Vikan - 10.01.1946, Side 4
4
VIKAN, nr. 2, 1946
Smásaga eftir Pearl S. Buck.
'C'Rty LING sat og hallaði sér að veggnum
í hinum ljómandi lýsta danssal í
franska hverfinu í Shanghai. Hún sat
hreyfingarlaus, virðuleg í síða, silfurlita
kjólnum og spennti greipar í kjöltu sinni.
Hún bar svip kyrrðar og rósemi. Ekkert
hrærðist í kring um hana. Enginn hafði
komið til hennar í þrjá tíma samfleytt. En
hún hafði brosað nokkrum sinnum full-
komlega lýtalaust og síðan orðið jafnróleg
aftur. Enginn hluti hennar virtist hreyf-
ast. Samt mátti sjá, ef vel var að gáð, að
augu hennar bærðust. Þau voru á sífeldu
iði, fram og aftur, skimuðu irm á milli
dansfólksins.
Allra þjóða kvikindi voru í kring um
hana, en hún sá aðeins einn þeirra. Hún
starði á frekar digran eldri mann í síðum
daufbláum silkifötiun. Hann var fremur
stuttur, og flestar af dömunum sem hann
dansaði við, voru hærri en hann. En hann
virtist ekki skeyta um það, hverjar það
væru. Hann hélt þeim að sér með sömu
ákefð, hindraður aðeins af vaxtarlagi sínu.
Kringlótt mjúkt andlit hans hafði borið
nú í næstum þrjá tíma þetta sama bros,
sem bar vitni um hamingju og dálítinn
kjánaskap.
Dag nokkum höfðu nokkrar vinkonur
frú Ling komið í rólega garðinn hennar í
innfæddra hverfinu í Shanghai og sögðu
henni, að eiginmaður hennar hagaði sér
ósæmilega. Hún trúði því ekki fyrst í stað.
Maður hennar var miðaldra og hún frétti
það af hvíslingum vinnustúlknanna, að
miðaldra konur megi vænta þess, að eigin-
maður þeirra hagi sér með ósæmilegu létt-
lyndi inn nokkurt skeið. Ef konan væri
þolinmóð, þá myndi hann jafna sig, sér í
lagi, ef hún vanrækti ytri gæði. Það myndi
aðeins taka stuttan tíma, vegna þess að
heiðarlegir menn, eins og hennar maður,
kæmust að því, að aldri þeirra varð ekki
breytt og þeir ættu syni og sonarsyni, sem
fylgdust með öllum þeirra athöfnum og
hlægjaílaumi að löngu kjóllöfunum þeirra,
og þetta myndi allt færa þeim sálarheill
aftur. Ekkert fær eins á eldra fólkið eins
og skop ungu kynslóðarinnar. Virðuleikinn
er allt, sem gamla fólkið á eftir og ef það
glatar honum, hefir það ekkert vopn á
æskuna. Það versta, sem orðið gat var
upg hjákona, of ung fyrir hitt starfsfólkið
og þessvegna óheppileg. Þegar útivist
manns hennar um nætur leyndist, andvarp-
aði hún og hugsaði um hjákonuna og von-
aði aðeins, að það væri snotur, einföld og
fáfróð stúlka, en ekki ein af þessum vel-
uppfræddu nútíma daðurdrósum.
Nú skeði það, að fimm af vinkonum
hennar heimsóttu hana. Þegar þær höfðu
drukkið te og borðað smákökur og leikið
„mahjong" í fimm eða sex klukkustundir,
tók hún eftir því, að þær höfðu komið í
sérstöku augnamiði, og að þeim lægi eitt-
hvað á hjarta. Hún bauð þeim þess vegna
í mat og þegar allar þernur og ógiftar dæt-
ur í húsinu voru farnar í rúmið og eftir
voru aðeins þrjár mágkonur hennar,
frænka og nokkrar eldri systkinadætur
auk nokkurra af eldri þjónustukonunum,
þá sátu þær út af fyrir sig, og hún komst
að því, hvað amaði að. Eiginmaður hennar
hagaði sér ekki eins og góðum og gegnum
miðaldra manni sæmdi. Hann fór ekki í
venjulegu, gömlu söngleikahúsin, og hann
var heldur ekki að reyna að koma sér í
mjúkinn hjá einhverri, virðulegri, gamalli,
ráðsettri hjákonu og leigði sér heldur ekki
íbúð um stundarsakir fyrir einhvern kven-
mann, meðan þessi sótt liði hjá. Nei, hið
versta hafði skeð. Hann hafði orðið hinum
aumasta lesti að bráð. Hann sótti dans-
knæpur í erlendu hverfi, en þangað komu
aðeins tízkudrósir, kínverksar, franskar og
rússneskar, hættulegar, vegna þess að þær
heyrðu til líðandi tíma og höfðu að mark-
miði að koma á annan endann gömlum og
göfugum heimilum.
Þegar frú Ling heyrði þetta, leit hún af
einu andliti á annað. Samúð og vorkunn
skein úr þeim öllum og engin lastaði hana.
