Vikan - 10.01.1946, Síða 15
VTKAN, nr. 2, 1946
15
ÍSLENZKIR
ÞJÓÐHÆTTIR.
(Framhald af bls. 3).
fyrstu búizt við að verða fljótt starf-
fær aftur og ætlaði þá að gefa sér tíma
til að vinna úr efnisaðdráttiwn i söfnum
í Reykjavík. En úr því varð ekkert,
sem vonlegt var. Séra Jónas fór þá
til sonar síns, séra Friðriks Rafnars
á Útskálum, og dvaldi þar þangað til
hann andaðist 1. ágúst 1918. Vanda-
menn hans fluttu likið norður að
Munkaþverá til hinztu hvildar. Hafði
séra Jónas óskað að hvíla þar undir
veggjum þeirrar kirkju, þar sem
hann hafði starfað sem prestur í
ættbyggð sinni mikinn hluta fullorð-
insáranna.
Bók séra Jónasar á Hrafnagili „Is-
lenzkir þjóðhættir" kom út nokkrum
árum eftir dauða hans. Fékk hún
hvarvetna hinar virðulegustu móttök-
ur. Snjallir fræðimenn líktu henni við
þjóðsögur Jóns Ámasonar. Eftir and-
lát höfundar fann þjóðin betur en
áður, hve mikils hún hafði misst við
fráfall hans. En hins var þá líka
minnst, hversu mikið dagsverk hann
hafði unnið. Starfskraftar hans voru
miklir. Starfsviljinn enn meiri. Og
við enda skeiðsins mátti öllum vera
ljóst, að séra Jónas á Hrafnagili hafði
verið einn af þeim mörgu íslenzku
prestum, sem öldum saman hafa
verið merkisberar íslenzkrar menn-
ingar.“
NfÁRSPRÉDIKUN.
(Framhald af 10).
leika og gangast undir þessa byrði,
sá, sem vill ekki annað heyra um ára-
mótin, en að allt illt sé talsvert miklu
skárra en af er látið, en allt gott
öflugt og lifshæft, ef vér tökum til
þess hendinni og lögum það til, sá
maður á alls ekki heima vor á meðal,
því að vér höfum hvorki heimild né
getu til þess að styrkja hann í slikri
von.
En vér, sem þessi veruleiki þjáir og
þessi byrði þjakar, vegna þess að vér
berum sömu ábyrgð og sömu fanga-
fjötra, vér, sem kveðjum liðið ár og
heilsum nýju í þessari vitund: „Vér
erum bræður í sömu neyð, sama
dauða deyddir, hlekkir í sömu festi“,
vðr skulum ekki standa einir uppi,
bræðurnir, gagnvart þessum sýnilega
veruleika og þessari þjakandi néyð,
vér skulum ekki ímynda oss, að vér
stöndum einir uppi, lítill umkomulaus
hópur með vísa glötun framundan,
sem aðeins þrauki enn um sinn heið-
urs síns vegna.
Nei, vér erum kallaðir til fagnað-
arrílts starfs: „Gott er að lofa
Drottin". Djöfullinn freistar á þann
hátt, að hann seiðir sjónir vorar og
festir augu vor á þessari nístingssáru
spurningu: „Hvar er nú guð þinn?"
Þannig freistar heimurinn, vort eigið
hold og blóð: „Hvenær kemur Guð
þér til hjálpar? Komdu fyrir þig vit-
inu, hjálpaðu þér sjálfur".
En það er einmitt Guð, sem kemur
til hjálpar: „Sú þjóð, sem í myrkri
gengur, sér mikið ljós". Þá opnast
blind augun, svo að vér sjáum út úr
neyðarmyrkrinu, sem umhverfis oss
er, og vér sjáum huggun og fögnuð
og kraft: „Hversu mikil eru verk
þín, Drottinn, harla djúpar hugsanir
þínar".
Blind augun sjá bam í jötu ogpínd-
an, krossfestan mann. Blind augun sjá
lítinn hóp manna, hraktan og ofsótt-
an. Blind augun sjá það, sem vér köll-
um veruleika og annað ekki. En blind
augun, sem Guð hefur lokið upp, sjá,
Vinsæl
kvikmyndaleikkona.
