Vikan


Vikan - 07.09.1944, Side 11

Vikan - 07.09.1944, Side 11
VIKAN, nr. 36, 1944 11 Framhaldssaga: Gamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. 23 Filippus bar kisturnar þrjár niður af loftinu og raðaði þeim á grasblettinn aftan við húsið, þar hafði vejið komið fyrir snúrum. Hann tók lykilinn, sem móðir hans rétti honum og opnaði þœr allar. Þegar lokunum var lyft gaus upp kamfórulykt og lykt af gömlum fötum, sem höfðu lengi legið ónotuð. Filippus fór að taka þau upp úr kistunum og breiða þau á grasið. Aðalheiður var með tvo fatabursta, sem voru úr fílabeini og á þá voru bókstafirnir P. W. greiptir í silfur. Hún rétti Filippusi annan burst- ann. „Þetta eru burstarnir hans“ sagði hún, ,,það er bezt að bursta fötin hans með þeim.“ Filippus tók upp þykkan, brúnan ullarfrakka og athugaði hann. „Þú átt að eiga þessa bursta,“ sagði hún. „Mér þætti vænt um það. Þetta eru stafirnir minir." „Piers litli getur átt þá eftir þig.“ „Já. Ég skal sjá um það. Þessi frakki virðist vera í góðu lagi.“ Hún gekk til hans og hélt á burstanum í hend- inni, hún skoðaði frakkann. Hann bar ennþá merki hins þrekna manns, sem hafði notað hann, hann virtist næstum þenjast út — eins og hann andaði að sér fersku loftinu. Aðalheiður strauk honum blíðlega. „Karlmannsföt“, muldraði hún. „Það er átak- anlegt að sjá þau — þegar maðurinn er dáinn . . . Kvenmannsföt — allt silki, flauel, baðmull eða knipplingar — það verður svo flatt — það er eins og visin blöð, sem falla af trjánum .... En þessi föt, sjáðu þennan frakkal Nei — réttu mér hann — ég ætla að bursta hann . . . rödd- in brást henni. hún tók frakkann og fór að bursta hann af miklum ákafa. í einni kistunni voru samkvæmisföt hins látna geymd, finasta linið, silkibindi og jakki úr flaueli. í annari voru hversdagsföt og reiðföt. 1 þeirri þriðju einkennisbúningurinn, sem hann hafði komið með frá Indlandi. Þau hristu allt og burst- uöu og hengdu á snúrurnar. Gullið á rauða ein- kennisbúningnum glampaði i sólskininu. FÍlippus tók litla flauelskollu og setti hana upp. „Sjáðu, mamma." Hún leit á hann. „Finnst þér ég likur pabba núna?“ spurði hann. „Já ..... en andlit þitt hefir aðra lögun .... ég þoli ekki að sjá þig með þessa kollu. Taktu hana ofan.“ Hún fór að bursta kyrtil. „Þú hefðir átt að sjá hann í þessum! Já — hann var karlmannlegur! Þú sérð ekki hans líka nú á þessum tímum." „Já, en ég hefi séð hann í kyrtlinum!“ sagði Filippus. „Manstú það ekki? Hann var í hon- um á einhverjum grimudansleiknum, þegar ég var litill drengur. Mér fannst ég aldrei hafa séð jafn tignarlegan mann.“ „Nei, — og þú átt það ekki eftir!" Hann opnaði handraðann í einni kistunni. „Hérna eru pípumar hans,“ sagði hann. Hún kom nær og horfði á þær. öll þessi gulu ratfmunnstykki höfðu snert varir ástvinar henn- ar; gegnum þessar pípur hafði hann sogið að sér yndislegan reykinn og glaðst við hann. „Þessar geta ekki skemmzt," sagði hún. „Lok- aðu kistunni." Hún sá sér til mikillar mæðu, að það var stórt ForsafTa* Sagan gerist á Jalna 1906. ® * Þar býr Whiteokfjölskyld- an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul, en er þó hin ernasta. Filippus sonur hennar tók við jörðinni. Hann er tvikvæntur. Átti Margréti og Renny með fyrri konunni. Eden og Piers heita bömin, sem hann á með seinni konunni, Mariu. Nikulás og Em- est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift- ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice segir Renny frá þvi, að hann muni eignast barn með Elviru Grey, sem býr með frænku sinni i þorpinu. Systir Filippusar og maður hennar koma frá Englandi, ásamt Mala- heide Court. Hann er frændi gömlu frúar- innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar, en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug- han finnur barn á tröppunum hjá sér og það kemst upp, að Maurice á það. Filippus verður öskureiður og fer heim til hans með bræðrum sínum. Vaughan-hjónin eru ör- vingluð. Magga er yfirbuguð af sorg. Allt er gert til þess að lokka hana út, en ekkert dugar. Renny, sem hefir orðið undarlega hrifinn af frænku Elviru í eina skiptið, sem hann hafði séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum. Hann finnur þær hjá frænda þeirra, Bob. Renny sefur um nóttina í hlöð- unni. Hann skilur við stúlkumar næsta morgun. Renny kemur heim illa útleikinn með hest sinn. Filippus spyr hann, hvar hann hafi verið um nóttina, en Renny er tregur að segja frá því; faðir hans hefir þó einhvem gmn um það. Að lokum viður- kennir Renny það fyrir föður sinum, að hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst að þvi og segir Aðalheiði frá þvi. Hún segir það svo uppi yfir allri fjölskyldunni og er æf af reiði. Filippus verður