Vikan


Vikan - 10.01.1946, Qupperneq 12

Vikan - 10.01.1946, Qupperneq 12
12 VHLAJN, nr. 2, 1946 eins og einhver sé alltaí að hvísla." Hann leit flóttalega kring um sig í stofnnni. Ég verð að játa að mér brá við þessi orð, en reyndi að leyna því og sagði: „Hvaða vitleysa. Þér eruðu eitthvað óstyrkur á taugum — það er allt og sumt.“ Hann horfði hvasst á mig, en ég leit á hann á móti og reyndi að dylja óróa minn. Hann benti á mig með vísifingi hægri handar og sló taktinn með fingrinum til áherzlu við hvert orð um leið og hann sagði: „Ég þori að veðja 10, nei 100 á móti einum um, að þetta er stofan, sem þetta — þetta gerð- ist í!“ Ég horfði eins og dáleidd á fingurinn slá takt- inn. Hanfl þurfti ekki að segja meira. Ég vissi allt of vel, hvað hann átti við. Ég vætti varir mínar með timgubroddinum. „Nú, hvað segið þér?“ sagði hann blátt áfram. „Er þetta rétt hjá mér? Hef ég ekki unnið veðmálið ?“ Ég svaraði enn ekki. Hann lagðist niður í rúm- inu og brosti. „Ég þykist vita, að ég hef haft rétt fyrir mér,“ sagði hann og dró ábreiðuna upp yfir axlir sér og lagaði koddann undir höfðinu. „Pyrst ég yeit hvað er, þá held ég mér gangi vel að sofna,“ bætti hann við, þessi undarlegi maður, og hló. „Ég er ekkert óstyrkur á taugunum og læt mér á sama standa. Vilduð þér ekki gjöra svo vel og slökkva ljósið ? Ég ætla að fara að sofa!" Hann lokaði augunum og ég slökti ljósið. Um leið og ég gekk út úr stofunni, heyrði ég hann segja: „Nú er mér sáma um hvíslið, þegar ég veit hvemig á þvi stendur." Ég gekk hægt fram ganginn. Ég var alls ekki búin að jafna mig enn og reyndi eftir mætti að vera róleg. Hvað átti maðurinn við með hinum undarlegu orðum ? En úr því að sjúklingur- inn gat verið svona rólegur, því skyldi ég þá ekki reyna að vera róleg líka ? Ég fór að stjana við Sonny, náði í kamfóruna og hita- púðann og fór með þetta inn til hans. Um þrjú-leytið var komin kyrð á í suðurálm- 1. Eva: Nú skulum við hætta þessum leik, ég er orðin svöng. Raggi: Ég er líka orðinn svangur og ég er feginn, að þú vilt hætta. 2. Raggi: Það væri nú ekki dónalegt að fá annaðhvort kleinur eða pönnukökur! Eva: Því miður, Raggi, hefi ég hvorki bakað pönnukökur eða kleinur í dag. unni. Sjúklingamir sváfu eða móktu á þessum dimmasta tima næturinnar. Maida sat við skrif- borðið og var að skoða hitatöflu sjúklingsins á nr. 11 og ég læddist inn til Sonny til að aðgæta hvernig líðanin væri. Allt var í lagi þar, og dauða- kyrrð ríkti í suðurálmunni. Skyndilega heyrðist hátt og langt neyðaróp, sem varð æ hærra og hærra, þar til það loksins dó jafn skyndilega út það hafði byrjað. Mér brá svo mjög að mér lá við falli. Á ein- hvern óskiljanlegan hátt komst ég þó út á gang- inn. Þar mætti ég Maidu, sem bað mig að koma með sér inn á stofu 18. Maida gekk rakleiðis að dyrunum og rétti hönd- ina irm fyrir og leitaði að rofanum. Þegar ljósið hafði verið kveikt í stofunni, sáum við að sjúk- lingurinn var sestur fram á rúmstokkinn og starði á eitthvað hinu megin við rúmið. Við lit- um þangað líka. A gólfinu lá kvenmaður á grúfu og hnypraði sig saman. Við beygðum okkur nið- ur til þess að sjá betur hver þetta væri. „Það er Corole!“, hrópaði Maida. Við snerum henni við og létum hana liggja upp í loft. Ég varð skelfingu slegin þegar ég sá framan í hana, þvi ég hélt fyrst að hún væri dáin. En ekki leið á löngu þar til Corole opnaði augun og settist upp. Hún var sýnilega hálf-rugluð og starði á sjúklinginn, sem sat enn á rúmstokknum án þess að mæla orð frá vörum. Hún var með opinn munninn og það var eins og augun ætluðu út úr henni — og hún bar höndina upp að munn- inum eins og til þess, að verjast þess að reka upp neyðaróp. Okkur létti mjög við að sjá, að Corole var lif- andi. Maida lét fallast á næsta stól, en ég þrútn- aði af reiði. „Hvern fjandann ert þú að vilja hér?“ spurði ég Corole æst. „Hvað gengur eiginlega að þér? Og því læturðu svona, manneskja?" Corole svaraði ekki spurningum mínum. Hún benti á sjúklinginn og spurði með lágri hásri röddu: „Hver er hann, þessi?" Mér fannst ég verða að svara henni og sagði: „Þetta er nýkominn sjúklingur." 