Vikan


Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 07.09.1944, Blaðsíða 6
6 í VIKAN, nr. 36, 1944 ekki neitt. Poirot er sá eini, sem eitthvað veit meira en það, sem fram hefir komið í skýrslum iögreg-lunnar.“ „Hann er vitur maður,“ sagði ofurstinn og glotti. „Hann gefur hvergi á sér höggstað.“ „Þú ert allt of þreytandi í kvöld, Jarnes," sagði Caroline. „Þú situr hérna eins og staur og segir ekki neitt!“ „En góða mín, ég hefi ekkert að segja; að minnsta kosti ekkert af því tagi, sem þú býst við.“ „Vitleysa," sagði Caroline um leið og hún raðaði spilum sínum. „Þú h 1 ý t u r að vita eitt- hvað, sem e'r athyglisvert og skemmtilegt.“ Ég svaraði henni ekki strax, en svo sagði ég: „Hvað það snertir, þá veit ég ekki, hvað ykkur kann að finnast til um giftingarhring úr gulli, með dagsetningu á og „Frá R.“ innan á.“ Ég lýsi ekki þeirri hugaræsingu, sem þessi orð mín vöktu. Ég var neyddur til þess að tiltaka nákvæmlega hvar og hvenær þessi dýrgripur hefði fundizt. Ég varð að upplýsa mánaðardaginn. „13. marz,“ sagði Caroline. „Nákvæmlega fyrir sex mánuðum síðan. Ó!“ Úr því öngþveiti af æstum tilgátum og bolla- leggingum, sem af þessu leiddi, komu þrjár kenn- ingar: 1. Kenning Carters ofursta: Að Ralph og Flora vséru leynilega gift. Fyrsta og einfaldasta kenn- ingin. 2. Kennig ungfrú Ganett: Að Roger Ackroyd og frú Ferrars hefðu verið leynilega gift. 3. Kenning systur minnar: Að Roger Ackroyd hefði gifzt ráðskonu sinni, ungfrú Russell. Fjórða kenningin kom frá systur minni um það leyti, sem við ætluðum að fara að sofa. „Taktu eftir orðum mínum,“ sagði hún skyndi- lega. „Mér myndi alls ekkert koma á óvart, þó að Flora og Geoffrey Raymond væru gift.“ „Þá myndi auðvitað standa „frá G.“ en ekki „frá R.“ í hringnum," sagði ég. „Það er ómögulegt að slá því föstu. Sumar stúlkur kalla menn sína, eftir ættarnafninu. Og þú heyrðir hvað ungfrú Ganett sagði í kvöld, um hegðun Floru.“ Sannast að segja hafði ég ekki heyrt ungfrú Gánett segja neitt í þá átt, en ég virti hæfileika hennar til þess að geta ráðið dylgjur og hálf- kveðnar vísur. „En hvað um Hector Blunt?“ spurði ég. „Ef það er nokkur —“ „Vitleysa," sagði Caroline. „Ég veit að hann dáist að henni, jafnvel elskar hana. En þú getur treyst því, að stúlka á hennar aldri verður ekki ástfangin af pnanni, sem er nógu gamall til þess að vera pabbi hennar, ekki þegar snotur, ungur einkaritari er á næstu grösum. En eitt get ég sagt þér, og það ákveðið. Floru er alveg sama um Ralph Paton og hefir alltaf verið. Þú getur haft það eftir mér.“ Hér með hefi ég það eftir henni, með auðmýkt. XVII. KAFLI. Parker. Morguninn eftir datt mér í hug, að ég hefði ef til vill verið full opinskár. Að vísu hafði Poirot ekki lagt mér ríkt á hjarta að halda leyndu þess- ari uppgötvun með hringinn. Hins vegar hafði hann ekki nefnt það einu orði, er hann var á Fernly, og að þvl er ég bezt vissi, þá var ég sá eini, sem vissi um hann auk Poirots. Ég fann óþægilega til samvizkubits. Ég vissi, að ummæli min væru nú komin á hvert heimili í Kings Abbot. Ég bjóst við skömm og ákúrum frá Poirot á hverri stundu. Jarðarför þeirra frú Ferrars og Rogers Ack- royd var ákveðin klukkan ellefu. Hún fór mjög hátíðlega og vel fram. Allt fólkið á Fernly var viðstatt. Þegar jarðarförinni var lokið, tók Poirot, sem einnig hafði verið viðstaddur, undir hendina á mér og bauð mér að koma með sér til gisti- hússins. Hann var mjög alvarlegur á svip, og ég óttaðist, að það, sem ég hafði sagt i gærkvöldi, hefði borizt honum til eyrna. En brátt komst ég að því, að það var allt annað, sem honum lá á hjarta. „Skiljið þér,“ sagði hann. „Við verðum að fara að hafa okkur til verksins. Með aðstoð yðar hefi ég hugsað mér að yfirheyra eitt vitni. Við mun- um efast um framburð hans, við munum gera hann svo skelkaðan, að sannleikurinn hlýtur að koma i ljós.