Vikan


Vikan - 07.09.1944, Page 7

Vikan - 07.09.1944, Page 7
VIKAN, nr. 36, 1944 7 IRI Smásaga eflir Jens Locher Nú er ég búinn að sýna yður mál- verkasafnið mitt og öll Önnur listaverk, sem ég á, en þó eigið þér eftir að sjá merkilegasta gripinn í eigu minni!“ „Það er sagt, að þér eigið mynd eftir Rembrandt?“ „Hér er ekki um neitt málverk að ræða, það er þessi hérna . . . .!“ „Já en þetta er bara venjulegur leik- húskíkir!" „Einmitt! Gamall, hálfónýtur leikhús- kíkir, sem var ekki einu sinni dýr, þegar hann var keyptur!“ „Að hvaða leyti er hann merkilegur?" „1 mínum augum er hann fallegasti og bezti hluturinn, sem ég á. Allir aðrir hlutir, sem ég með auðæfum mínum hefi getað safnað, eru mér ekki samanlagt eins mikils virði og þessi slitni kíkir. Faðir minn átti hann.“ „Nú, hann hefir menjagildi?“ „Það er honum að þakka, að allt hitt verðmætið er hér sem mín eign. En bakvið þetta liggur dásamleg saga og þar að auki sönn, sem ég skal segja yður, ef þér viljið?“ „Auðvitað vil ég það." „Þér vitið ef til vill, að ég er alinn upp í fátækt?" „Já, ég hefi heyrt það.“ „Allt, sem ég á, hefi ég sjálfur unnið mér inn, og ég hefði ekki getað það, ef ég hefði ekki fengið góða menntun.“ „Þér hafið ef til vill verið eitthvað studdur til mennta?“ „Nei, faðir minn stóð straum af því öllu saman. Við vorum sex systkinin og feng- um öll góða menntun, enda hefir okkur öllum gengið vel í lífinu.“ „En hvernig gat faðir yðar þetta?" „Kíkirinn hjálpaði honum! Án hans hefði það ekki verið hægt.“ „Ég fer að trúa því, að þetta sé merki- legur kíkir.“ „Það er í rauninni ekki rétt gagnvart föður mínum að segja, að það hafi verið kíkirinn. Það var hin góða greind föður míns, sem varð til þess, að hann kom auga á, að mikla peninga var hægt að hafa upp úr kíkinum, ef hann væri notaður á rétt- an hátt. Og kíkirinn varð honum lengi að góðu gagni.“ „Var faðir yðar ekki upprunalega kennari?“ „Jú, en hann var of pólitískur, og það var ekki vel liðið á þeim tímum. Hann þótti of langt til vinstri, en var í rauninni íhalds- maður og langt frá því að vera byltinga- sinnaður, og helzta áhugamálið var að sjá heimilinu farborða, en honum var ekki tamt að draga dul á skoðanir sínar og átti það til að segja yfirboðurum sínum til syndanna. Þetta varð óvinsælt í litla þorp- inu, að ekki merkilegri persóna leyfði sér að gagnrýna skólastjórann og aðra heldri menn, og þegar faðir minn sá ekki að sér, var hann látinn fara og komst ekki aftur að sem kennari." „Hvað fór hann þá að gera?“ „Sitt af hverju, en honum gekk ekki vel. Hann háði harða baráttu til þess að geta séð heimilinu fyrir nauðþurftum, en stöður þær, sem hann fékk, urðu alltaf verri og verri, og lífið var nærri búið að buga hann, já, því tókst það í raun og veru, því að faðir minn hætti að gagnrýna nokk- urn, en gætti aðeins þess starfs, sem hann átti að vinna.“ „Fékk hann aldrei fasta atvinnu.“ „Jú, hann varð vörður í litlu safni, sem komið var fyrir í höll, skammt utan við fæðingarbæ hans. Það var bersýnilegt, að mönnum var orðið ljóst, að hann hafði verið tekinn nokkuð hörðum tökum áður fyrr, og þegar hann nú var hættur að vera til ama, þá var ákveðið að láta hann fá þetta starf við safnið.“ „Varla hafa launin verið mikil?“ „Nei, það var tæplega hægt að skrimta á þeim; átta manns í heimili og sex börn, sem koma þurfti áfram í lífinu. Og þegar launin hrukku ekki til, þá var það að faðir minn fann upp á þessu með kíkinn.“ „Kíkirinn?“ „Já, höllin hafði næstum verið í rústum, en ríkið lét gera við hana og turninn var gerður svo úr garði, að hægt var að fara upp í hann. Aðgangseyrir að safninu var fimmtíu aurar og auðvitað fekk faðir minn ekkert af þeim peningum. Hann var ekki eini safnvörðurinn, en hinir höfðu ekki nærri eins miklar tekjur og hann. „Hvernig stóð á því?“ „Þeir höfðu engan kíki!“ V „Þér verðið að skýra þétta nánar.“ „Leiðin upp í turninn lá um þann hluta safnsins, sem faðir minn gætti. Þegar menn ætluðu upp í turninn, gekk faðir minn til þeirra, tók kíkinn upp úr vasanum ogr1. sagði: „Þér sjáið kannske betur, ef þcr hafið þennan. Yður er velkomið að hafa hann með yður upp í turninn.“ Mönnum þótti gott að fá kíkinn, og þeir nutu út- sýnisins betur, þegar þeir höfðu hann, og er þeir komu aftur niður, þótti þeim sjálf- sagt að greiða föður mínum einhverja þóknun fyrir hugulsemina. Sumir gáfu tíu aura, aðrir tuttugu og fimm, og á þennan hátt fekk hann að jafnaði þrjár krónur á dag og fyrir þessa peninga vorum við börn- in látin læra! „Nú skil ég betur, hve vænt yður þykir um þennan gamla kíki.“ „Er tímar liðu varð faðir minn bitur í skapi og fyrirleit mennina,- ekki sízt þá, sem greiddu honum fyrir kíkinn." „Hvernig stóð á því?“ „Af því að kíkirinn var lélegur og ekk- ert að sjá úr hallarturninum! Gremja hans gegn kíkinum jókst meir og meir, hann varð honum tókn um heimsku mannanna, sem hann hafði vonað að geta barizt á móti, þegar hann var ungur kennari. Er við, börnin hans, vorum fær um að sjá honum fyrir áhyggjulausri elli, og hann hætti að starfa á safninu, þá vildi hann kasta kíkinum niður úr hallarturninum, en ég fekk hann til þess að hætta við það og bað hann um að láta mig hafa hann. Faðir minn spurði, hvað ég ætlaði að gera við þetta heimskunnar tákn, en ég svaraði því, að mér fyndist hann vera tákn vizk- unnar. Og ég fekk kíkinn. Þegar faðir minn dó, ákvað ég, að sögulegi hlutinn af safni mínu, skyldi, þegar þar að kemur, fara í höllina, þar sem faðir minn var safnvörð- ur — en þó með því óriftanlega skilyrði, að kíkirinn fylgdi með!“ Skaut niður fjórar í einni ferð. Þessi ameríski flugmaður, sem er í her Bandarikjanna í Evrópu, skaut á einum degi í einni ferð niður f jórar þýzk- ar flugvélar. Foreldrar kenna bömunum! Hér sjást frægir, s&ameriskir línudansarar vera að kenna börnum sínum listimar, sem gert hafa foreldrana fræga. Eldri telpan er 8 ára, en sú sem situr á baki hennar er aðeins þriggja ára.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.