Allar vissu, að hún hafði verið fyrirmynd-
ar eiginkona. Hún hafði verið mjög fyrir-
hyggjusöm í bústjóm sinni. Þrælar og
>;OHIIIMHHimilimiHmiiaMIIMHI«HIMIIMIMMHIMMMIMHMIMHMIMMHIIMHHMI*
I VEIZTU—? I
\ 1. Ibúar Lundúnaborgar eru fleirl en íbú- l
ar allrar Astraiíu. Hver er íbúa- \
fjöldi og flatarmál Astralíu nákvæm- I
lega?
= 2. Hvað heitir höfuðborg Albaníu?
i 3. Hvaða korntegund er það sem hægt er =
É að rækta nyrst á jörðinni ?
I 4. Hver er stærsti liður likamans?
Í 6. Hvert er frægasta listaverk Leonardo i
i da Vinci. |
= S
Í 6. Hvar stendur þessi setning: „Væna i
konu, hver hlýtur hana? hún er miklu \
meira virði en perlur ? \
i 7. Hvað hétu foreldrar Brynjólfs biskups i
Sveinssonar ? i
i 8. Hvaða þorp er stærst á Islandi ?
= 9. Hvað er alveg hreint gull margra |
karata ? i
| 10. Hver heyrði grasið vaxa?
5 z
Sjá svör á bls. 14.
S e
''■iHHimilllllinMIMIIIHIHIIIiaillllllllllininMIMMIIIIIIMHIIHIMIIIIHIIIIIIIIHIH^
f'
þjónar voru ánægðir; tengdadætur henn-
ar virtu hana mikils; og eiginmaður henn-
ar virti hana og ávítaði hana aldrei, vegna
þess að hún hafði eignast fimm- sonu, og
enginn þeirra dó. Það var eins og yfirnátt-
úruleg blessun, að þau þrjú börn, sem þau
misstu voru stúlkur, en ekki drengir. Hún
vissi ekki neitt það á sig, sem hún þyrfti
að blygðast sín fyrir. Samt hafði þetta
mætt á henni!
Fyrst í stað vildi hún ekki trúa því. Um
leið og hún tottaði eirpípuna sína, sagði
hún hugrökk: „Ég trúi því ekki. Hann
hefði sagt eitthvað, hann er eins tölugur
eins og barn, og ef hann hefir verið á ó-
kunnum stöðum og séð óvenjulega hluti,
þá hefði það lekið úr honum. Hann hefði
getað þagað yfir kvenmanni, en ekki yfir
sjaldséðum, erlendum hlutum."
Þá var auðvitað ekki um annað að gera
en að segja henni sannleikann. Frú Wú
dró upp stóra vasaklútinn sinn, þurrkaði
augnakrókana vandlega og sagði: „Þriðji
sonur annars sonar míns er villtur ungl-
ingur, og við erum í öngum okkar út af
honum. Hinn þrettánda þessa mánaðar
fór hann á knæpu, sem Rússi riokkur hefir.
Hann gat vart trúað eigin augum, er hann
sá herra Ling þar, gangandi um á þennan
hátt, sem kallaður er dans, og með kven-
mann í fanginu."
„Hvernig var hún lit?“ spurði frú Ling.
„Eg þorði ekki að spyrja,“ sagði frú
Wú alvarlega. „En það getur hafa verið
hvaða litur sem er.“
Þá hóf frú Li mál sitt og sagði: „Fyrir
tveimur dögum sá maður vinkonu minnar,
sem þjáist af sama sjúkdómi og herra
Ling, mann yðar á útlendum skemmtistað,
sem Frakki einn rekur fyrir opinberar
dansskemmtanir; og hann var með dömu,
vaf alaust útlenda — því að hár hennar var
blóðrautt eins og skegg á útlendingi —
þrýsti henni að sér og gekk um með henni.
Eiginmaður vinkonu minnar hló dátt að
þessu, og hann lét í ljós við konu sína
mikla fyrirlitningu á herra Ling, þar sem
útlenda stúlkan var há og kringlótta and-
litið hans Lings náði aðeins upp á brjóst
henni. Það var mjög furðuleg sjón.“
Nú urðu allar konumar þöglar og litu
með viðkvæmni af frú Ling, og margar
þeirra stundu þungan. Frú Ling þakkaði
þeim öllum og sagði, að næsta dag myndi
verða rigning. Skömmu síðar fóru vinkon-
ur hennar á brott, þar sem þær höfðu lok-
ið erindi sínu.
En þótt allir vinir hennar gerðu allt fyr-
ir hana, sem unnt var og hún reykti smá
ópíumtöflu til þess að sofna, þá gat hún það
samt ekki. Hún lá vakandi klukkustund-
um saman og þegar Ling kom seint heim,
dálítið drukkinn, ásakaði hún hann ekki.
Hún beið, unz hann sofnaði, en þá hallaði
hún sér yfir hann og lyktaði kænlega af
honum. Það var undarleg lykt af honum,
þefur, sem hún kannaðist ekki við. Þá
vissi hún, að það var allt satt.
Þetta varð til þess, að hún sat inni í þess-
Framhald á. bls, 7.