því er ekki hægt að búast, eins og nú standa sakir.“ Það skal ekki dregið í efa, að undir hinni öruggu og góðu forstöðu frú Sig- rúnar hefir skólinn náð tilgangi sínum, eins og hann er skýrður í reglugerðinni, en þar segir svo: „Tilgangur skólans er að styðja upp- eldi ungra kvenna á þjóðlegum grundvelli og veita þeim hagkvæma kunnáttu fyrir Iífið, sérstaklega í því, sem lýtur að heimilisstörfum í sveitum ...“ Það er óskandi, að skólinn megi dafna á ókomnum árum og verða aðnjótandi starfskrafta og áhuga frú Sigrúnar og annara ágætiskvenna, sem kunna að leggja skólanum lið sitt í framtíðinni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.