Vikan


Vikan - 10.01.1946, Page 13

Vikan - 10.01.1946, Page 13
VIKAN, nr. 2, 1946 1. mynd. Abraham féll fram á ásjónu sína og guö talaði við hann og sagði: „Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála og þú skalt verða faðir margra þjóða. Og ég mun gjöra þig mjög frjó- saman og gjöra þig að þjóðum; og af þér skulu konungar koma." 2. mynd. Þegar Abraham sat í tjalddyrum sín- um í hádegishitanum, hóf hann upp augu sin og litaðist um, og sjá, þrir mehn stóðu gagnvart hon- um. Skundaði hann til móts við þá og laut þeim til jarðar. „Leyfið, að sótt sé litið eitt af vatni, að þér megið þvo fætur yðar. Og ætla ég að sækja brauð- bita.“ 3. mynd. Tók hann rjóma, mjólk og kálf og matbjó þetta og setti fyrir þá. Sjálfur stóð hann frammi fyrir þeim undir trénu, meðan þeir mötuð- ust. Þá sögðu þeir honum, að Sara konan hans myndi eignast son. Sara, sem stóð í tjalddyrunum, hló að þessu, því að hún var orðin gömul. 4. mynd. Drottinn ságði Abraham að hann ætlaði að eyða Sódomu og Gómorru. Abraham gat fengið hann til að þyrma borgunum, ef tíu rétt- látir menn fyndust í þeim. 13 Vor um alla veröld. Norski rithöfundurinn og skáldið Nordahl Grieg er orðinn kunnur íslendingum vegna hinna mörgu afbragðsljóða, sem þýdd hafa verið eftir hánn á íslenzku og dvalar sinnar hér, er mun hafa aflað honum margra vina og kunningja og aðdáenda.. Dauðdagi hans í stríðinu snart því viðkvæma strengi í hjörtum margra hér á landi. N.ú er ný- komin út á íslenzku löng skáldsaga eftir Nórdáhí Grieg, „Vor um alla veröld,“ þýdd af Jóni Helga- syni blaðamanni, en útgefandi er Bókabúð Rikku á Akureyri. Sagan skiptist í tvo hluta, „tJtlend-. ingar i Moskvu“ og „Viva la Muerte ■ (Dauðinnj lifi)“, og gerist fyrri hlutinn, einsog nafnið bendir til í Rússlandi, en hinn síðari að mestu leyti i borg'arastyrjöldinni á Spáni. Þetta er mikil saga og varpar ljósi yfir margt, sem var undaiifarí hinnar miklu heimsstyrjaldar. Ævintýr í Kákasus. BARNASAGA eftir Jens K. Andersen. Einstigið meðfram hyldýpinu var að- eins þrjátíu sentimetra breitt, og Kasi, þessi djarfi drengur, hugsaði sig ekki mikið um áður en hann lagði á það. Amma hans, Schuanata gamla, hafði oft ráðið honum frá því að fara þessa leið heim í þorpið, sem lá í klettahéruðum Kákasus og hann átti heima í. En Kasi geðjaðist vel að hættunum. Hann var ósvikinn ætt- ingi hinna hraustu f jallabúa, sem um langt skeið buðu hinu volduga .Rúss- landi byrginn. Aðvaranir ömmu hans héldu i hann örskamma stund. Svo tautaði hann „Allah saklan,“ guð blessi mig, og hóf ferðina. A aðra hönd hafði Kasi lóðréttan fjallsvegginn, en á hina snarbratt og ógnandi hyldýpið. En svima þekkti hann ekki og gekk hugrákkur áfram. •öllu reiddi vel' af, unz hann beygði fyrir klettasnös á miðri leið. Þá sá hann allt í einu stóran hjört koma á móti sér. Hvað átti hann að gjöra? Stígurinn . var of mjór til þess að hann og dýrið gætu mætzt. Því síð- ur g;at éða vildi hjörturinn snúa við. Þvert á móti setti hann undir sig hornin og krafsaði í stíginn með íramklaufununi. Ef Kasi sneri við myndi hann auðvitað elta hann og auk þess hrinda honum niður í hyl- dýpið. Nú iðraðist drengurinu sáran eftir, að hann hlýddi ekki hinum velmeintu ráðum ömmu sinnar. Þannig stóðu þeir nokkrar minútur og vissu ekki hvað þeir ættu að hugsa hvor um annan. Allt í einu kastaði Kasi sér flötum til jarðar og lá grafkyrr. Þetta var það eina, sem