Ann Sheridan lék hér nýlega i
kvikmyndinni „Hjónaleysi," sem
sýnd var í Tjamarbíó. Hún er frá
Texas, dóttir hershöfðingja, Phillips
að nafni. Henni hefir gengið mjög
greiðlega að afla sér frama og talin
eiga glæsilega framtíð sem leikkona.
Hún er fimm fet Og fimm þuml. á
hæð og vegur 120 pund, hefir rauð-
brúnt hár. Hefir yndi af góðum bók-
um og fallegum fötum.
að barnið í jötunni er Guðs eingetinn
sonur, að pindur, krossfestur maður-
inn er frelsari alls heimsins. Augun,
sem Guð hefur lokið upp, sjá, að litli,
fámenni hópurinn er skarinn, sem
Guð hefur útvalið, kallað og réttlætt,
— „eins og fátækir, en auðga þó
marga, eins og tyftaðir en þó ekki
deyddir, eins og hryggir en þó ávallt
glaðir, eins og öreigar en eiga þó
allt" (2. Kor. 6, 10). Augun, sem
Guð hefur lokið upp, horfa á Guðs
verk og undrast mikilleik þeirra,
þau hafa skyggnzt inn í hugsanir
Guðs, og fagnaðarópið stígur upp:
„Hvílíkt djúp ríkdóms og speki".
Já, kæri söfnuður! Vér höfum
mikla ástæðu til þakkargjörðar. Guðs
orð er oss gefið og boðast oss, fagn-
aðarboðskapurinn, sem vér heyrum,
til þess að augu vor opnist og trúar-
sjón vor sjái gegnum myrkrið og
neyðina, og vér sjáum handan alls
þessa þann eina, sem talar eins og sá,
sem vald hefur, hefur valdið og mátt-
inn: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja".
Vér verðum að vísu að heita fífl
og heimskingjar í heimsins augum,
fullir af órum og draumum. Jafnvel
þess er af oss krafizt, að vér skulum
trúa Guðs orði og treysta því, gagn-
stætt öllum mannanna dómum. Heim-
urinn sér hvort sem er ekki annað en
það, sem á verður þreifað. Orðið um
endurlausnarann, sem var deyddur á
krossi, verður hvort sem er frá sjón-
armiði heimsins aldrei annað en
hneyksli og heimska, og þeir, sem
trúa á það, verða að þola háðung
og smán.
En hvað þýðir það, þegar óguðlegir
gróa sem gras umhverfis oss, og ill-
gjörðamennirnir blómgast ? Hvað
þýðir það, þegar þeir smána hinn
krossfesta, vilja rífa myndimar af
honum úr skólunum og minningu
hans úr kirkjunum ? Hvað þýðir það,
þegar þeir vilja gera trúna á Guðs
náð, sem oss syndugum mönnum
hefur hlotnazt fyrir sakir hins kross-
festa, fyrirlitlega í augum alþjóðar?
Ættum vér að óttast það? Ættum
vér að skelfast af slíku?
Guðs orð lítur öðruvísi á þessa
hluti. Guðs orð nefnir kross Guðs
sonar kraft Guðs og speki Guðs. Guðs
orð talar engu rósamáli, — og það
þótt mjög háttsettir menn eigi í hlut:
„Fíflið eitt skilur ekki og fáráðling-
urinn einn skynjar eigi þetta". Það
er ekki ábatavænlegt, sannarlega
ekki ábatavænlegt, að láta Guðs verk
og hugsanir, sem hann lætur trúna
skynja, hverfa sér, og hyggja i
staðinn að sigurmælum og hnefa-
steytingum fíflanna og fáráðling-
anna. Það er sannarlega ekki vit-
urlegt að heykjast við, hræddur og
forflótta vegna þess, að óguðlegir
gróa, og illgjörðamennirnir blómgast,
rétt eins og veldi þeirra stæði eilíf-
lega. Þeir gróa þó, — segir Guðs
orð, — aðeins „sem grasið", blómg-
ast, — segir Guðs orð, — aðeins til
þess að verða „afmáðir að eilífu".
En oss hefur hann, sem er á hæð-
um, hann, sem einn er eilífur, Drott-
inn Guð, rétt sína hönd, og sú hönd
heldur því, sem hún hefur. Eilífur
Guð hefur gefið oss sitt orð, og það
orð fer ekki með fals: „Jesús Krist-
ur er í gær og í dag hinn sami og
um aldir". Þetta er orðið, sem Guð
talar til vor, þetta er sú hönd, sem
hann réttir oss og heldur oss uppi.
