Vikan


Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 4
4 / VIKAN, nr. 36, 1944 Litla húsið SMÁSAGA eftir Blanche Rousseau. í skóginum. Gotte og Nanette bjuggu í litlu húsi í skóginum. Gotte var ung; Nanette var gömul. „Æ, æ,“ kveinaði Nanetta, „hvað verð- ur um Gotte, þegar ég er dáin?“ „Ég skal hugsa um hana,“ sagði Pierre. Og þess vegna var það, sem hann fór til hennar, sama daginn og Nanette var jarðsungin og sagði við hana: „Viltu verða konan mín?“ „Þú verður að bíða nokkurn tíma,“ sagði Gotte, „meðan ég urrdirbý mig. Ég þarf að sauma mér tvo kjóla. Fyrst svartan kjól og svo hvítan kjól. Við skul- um sjá til nacsta vor.“ Og hún byrjaði þegar í stað að sauma svarta kjólinn. í litla húsinu hennar var allt snyrtilegt, kyrrlátt, en fátæklegt. Hægindastóll Nan- ette stóð í horninu við arininn; svo var borðið í stofunni, rúmið og litli skápurinn með líntjöldunum fyrir. Helzta skrautið í stofunni var á sumrin blómvöndur í vatns- glasi, sem stóð á borðinu, en á veturna jurtapottur með vafningsjurt, sem stóð í gluggakistunni. Við megum ekki gleyma því, að yfir arninum hékk dýrlingamynd, á veggnum klukka og tvö eilífðarblóm, sem var snyrtilega og vandlega fest upp á spjald. Svo var saumakarfan, með skær- um og garni og lítilli öskju, sem var full af saumnálum, því að Gotte hafði ofan af fyrir sér með saumaskap. Gotte átti tvo vini, Pierre, sem elskaði hana, og svo köttinn, Jude, sem aldrei vék frá henni og raunverulega var bezti vinur hennar. Pierra var ungur og sterkur; hann felldi trén í skóginum með öxi sinni, og hann gat lyft Gotte með annari hend- inni, jafn auðveldlega og barn tekur upp ósjálfbjarga fuglsunga. Jude, sem var gömul og sköllótt, gat ekkert gert annað en að mjálma og strjúka sér upp að Gotte eða sitja við hlið henn- ar og horfa á hana íhugulum, grarnum augum sínum. En á næturnar svaf hún við rúm Gotte. Og allir vissu, að hún gætti húsfreyju sinnar betur en nokkur varðhundur hefði getað gert. Dag nokkurn, er Gotte sat við sauma sína undir glugganum,- fór konungssonur þar hjá, glæsilega búinn og með hóp veiðihunda. Hann leit á Gotte, og hann sá, að hún var fögur, svo að hann spurði hana, hvað hún héti. „Ég er kölluð Gotte,“ svaraði hún og roðnaði. ,,Gotte,“ sagði konungssonurinn, „veiztu, að þú ert dásamlega fögur?“ „Ég á engan spegil,“ svaraði Gotte. „Hérna,i eigðu minn,“ sagði hinn glæsi- legi konungssonur, og hann gaf henni silfurspegilinn sinn, og Gotte sá, að hún var fögur. Daginn eftir kom hann aftur. „Gotte,“ sagði hann við hana, „vildir þú ekki vera hefðarkona?“ „Þér eruð að hæða mig,“ sagði 'hún hlæjandi. En er hún var háttuð um kvöldið, spurði hún sjálfa sig að því í alvöru: „Vildi ég ekki vera hefðarkona?" „Það er undir sjálfri þér komið,“ sagði riddarinn fagri næsta dag. Og hann hafði Gotte á brott með sér. Þegar Pierre kom næst í litla húsið, var Gotte öll á burt, eldurinn var slokknaður, og Jude var bundin við arininn. Og þannig varð Gotte hefðarmær og giftist kongssyninum. Hún bjó í fallegri höll og hafði fjölda þjóna til þess að þjóna sér, hún eignaðist dýrindis skartgripi og búninga. En hún gat ekki sofnað á nóttunni, því að það var rödd, sem kallaði á hana utan úr garðin- um frá því er fyrst tók að rökkva og fram í birtingu. „Ég þekki þessa rödd,“ hugs- aði Gotte. Og hún byrgði sig niður í silki- ábreiðumar, en hún gat ekkí sofnað. Dauðþreytt fór hún fram úr rúminu og leit út um gluggann. Og hun sá Pierre ganga um garðinn, ákallandi hana. Næsta dag sagði hún við eiginmann sinn: ! veiztu—r I 1. Eftir hvern er þetta erindi: Dregnar eru litmjúkar dauðarós'r á. hrungjöm lauf i haus^sKógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar. ■ 2. Hver var kallaður hinn ókrýndi kon- j ungur Arabíu? 5 3. Hvert var upphaflega starf Mussolinis ? : 4. Hvar voru síðustu Olympíuleikamir • haldnir ? : 5. Hvenær var frámkvæmd síðasta galdra- ■ brenna, sem sögur fara af, og hvenær j fór hún fram? j 6. Hvað forseti Bandaríkjanna dó mán- uði eftir að hann hafði tekið við störf- um? j 7. Hvers konar bók er „Sendiherrann frá j Júpíter" og eftir hvern er hún? j 8. Hver var Ivan Sergiejevitsh Turgen- : jev? og hvenær var hann uppi? 9. Hver var August Strindberg? ; 10. Fyrir hvað er Friedrick von Spee j j frægur? Sjá svör á bls. 14. „Það er maður, sem heldur fyrir mér vöku með ópum sínum í garðinum að næt- urlagi. Ég bið þig að skipa svo fyrir, að hann verði rekinn á brott úr landinu.“ Og Pierre var rekinn á brott úr landinu. En næstu nótt voru það önnur hljóð, sem héldu fyrir henni vöku. Og í þetta skipti var það Jude, sem ákallaði hana. Og þess vegna sagði Gotte við manninn sinn: „Það er köttur, sem heldur fyrir mér vöku. Láttu drekkja honum!“ Og Jude var drekkt í tjörninni. Næstu nótt sofnaði hefðarkonan Gotte, en í draumum sínum heyrði hún rödd, sem kallaði: „Ég er gamli stóllinn, ég er gamli stóllinn!“ 0g önnur rödd kallaði um leið: „Ég er nálin, ég er nálin!“ Og fleiri raddir. kölluðu samtímis: „Ég er skápur- inn . ..“ „Ég er glugginn ...“ „Ég er gamla húsið . . .“ „Gotte, Gotte! heyrirðu til okkar?“ Þá stóð Gotte á fætur án þess að mæla orð af vörum. Hún fór út í myrkrið og lagði stafla af eldiviði fyrir framan dyrn- ar á gamla húsinu og kveikti í. En um leið kveikti hún í svöluhreiðri, og eins og allir vita, þá er það ills viti. Og þess vegna gat Gotte heldur ekki sofið næstu nætur, vegna þess, að svala flaug um fyrir utan gluggann hennar og kallaði á ungana sína. Það var revnt að drepa hana, en engar örvar gátu hitt hana. „Ég býð auðæfi mín hverjum þeim, sem getur drepið svöluna!“ kallaði Gotte í ör- væntingu sinni. En það var gagnslaust; enginn gat drepið hana. Og þannig varð Gotte svefnlaus og óhamingjusöm og trrðist upp hjá konungssyninum, sem hafði ætlað að gera hana hamingjusama í höll sinni. Maðurinn hér á myndinni sést vera að kljúfa í sundur stærsta demantinn, sem nokkum tíma hefir fundizt, hann er virtur á 200,000 dollara.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.