“ „Um hvaða vitni eruð þér að tala?“ spurði ég, mjög hissa. „Parker,“ sagði Poirot. „Ég bað hann að koma heim til min um hádegi í dag. Ég geri ráð fyrir, að hann bíði eftir okkur.“ „Hvað haldið þér um hann?“ spurði ég og starði framan í hann. „Ég veit ekki, en ég veit það aðeins, að ég er ekki ánægður." „Haldið þér, að þao hafi verið hann, sem hafði peninga af frú Ferrars ?“ , „Annað hvort það, eða —.“ „Eða hvað?“ spurði ég. „Vinur minn, ég segi yður aðeins þetta: Ég vona, að það hafi verið hann.“ Alvara hans og eitthvað óskýranlegt í fari hans gerði það að verkurn að-ég þagnaði og spurðist einskis frekar. Þegar við komum á gistihúsið var okkur til- kynnt, að Parker biði eftir okkur. Er við geng- um inn í herbergið, stóð kjallarameistarinn kurt- eislega á fætur fyrir okkur. „Góðan daginn, Parker,“ sagði Poirot vingjam- lega. „Viljið þér bíða eitt augnablik ?“ Hann tók af sér frakkann og hanzkana. „Leyfið mér að hjálpa yður,“ sagði Parker og flýtti sér til hans til þess að aðstoða hann. Hann lagði frakkann og hanzkana snyrtilega frá sér á stól við dyrnar, Poirot fylgdist með gerðum hans ánægjulegur á svip. „Ég þakka yður fyrir, Parker minn,“ sagði hann. „Viljið þér ekki fá yður sæti? Erindi mitt við yður kann að taka nokkuð langan tíma.“ „Jæja, hver haldið þér að sé ástæðan fyrir því, að ég bað yður að koma hingað núna?“ Parker ræskti sig. „Mér skildist, herra, að yður langaði til að spyrja mig nokkurra spurninga viðvíkjandi hús- bónda mínum.“ „Einmitt," sagði Poirot og Ijómaði af ánægju. „Hafið þér oft gert tilraunir til fjársvika?" „Herra minn!“ Kjallarameistarinn stökk á fætur. „Svona, æsið yður ekki upp að óþörfu," sagði Poirot vingjarnelega. „Verið ekki' að leika heið- arlegan, ranglega ákærðan mann. Þér vitið allt um þessa tegund fjársvika, eða er ekki svo?“ „Herra minn, ég hefi aldrei — aldrei verið —.“ „Móðgaður á slíkan hátt áður,“ botnaði Poirot setninguna fyrir hann. „Hvers vegna var yður þá svo umhugað um að heyra samtalið, sem fram fór í skrifstofu herra Ackroyds um kvöldið, er þér höfðuð heyrt orðin nauðungargjald og fjársvik ?“ „Ég var ekki — ég —.“ „Hjá hverjum voruð þér áður en þér komuð til Ackroyds?" spurði Poirot skyndilega. „Hjá hverjum ? Ellerby majór —.“ Poirot greip fram í fyrir honum. „Einmitt, Ellerby majór. Ellerby neytti eitur- lyfja, var það ekki? Þér ferðuðust um með hon- um. Meðan þið dvöldust í Bermuda, lentuð þið í vandræðum; maður var drepinn. Ellerby var að einhverju leyti ábyrgur. Það var allt þaggað nið- ur. En þér vissuð um það. Hversu mikið borgaði Ellerby yður á mánuði fyrir að þegja?" Erla og umiust- iniL Teikning eftir Geo. McManus. Oddur: Senduð þér eftir mér, ofursti? Oddur: Þakka yður hjartanlega fyrir; en hvað Ofurstinn: Já, Oddur, ég hefi góðar fréttir að flytja þér. Við höf- kærastan mín verður upp með sér! um séð, hversu vel þú hefir hegðað þér, og komið okkur saman um að gera þig að undirliðþjálfa!! Oddur: Erla, ég hefi stórkostlegar, dásamlegar fréttir handa þér! Erla: Hvað er það, elskan mín? - Nei, fyrst ætla ég að segja þér mínar fréttir. Erla: Frændi minn í Italíu hefir verið hækk- aður upp í liðsforingjatign. Er það ekki yndislegt? Jæja, hvað var það, sem þú ætlaðir að segja mér?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.