gat bjargað honum, ef hjörturinn vildi ganga yfir hann. Dýrið húgsaði sig um stundar- korn fnæsti sig og sló til hjartar- hornunum sínum. Loks gekk það fram, skref fyrir skref. Nú, nú kom það að honum. Kasi lá alveg kyrr. Ætlaði það að troða hann í hel? Var- lega dró hann upp rýtinginn sinn, sem hann var alltaf með. Það var huggun í því að hafa hann milli handa, jafnvel þótt hann naumast gæti hjálpað honum. Ef hann særði hjörtinn, þá myndi hann auðvitað, sparka honum niður. Þetta stóra dýr hafði stanzað rétt við höfuð hon- um, sem það snuðraði af. Síðan gekk það dálítið aftur á bak og allt í einu stökk það í hendings kasti yfir drenginn og hélt síðan leiðar sinnar hið rólegasta. Kasi var borgið. Hann stóð upp, dró djúpt andann og gekk áfram. Brátt kom hann niður í dal- inn heim í kofann, þar sem foreldrar hans áttu heima. Schuanata gamla sat úti. Hún skoðaði hann vandlega. Hann var ennþá dálítið fölur eftir skelfinguna, sem hafði gripið hann. „Hvað hefir komið fyrir þig, drengur?“ spurði hún. Kasi sagði dá- lítið sneypulegur frá ævintýrinu. Hann vissi, að nú fengi hann skamm- ir, og ekki stóð á þeim. „Já, þarna geturðu séð,“ sagði sú gamla hörkulega, „sá sem ekki vill á hlýða, verður að reka sig á. Ef þú ætíð óhlýðnast ráðum mínum, fer fyr- ir þér eins og manninum í ævintýr- inu.“ „Hvernig þá ?“ spurði Kasi. Þá mælti amma hans á þessa leið: „Einu sinni var ungur, fátækur maður. Hann gekk í þjónustu Dshins Padishahs, konungs andanna- og fékk hann þrjú góð ráð í laun. Pyrsta ráðið var þetta: Plyttu allt sem liggur fyrir utan húsið þitt, inn i það. Annað: Trúðu aldrei konu fyrir leyndarmáli. Þriðja: Lánaðu aldrei lykilinn þinn. Maðurínn varð harla glaður við ráð þessi. Þegar hann hafði lokið starfstíma sínum, reisti hann sér hús, og hann rogaði öllu því, sem utan við það lá, inn í það. Dag nokkurn sá hann slöngu og samkvænat ráðleggingu andakon- ungsins bar hann hana einnig inn. Næsta dag verpti slangan gulleggi og hélt þeim hætti upp frá því, og brátt varð maðurinn rikur. j Síðan; giftist hann og var mjög hamingju- samur. Hann geymdi slönguna í læstú útihúsi. En konan hans var mjög forvitin og nauðaði sífellt á hónum að segja sér, hvaðan auður hans væri runninn. Loks sýndi hann henni slönguna og kom upp leyndarmálinu, En þá steinhætti slangan að verpa gulleggjum. , Stuttu síðar bað nábúi hans hami' að lána sér lykilinn sinn, til þess að reyna, hvort hann ekki gætj opnað íbúð sína með honúm, þar serti hann hafði týnt sínum eigin. Hann fékk lykilinn, en tók vaxmót af hon- um, og nokkru seinna fór hann að nóttu til inn í hús unga mannsins og rændi öllu, sem hann enn átti. Þarinig fór fyrir manntetrinu, úr því að hanrt ekki fylgdi öllum hinum góðu ráðum Dshins Padishahs.“ Schuanata þagði — „Láttu þér þetta að kenningu verða,“ hélt húti loks áfram, „bæði ævintýrið og það; sem henti þig i dag.“ „Já, ánima,‘! sagði Kasi auðmjúkur. , „En þar sem þú fórst skynsamlega að ráði þínu,“ sagði gamla konan brosandi, „þá komdu inn. Eg á til Kisél, sem ég ætla að gefa þéf." Kasi lét ekki segja sér þetta tvisvar. Kisél er einskonar rauð* grautur búinn til úr víni, mjöli og mjólk, það var uppáhalds matur hans. Og brátt sat harin ánægður og bragðaðist vel að. En hann gleymdi aldrei samskiftum sínum við hjört- inn í einstiginu og hefir aldrei síðan verði likt því svo fífldjarfur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.