3. Eva: Mér datt í hug, að ef til vill mundirðu hafa lyst á lagköku! Raggi: Og það eru fimm lög í kökunni! 4. Raggi: Ég get ekki hugsað mér neitt betra en lagköku! Eva: Þú varst að óska eftir kleinum og pönnu- kökum, en ég vona, að þú gerir þér þetta að góðu! „Sjúklingur ? Héma?" „Já, því þá ekki?" Hún leit á mig. Augun voru græn og hún var voteyg. „Hvenær kom hann?" „1 gærkveldi. En hvaða máli skiptir það? Og hvað hefir komið fyrir? Segðu mér það, Corole." Hún stóð upp og sveipaði að sér kápunni. „Hann hræddi mig," sagði hún. „Ég hélt — •— É g sá hann liggja þarna í rúminu-------- ég vissi ekki að það væri kominn nýr sjúklingur í þessa stofu. Ég hélt — — ég hélt — -—.“ Hún bar hönd- ina upp að enninu og strauk það vendilega. Hún leit hræðilega út, líktist mest galdranorn. Varir hennar voru kolbláar, andlitið náfölt og augun voru eins og í viltum ketti. Nú heyrðist fótatak utan af ganginum og eft- ir nokkur augnablik komu þeir Hajek og Bal- man inn í stofuna. Hajek hélt að sér baðkápunni með annari hendi, en í hinni hendinni hélt hann á skammbyssu. Hann nam skyndilega staðar, þegar hann kom auga á okkur. Mér sýndist þau Corole líta svo einkennilega hvort á annað — hvort sem þetta var nú hugarburður eða ekki •—, en víst var um það, að Hajek setti skammbyss- una fljótt í vasann á baðkápu sinni. „Hvað gengur á hér?“ spurði Balman og leit á okkur til skiptis. Ég skýrði honum i sem fæstum orðum frá því, sem ég vissi um atburðina. Balman gekk þegjandi að sjúklingnum og hjálpaði horimn upp í rúmið og breiddi yfir hann. Síðan sneri hann sér að Corole og horfði spyrj- andi augnaráði á hana. „Ég varð hrædd," sagði hún með hásri röddu. „Ég hélt — ég.“ Hún hætti skyndilega og reyndi að brosa, en hún gat ekki brosað, heldur aðeins grett sig. „Ég mun hafa fallið í yfirlið. Mér þykir þetta leitt, en það var ekki ætlun mín að gera ykkur ónæði." Það var ólíkt Corole að afsaka sig, enda fórst henni það óhönduglega. Hajek ræksti sig og sagði: „Var þá — hérna — var þá eitthvað að?" Mér fannst spurning hans koma eftir dúk og disk og skildi varla hvað hann var að fara. „Ég sá mann liggja þarna í rúminu," sagði Corole og reyndi að vera eðlileg. „Mér brá svo, að ég hrópaði upp yfir mig. Svo leið yfir mig. Skyldi ég hafa vakið alla á sjúkrahúsinu ? Mér fannst líka, ungfrú Keate, að það hafi verið illa gert af yður að leggja sjúkling inn á þessa stofu." Það var henni líkt að reyna að skella skuldinni á mig. Ég varð svo reið, að ég kom engu orði upp. Ég var að leita að hæfilegu svari í huga mér, þegar Maida sneri sér að Corole og spurði: „En hvaða erindi áttir þú inn á þessa stofu? Og það um miðja nótt? Svaraðu því, Corole." Corole leit illilega á Maídu, en Maida brá hvergi og horfði á hana á móti. „Já, Corole. Hvert var erindið?" spurði ég ákveðin. „Og hvemig tókst þér að komast inn í sjúkrahúsið ?“ „Þér verðið að gefa skýringu á þessu," sagði Balman rólega. Hún leit á okkur öll til skiptis og fitlaði við kápukragann. „Ég gat ekki sofið," sagði hún. „Ég lá í rúm- inu og var að hugsa um Louis og---------og ég veit ekki hvernig á því stóð — ég fékk skyndi- lega þá hugmynd, að ég gæti ef til vill — það er að segja, ef ég færi hingað yfir---.“ Hún þagn- aði, vissi sýnilega ekki, hvað hún ætti að segja. Eftir að hafa fett sig og brett í nokkur augnablik, hélt hún áfram: „Mér fannst ég verða að sjá stofu 18. Þess vegna fór ég hingað inn. Ég skreið inn um gluggann. Ég vona að ég þurfi ekki að skýra þetta betur fyrir ykkur — og góða nótt!" Hún leit á okkur öll til skiptis og fitlaði við að sér kápunni. Síðan gekk hún út að glugganum, studdi annari hendi á gluggakistuna og sveiflaði sér léttilega út um gluggann. Eftir nokkur augna- blik var hún horfin út í myrkrið. MAGGI oo RAGGI. Teikning eftir Wally Bisbop.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.