Vikan - 10.01.1946, Blaðsíða 1
Islenzkir þjóðhœttir.
Önnur útgáfa af hinni stórmerku bók séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili er nú
komin út, og er það öllum þeim, sem ekki gátu náð í fyrri útgáfuna mikið fagnaðar-
efni, því að það mun flestra mál, að þetta rit sé eitt hið bezta, sem birzt hefir á ís-
lenzku síðustu áratugina. Þetta er
að vísu sagt um margar bækur nú
á tímum, svo að fólki hættir við
að að taka ekki slíkt alvarlega, en
um „íslenzka þjóðhætti“ er það
sannleikur.
1 formála, sem Jónas Jónsson skrifar
að þessari útgáfu, segir m. a.:
„Islendingar hafa stundum verið kallað-
ir söguþjóð, og eiga það heiti skilið. Þó eru
allvíða eyður í sögustarfsemi þjóðarinnar,
því að frá upphafi Islandsbyggðar og fram
að yfirstandandi tíma hefir ekki nema einn
af sagnfræðingum landsins ritað ýtarlega
um menningarsögu Islendinga. Þessi mað-
ur var Jónas Jónasson, prestur frá Hrafna-
gili í Eyjafirði. Samt var þetta verk Jónas-
ar Jónassonar hjáverkastarf, eins og flest
af því, sem bezt hefir verið gert í bók-
menntum þjóðarinnar. Jónas Jónasson var
fyrst og fremst kennimaður, bóndi, kenn-
ari, rithöfundur, sagnaskáld og sjálfboða-
liði við lækningar. Meginverk sitt, menn-
ingarsögu Islendinga, samdi haxm mitt í
önnum dagsins, á síðari hluta ævi sinnar.
Nítjánda öldin er endurreisnartími og
vormorgunn Islendinga. Þjóðin bregður þá
blundi og finnur, að á kúgunaröldunum
hafa leynzt í fari hennar margháttaðar
gáfuí, sem ekki fengu að njóta sín. Stofn-
endur Fjölnis og Nýrra félagsrita ruddu
hvarvetna nýjar brautir. Þeim bættust
nýir liðsmenn svo að segja úr öllum átt-
um. Þjóðin hóf nýtt landnám bæði heima
á Islandi og vestanhafs. Sama hugsun býr
í brjóstum áhugamanna við hin fjarskyld-
ustu störf. Þjóðin hafði dregizt aftur úr
í samkeppni menningarlandanna. Það varð
Framhald á bls. 3.