Og hann segir: „Tak á móti. Þú hef-
ur mætt mig með syndum þínum og
þreytt mig með misgjörðum þínum.
Ég, ég einn afmái afbrot þín sjálfs
mín vegna og minnist ekki synda
þinna. Óttastu ekki, því að ég hef
endurleyst þig, ég hef kallað á þig
með nafni. Þú ert minn". (Sbr. Jes.
42, 1, 25).
Ef vér trúum á hann, ef vér vitum
oss frelsaða í höndum hans, hví
skyldum vér þá óttast, hví skyldum
vér þá fara að eins og hann væri ekki
Drottinn, sem allt vald er gefið á
himni og jörðu, hvi skyldum vér geta
annað en tekið undir og sagt: „Þú
hefur glatt mig, Drottinn, með dáð
þinnni, yfir handaverkum þínum
fagna ég“.
Glapræði hálfvelgjunnar og synd
vantrúarinnar er einmitt þetta að
blína sig blindan á þá kröm, sem
kvelur oss, eins og þar væri allur
veruleikinn, ómótstæðilegur, ósigr-
andi, og halda svo loks engu eftir
nema sýti og sifri yfir byrðinni, sem
íþyngir oss frá degi til dags, og
þegar brúnni er hleypt niður milli
gamla og nýja ársins, drögnumst vér
yfir sýtandi og sífrandi með byrðina
á bakinu inn i nýja árið, — ems og
skuld, sem nýja ánð er veðsett fyrir.
Þá verður djöflinum hægt um vik að
bregða snöru fyrir oss.
En ef vér horfum á dáð Drottins og
hendur Lausnarans, ef vér gefum
gaum að því, að Guð einn er sannur,
og að náð hans vakir yfir oss að
eilifu, þá er bölvunin brotin af fagn-
andi vissu hinna endurleystu: „Ef
Guð er með oss, hver er þá á móti
oss." Og djöfullinn hörfar frá, kemst
ekki framar að, fær engu áorkað
þaðan af.
Því er það satt, sem hér segir:
Gott er að lofa Drottin og lofsyngja
nafni þinu, þú hirm hæsti. Því að
með lofsöng vorum og þakkargjörð
játum vér, að það er satt, sem Lút-
her sagði: „Það er huggunarríkara
að eiga Guð að vini en þótt veröld-
in öll sé vinur manns." Eða eins og
stendur í sálminum:
Sé hann með oss, ekkert er
óttalegt — — —
Djöfullinn flýr ekki fyrir hug-
striði og bölmóði,-mennirnir láta ekki
sigrast af kveifarskap og kveinstöf-
um, sjálfir öðlumst vér ekki hjálp-
ræðisvissuna með því að sýta og
sifra. En er vér þökkum og lof-
syngjum og vegsömum verk hans —
sannleikann, sem lýsir i myrkrum
mannlegrar blindni, náðina, sem
fylgir oss meðan vinnudagurinn var-
ir, — þá erum vér sjálfir komnir á
veg hjálpræðisins, flytjum gleðiboð-
skapinn öllum lýð og segjum freist-
aranum öruggt og afdráttarlaust:
Vík frá mér.
Já, vér erum kallaðir til fagnaðar-
ríks starfs, um leið og vér hefjum
nýtt ár. Vér vitum ekki, hvað það ber
í skauti sér. En eitt vitum vér: Eilif-
ur Guð er trúfastur og náðugur, og
hann starfar án afláts. Það er full
ástæða til þakkargjörðar og lof-
söngs: Lofið vom Drottin. Allt annað
skipast á einhvem veg. Guð er vor
hjálpræðisguð, hann kemur til vor,
vér fömm til hans. 1
Gott er að lofa Drottin
og lofsyngja nafni þínu, þú hinn
[hæsti.
Því að þú hefur glatt mig, Drottinn,
[með dáð þinni,
yfir handaverkum þinum fagna ég.
Já, þú, sem ert á hæðum, ert dýrð-
[legur að eUifu.
Amen.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllli'
DIC-A-DOO
hreingerningarefnið.
DlCM>00
PMNT |
|
Rjlil onlllxpaitoff
Gerir málninguna sem
nýja en losar hana ekki.
Auðvelt og öruggt í
notkun.
MÁLARINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiii