Vikan


Vikan - 07.09.1944, Síða 14

Vikan - 07.09.1944, Síða 14
14 VIKAN, nr. 36, 1944 Bjartsýni og svartsýni. Dr. Guðmundur Finnbogason var mjög ritfær maður. Margskonar efni lék í höndum hans, enda var hann með afbrigðum málhagur. 1 tilefni sjö- tugsafmælis Guðmundar var gefið út ritgerðasafn eftir hann, er hann hafði sjálfur valið. Heitir það „Huganir“ og er skemmtileg bók. Hér fer á eftir örstuttur kafli úr einni ritgerðinni, er heitir „Bjartsýni og svartsýni“: .... Slikir dómar eru og hljóta allt af að vera eins konar sleggjudómar. Þeir koma af því, að menn álykta af augnabliksástandi sinu og gera ráð fyrir þvi, að öll tilveran sé eins og hún virðist í svipinn. Það er álíka og ef maður kynnt- ist t. d. einhverjum Englendingi, sem reyndist manni illa, og ályktaði svo, að allir Englending- ar væru fúlmenni, eða kynntist einhverjum góð- um Þjóðverja, og ályktaði, að allir- Þjóðverjar væru góðmenni. Slíkt hendir margan. Ef stúika bregzt manni, þá verður það ef til vill tii þess, að hann heldur, að allar konur séu hverflyndar, og raular fyrir munni sér hið fomkveðna: Meyjar orðum skyldi manngi trúa, o. s. frv. Allir slikir stundardómar koma af þvi, að menn gleyma, hve óendanlega fjölbreytt tilveran er, gleyma þvi, að gott og illt, sæla óg kvöl, með- læti og mótlæti skiptast á, og að sami hlutur getur frá einu sjónarmiði verið góður og frá öðru illur. En það ætti að vera auðsætt, að enginn getur gert upp lifsreikninginn, hvorki fyrir sjálf- an sig né aðra, nema hann þekki nákvæmlega tekjur og útgjöld og geti jafnað þeim saman. Gerum t. d. ráð fyrir, að meta mætti lífið eftir því, hve mikla sælu eða kvöl það hefir í för með sér. Gleðin, ánægjan, sælan væru tekjurnar, sorg- in, óánægjan, kvalirnar væru útgjöldin. Mundi ekki hverjum einum verða erfitt að gera upp þann reikning, þótt ekki væri fyrir aðra en sjálf- an sig? Mundi ekki margur segja líkt og Tegnér í einu kvæði sínu: Og loksins finnst mér leika á því vafi, hvort lífið glatt eða hryggt mig oftar hafi._ En hvaða vandi væri þó það, að gera upp reikninginn fyrir- sjálfan sig, í samanburði við hitt, að reikna út, Tivort allar lifandi verur kenna meiri sælu en kvalar, og meta þannig hag lífs- verzlunarinnar í heild sinni. Hver er sá, að hann þykist hafa mælt hæð þeirrar gleði og nautna, sem allar lifandi verur njóta, eða dýpt sorgarinn- ar og sársaukans, er þær kenna?Hvemig ætti ■hann að fá vitneskju um skoðun, ekki aðeins allra manna, heldur og allra fiska, fugla, fer- fætlinga og skriðkvikinda og ef til vill plantn- anna með, ef þær hafa einhverja meðvitund? Ég veit, að enginn getur látið allt lifandi greiða þannig atkvæði um gildi lífsins, en meðan þeirri atkvæðagreiðslu er ekki lokið, hefir enginn rétt til að halda því fram, að lífsverzlunin í heild sinni borgi sig ekki. Slík skoðun er ekki á rann- sókn né reynslu byggð og getur aldrei orðið byggð á þeim grundvelli. Og reyndar virðist allt, sem lifir, mótmæla henni — með því að lifa meðan lift er. En hér við bætist það, að óvíst er, hvort hægt er að meta gildi lífsins eftir þeirri sælu eða kvöl, sem það veitir, eða hvort sæluþráin er dýpsta hvötin i brjóstum mannanna .... átti Hrólfur tvo Bjama fyrir sonu; var annar kallaður verri Bjami, en hinn betri Bjami. Eitt sinn varð verri Bjami eitthvað sakfallinn hjá Dönum, og höfðu þeir hann í haldi hjá sér á Bessastöðum vor eitt, en aðrir segja, að þeir gerðu það af glettingum einum saman við Hrólf til að vita, hvemig honum brygði við. Þegar Hrólfur kom suður í skreiðaferð um sum- arið, frétti hann hvar komið var og bjóst þá að ná syni sínum og spurði sig fyrir, hvar hann væri haldinn. En þegar harin kom heim á