að banna Renriy að hitta Maurice, sem er álitinn hafa ill áhrif á hann. Maurice segist vera að fara í burtu um tíma, því að sér finnist óbæri- legt að vera heima nálægt foreldmm sín- um, er hann hafði valdið svo mikillar sorg- ar. Renny og Magga hafa ort níðvisu, sem þau svo láta Eden fara með í áheym fjöl- skýldunnar og nokkurra gesta. Skömmu síðar er haldið garðboð á Jalna í tilefni af brottför systur Filippusar og manns henn- ar, en meðan það stendur sem hæst, fælist hestur Rennys undir honum og Eden; Renny fær strangar ákúrur. Ágústa, Sir Edwin og Ernest eru farin til Englands, en Malahe!de varð eftir á Jalna öllum til mikilla leiðinda nema Aðalheiði. gat á frakkanum, sem hún hélt á. Hún benti syni sínum á það. „Hann var í þessum þá — síðasta daginn," sagði hún. „Heldurðu að við neyðumst til að brenna hann?“ „Já,“ svaraði hann. „Það sagði ég þegar í fyrra. Sjáðu!" Hann tók frakkann og breiddi hann á móti sólinni. Hann hangir varla saman. Ef þú heldur áfram að geyma hann, þá neyð- umst við til þess að brenna öllu." Hún leit á frakkann; það voru sorgardrættir á gamla andlitinu. „Ég tek það nærri mér að skilja við þennan frakka,“ sagði hún, „hann er það síðasta, sem líann var í.“ „Ég skal sjá um það.“ Hann tók frakkann blíðlega frá henni. „Ég skal brenna hann langt inni í skógi, þar sem pabbi var vanur að fara á veiðar." „Þakka þér fyrir, drengur minn." Hún tók frakkaermina og strauk henni við varir sínar. Hendur hennar titruðu, þegar hún hélt áfram að bursta fötin. Þegar búið var að hengja allt upp, og svalur vindurinn lék um fötin, var Aðalheiður orðin mjög þreytt. Hún sagðist ætla inn í stofu sína að hvíla sig. Hún leit undan, þegar Filippus tók jakkann og fór með hann. Hún hitti Elísu og sagði henni að sjá um, að enginn hreyfði við fötunum. Filippus gekk hægt upp reiðstiginn, þaðan sneri hann yfir á annan lítinn stíg, sem lá i mörgum beygjum um skóginn og inn í rjóðrið, þar sem Renny hafði skilið gömlu hryssuna eftir. Hundurinn Keno labbaði rólega á eftir honum. Hann fann jörðina, sem faðir hans hafði átt, undir fótum sér. Hann sá sama himininn hvelf- ast yfir sig. Og hérna gekk hann, sjálfur örugg- ur og sterkur og hélt á frakka föður sins. Hvað var dauðinn? Var það hönd föður hans, sem teygðist út úr frakkaerminni til þess að grípa í hönd hans og draga hann með sér inn í hið mikla myrkur, þar sem hann mundi hverfa? Eða var það andi föður hans, sem lifði áfram í honum og gekk eins og hann á þeirri jörð, sem þeir báðir elskuðu? Hann hugsaði um skjálfandi hendur móður sinnar og sorgmæddu augun. „Ég er skapaður úr mýkra efni,“ hugsaði hann, og augu hans fylltust tárum. Hann safnaði saman spreki, braut visna grein af grenitré og braut hana í smábúta. Hann lagði frakkan ofan á, kveikti á eldspýtu og bar eldinn að sprekinu. Litlu logarnir voru lengi að læsa sig í frakk- annn. Þeir léku sér í sprekinu og földu sig undir frakkanum; en svo kom reykur úr fellingunum og logarnir stækkuðu. Frakkinn stóð í ljósum loga, nema önnur ermin, sem hreyfðist allt í einu, eins og inni í henni væri handleggur, sem vildi losna. Þegar Filippus stóð þarna og, starði á litla bálið, heyrði hann allt í einu silalegt fótatak fyrir aftan sig. Hann sneri sér snögglega við og sá þá gömlu hryssuna skjögrá fram hjá sér á mögrum og bognum fótunum. Hann tók aftur eftir augum hennar, sem þjáningin lýsti úr; en hryssan tók ekki eftir honum né bálinu. Augu hennar beindust að einhverju lengra í burtu, hún staulaðist áfram, um leið og hún dró andann erfiðlega. Hún hneggjaði allt í einu eins og hún ■ væri glöð. Filippus hélt, að hún hefði verið dauð í margar vikur. Hann kipptist við eins og hann hefði séð afturgöngu. Gat þetta verið hún? Já, en þó! Makki þessarar og tagl var vandlega burstað og henni hafði verið kembt, svo að hún var sæmi- lega útlítandi. Hann var rétt að koma fram undan runnan- um, sem faldi hann, þegar hann heyrði hvellt skot. Hann flýtti sér á eftir hryssunni, sá hana snögglega stökkva upp, síðan féll hún saman. Hann sá Renny koma hlaupandi á móti sér með byssuna i hendinni. Hann var náfölur. „Pabbi! Ég hefði getað drepið þig! “ „Já,“ svaraði Filippus rólega. „Viltu gjöra svo vel að útskýra fyrir mér, hvað þetta á að þýða? Og hvers vegna þú varst núna að skjóta veslings dýrið, sem átti að vera dautt fyrir löngu?" Keno hljóp að hryssunni, þefaði að henni og gólaði. Renny var áhyggjufullur á svipinn. „Ég hélt að ég gæti bjargað henni,“ sagði hann sorgmædd- ur. „Ég hefi fóðrað hana og kembt henni — og hún gat étið. En þrátt fyrir allar tilraunir, gat hún ekki náð sér. Hún var dauðadæmd. Þess vegna neyddist ég til þess að gera þetta að lok-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.