grand- ann milli Brekku og Lambhúsa, trylltist hann^ 248. KROSSGÁTA Vikunnar Lárétt skýring: 1. fæðutegund. — 5. erfitt upp- göngu. — 9. pontu. — 10. bændur. — 12. loftfari. — 14. skip. — 16. aurasafn. —»■ 18. stóm. — 20. skuld. — 22. fæðingu. — 23. ávarpsorð. — 24. sk.st. — 26. saurgar. — 27. hæðir. — 28. hvass. — 30. fæða. — 31. á flösku (þf.). — 32. straumkastið. — 34. nautgrip. — 35. burðartré. — 37. ótta. — 40. afbragð. — 43. nafar. — 45. kúla. — 46. fótabúnað. — 48. ill- mælgi. — 50. tala. — 51. sk.st. (tónfræði). — 52. æmstu. — 53. ámæla. — 55. askur. — 57. risi. — 58. sauður. — 60. flík. — 61. letingi. — 62. krampi. — 63. klettur. — 64. tryllast. Lóðrétt skýring: 2. vanskapning. — 3. bata. — 4. andvari. — 5. kropp. — 6. hvessti. — 7. huglausra. — 8. tvö náskyld (þf.). — 11. moka. — 12. viður. — 13. get. — 15. vegur. — 17. eldhúsáhald. — 18. mylsna. — 19. ofaná. — 21. flærð. — 23. binding- una. — 25. fjáður. — 28. sk.st. — 29. frumefni. — 31. blástur. — 33. gagn. — 36. smuga. — 38. keyri. — 39. þarmur. — 40. raðtala (fornt). — 42. greining. — 43. palls. — 44. umrót. — 46. óstrengd. — 47. fljóthuga. — 49. tröppu. — 52. bam. — 54. álpast. — 56. flækti. — 57. úrgangs- fiskur. — 59. manndóm. — 60 kul. Lausn á 247. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. skömm. — 5. snagi. — 9. feit. — 10. háan. — 12. klið. — 14. rugg. — 16. flóuð. — 18. gæs. — 20. tungl. — 22. lyng. — 23. ól. — 24. um. — 26. rýna. — 27. ugg. — 28. skakkur. — 30. roð. — 31. fáum. — 32. knár. — 34. ró. 35. ás. — 37. tína. — 40. kann. — 43. sóa. — 45. suðrænn. — 46. nös. — 48. vind. —50. gr. — 51. na. — 52. happ. — 53. endur. -— 55. agn. — 57. norpa. — 58. alir. — 60. mýkt. — 61. atir. — 62. máti. — 63. vonað. — 64. ganga. Lóðrótt: 2. öflug. — 3. meið. — 4. mið. 5. sár. ■— 6. naut. — 7. angur. — 8. töflu. — 11. talað. — 12. kóng. — 13. bæ: — 15. gnýr. — 17. lygn. — 18. glam. — 19. sukk. — 21. gnoð. — 23. ókunnug- — 25. munnana. -— 28. sá. -— 29. rá. ■— 31. fót. — 33. rán. — 36. lóin. — 38. ís. -— 39. aðra. — 40. kænn. — 41. N.N. — 42. löpp. — 43. sveit. — 44. anda. — 46. nart. — 47. spaka. — 49. dulan. — 52. hokin. — 54. rita. — 56. gá. — 57. nýta. — 59. rið. — 60. mág. Amerískur flugmaður, nýkominn til Bandarikj- anna, þegar myndin var tekin. Flugvél hans var skotin niður yfir Afríku og þar var hann herfangi. gekk berserksgang og hljóðaði. Þegar hann kom heim að Bessastöðum, braut hann þar upp hverja hurð og gekk rakleiðis þangað, sem Bjami var og bar hann burt undir hendi sér; en Danir sýndu enga mótvöm. Aðrir segja, að þeir hafi orðið svo hræddir, að þeir hafi sleppt Bjama lausum, og látið hann undir eins verða fyrir föður sínum. Svör við Veiztu —? á bls. 4: 1. Það er eftir Jóhann Sigurjónsson. 2. Englendingurinn Thomas Edward Lawrence 3. Blaðamennska. 4. 1 Berlín. 5. Á Þýzkalandi 1775. 6. William Henry Harrison. 7. Það er leikrit eftir Guðmund Kamban. 8. Rússneskur rithöfundur, 1818—1883. 9. Heimsfrægur, sænskur rithöfundur, fæddur í Stokkhólmi 1849 og dó 1912. Ólzt upp i fátækt. Kvæntist þrisvar. Eitt af frægustu leikritum hans er „Ungfrú Júlía.“ 10. Hann var uppi 1592—1635 og barðist af krafti miklum gegn galdrabrennum. Svar við orðaþraut á bls. 13. IIELGA. HÓL AR EINNI LÁS AR GRÆÐ A ASK AR Hjátrú. Ef maður leggur í ógáti af sér hrifu á sunnu- dag, svo að tindamir snúi upp, veit það á regn og er kallað að „hrifan spái regni", Ef tveir þvo sér úr sama vatni rifast þeir, áður langt um líður. Aðrir segja að böm þeirra eigi að verða lík. Melflugur heita gestaflugur þegar þær fljúga oft um hús manna og híbýli, er þá jafnan gesta von.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.